Erlent

Kveiktu í rútum til að mótmæla ógreiddum launum

Samúel Karl Ólason skrifar
Farandverkamenn í Sádi-Arabíu hafa lengi þurft að búa við slæman aðbúnað.
Farandverkamenn í Sádi-Arabíu hafa lengi þurft að búa við slæman aðbúnað. Vísir/AFP
Farandverkamenn verktakafyrirtækisins Binladin Group í Sádi-Arabíu hafa kveikt í rútum fyrirtækisins. Það hafa þeir gert til að mótmæla því að þeir hafi ekki fengið greidd laun í marga mánuði. Þar að auki eiga þeir von á fjöldauppsögnum.

Talsmaður lögreglunnar í Mecca sagði AP fréttaveitunni að enginn hefði slasast við íkveikjurnar í gær.

Verkamennirnir hafa margsinnis mótmælt á síðustu vikum sem þykir sjaldgæft í Sádi-Arabíu. Einhverjir mannanna segjast ekki hafa fengið greitt í allt að hálft ár. Í gær bárust svo fregnir af því að fyrirtækið ætlaði að segja upp 50 þúsund manns og hafi þegar útvegað þeim vegabréfsáritanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×