Hjálpargögn send til Madaja Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. janúar 2016 07:00 Bílalest með hjálpargögn leggur af stað frá höfuðborginni Damaskus til Madaja. Nordicphotos/AFP Bílalest, hlaðin nauðsynjavörum, hélt í gær af stað til bæjarins Madaja í Sýrlandi þar sem íbúar hafa liðið skort mánuðum saman vegna umsáturs stjórnarhersins í landinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október síðastliðnum sem Rauða krossinum hefur tekist að koma brýnustu nauðsynjum til Madaja. Byrjað var á að fara með matarpakka þangað, en á næstu dögum á að flytja þangað lyf, teppi og önnur hjálpargögn. Þúsundir manna hafa verið innikróaðar í bænum og nokkrir hafa nú þegar látist úr hungri. Í gær var einnig haldið af stað með nauðsynjar til fólks á fleiri stöðum í Sýrlandi, sem hafa verið innilokaðir vegna átaka og umsáturs annaðhvort stjórnarhersins eða uppreisnarhópa. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að nærri 400 þúsund manns þurfi á brýnni aðstoð að halda á samtals fimmtán svæðum í Sýrlandi, sem erfitt er að komast til vegna átaka og umsáturs stjórnarhersins eða uppreisnarmanna. Vandinn í heild er þó enn meiri, því meira en fjórar milljónir manna búa á átakasvæðum sem erfitt er að ferðast um. Madaja er rétt vestan við höfuðborgina Damaskus, skammt frá landamærum Líbanons. Þar eru rúmlega 40 þúsund manns sem eiga erfitt með að draga fram lífið vegna skorts á brýnustu nauðsynjum. Á samfélagsmiðlum hafa stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta undanfarna daga farið háðulegum orðum um þjáningar hinna hungrandi íbúa Madaja. Þá sögðu sumir þeirra myndir af sveltandi fólki þar hljóta að vera falsaðar. Stjórnarherinn lokaði seint í desember öllum leiðum til Madaja og krafðist þess að uppreisnarmenn þar gæfust upp. Í lok síðustu viku sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér yfirlýsingu þar sem skorað var á stjórnarherinn að opna hjálparstofnunum leið til Madaja og vísaði til þess að samkvæmt alþjóðalögum sé bannað að svelta almenna borgara í þeim tilgangi að ná yfirhöndinni í vopnuðum átökum. Stjórn Sýrlands heimilaði í kjölfarið hjálparstofnunum að fara með nauðsynjar til Madaja og fleiri svæða, sem einangruð hafa verið vegna umsáturs. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Bílalest, hlaðin nauðsynjavörum, hélt í gær af stað til bæjarins Madaja í Sýrlandi þar sem íbúar hafa liðið skort mánuðum saman vegna umsáturs stjórnarhersins í landinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október síðastliðnum sem Rauða krossinum hefur tekist að koma brýnustu nauðsynjum til Madaja. Byrjað var á að fara með matarpakka þangað, en á næstu dögum á að flytja þangað lyf, teppi og önnur hjálpargögn. Þúsundir manna hafa verið innikróaðar í bænum og nokkrir hafa nú þegar látist úr hungri. Í gær var einnig haldið af stað með nauðsynjar til fólks á fleiri stöðum í Sýrlandi, sem hafa verið innilokaðir vegna átaka og umsáturs annaðhvort stjórnarhersins eða uppreisnarhópa. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að nærri 400 þúsund manns þurfi á brýnni aðstoð að halda á samtals fimmtán svæðum í Sýrlandi, sem erfitt er að komast til vegna átaka og umsáturs stjórnarhersins eða uppreisnarmanna. Vandinn í heild er þó enn meiri, því meira en fjórar milljónir manna búa á átakasvæðum sem erfitt er að ferðast um. Madaja er rétt vestan við höfuðborgina Damaskus, skammt frá landamærum Líbanons. Þar eru rúmlega 40 þúsund manns sem eiga erfitt með að draga fram lífið vegna skorts á brýnustu nauðsynjum. Á samfélagsmiðlum hafa stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta undanfarna daga farið háðulegum orðum um þjáningar hinna hungrandi íbúa Madaja. Þá sögðu sumir þeirra myndir af sveltandi fólki þar hljóta að vera falsaðar. Stjórnarherinn lokaði seint í desember öllum leiðum til Madaja og krafðist þess að uppreisnarmenn þar gæfust upp. Í lok síðustu viku sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér yfirlýsingu þar sem skorað var á stjórnarherinn að opna hjálparstofnunum leið til Madaja og vísaði til þess að samkvæmt alþjóðalögum sé bannað að svelta almenna borgara í þeim tilgangi að ná yfirhöndinni í vopnuðum átökum. Stjórn Sýrlands heimilaði í kjölfarið hjálparstofnunum að fara með nauðsynjar til Madaja og fleiri svæða, sem einangruð hafa verið vegna umsáturs.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira