Hjálpargögn send til Madaja Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. janúar 2016 07:00 Bílalest með hjálpargögn leggur af stað frá höfuðborginni Damaskus til Madaja. Nordicphotos/AFP Bílalest, hlaðin nauðsynjavörum, hélt í gær af stað til bæjarins Madaja í Sýrlandi þar sem íbúar hafa liðið skort mánuðum saman vegna umsáturs stjórnarhersins í landinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október síðastliðnum sem Rauða krossinum hefur tekist að koma brýnustu nauðsynjum til Madaja. Byrjað var á að fara með matarpakka þangað, en á næstu dögum á að flytja þangað lyf, teppi og önnur hjálpargögn. Þúsundir manna hafa verið innikróaðar í bænum og nokkrir hafa nú þegar látist úr hungri. Í gær var einnig haldið af stað með nauðsynjar til fólks á fleiri stöðum í Sýrlandi, sem hafa verið innilokaðir vegna átaka og umsáturs annaðhvort stjórnarhersins eða uppreisnarhópa. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að nærri 400 þúsund manns þurfi á brýnni aðstoð að halda á samtals fimmtán svæðum í Sýrlandi, sem erfitt er að komast til vegna átaka og umsáturs stjórnarhersins eða uppreisnarmanna. Vandinn í heild er þó enn meiri, því meira en fjórar milljónir manna búa á átakasvæðum sem erfitt er að ferðast um. Madaja er rétt vestan við höfuðborgina Damaskus, skammt frá landamærum Líbanons. Þar eru rúmlega 40 þúsund manns sem eiga erfitt með að draga fram lífið vegna skorts á brýnustu nauðsynjum. Á samfélagsmiðlum hafa stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta undanfarna daga farið háðulegum orðum um þjáningar hinna hungrandi íbúa Madaja. Þá sögðu sumir þeirra myndir af sveltandi fólki þar hljóta að vera falsaðar. Stjórnarherinn lokaði seint í desember öllum leiðum til Madaja og krafðist þess að uppreisnarmenn þar gæfust upp. Í lok síðustu viku sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér yfirlýsingu þar sem skorað var á stjórnarherinn að opna hjálparstofnunum leið til Madaja og vísaði til þess að samkvæmt alþjóðalögum sé bannað að svelta almenna borgara í þeim tilgangi að ná yfirhöndinni í vopnuðum átökum. Stjórn Sýrlands heimilaði í kjölfarið hjálparstofnunum að fara með nauðsynjar til Madaja og fleiri svæða, sem einangruð hafa verið vegna umsáturs. Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Bílalest, hlaðin nauðsynjavörum, hélt í gær af stað til bæjarins Madaja í Sýrlandi þar sem íbúar hafa liðið skort mánuðum saman vegna umsáturs stjórnarhersins í landinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan í október síðastliðnum sem Rauða krossinum hefur tekist að koma brýnustu nauðsynjum til Madaja. Byrjað var á að fara með matarpakka þangað, en á næstu dögum á að flytja þangað lyf, teppi og önnur hjálpargögn. Þúsundir manna hafa verið innikróaðar í bænum og nokkrir hafa nú þegar látist úr hungri. Í gær var einnig haldið af stað með nauðsynjar til fólks á fleiri stöðum í Sýrlandi, sem hafa verið innilokaðir vegna átaka og umsáturs annaðhvort stjórnarhersins eða uppreisnarhópa. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að nærri 400 þúsund manns þurfi á brýnni aðstoð að halda á samtals fimmtán svæðum í Sýrlandi, sem erfitt er að komast til vegna átaka og umsáturs stjórnarhersins eða uppreisnarmanna. Vandinn í heild er þó enn meiri, því meira en fjórar milljónir manna búa á átakasvæðum sem erfitt er að ferðast um. Madaja er rétt vestan við höfuðborgina Damaskus, skammt frá landamærum Líbanons. Þar eru rúmlega 40 þúsund manns sem eiga erfitt með að draga fram lífið vegna skorts á brýnustu nauðsynjum. Á samfélagsmiðlum hafa stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta undanfarna daga farið háðulegum orðum um þjáningar hinna hungrandi íbúa Madaja. Þá sögðu sumir þeirra myndir af sveltandi fólki þar hljóta að vera falsaðar. Stjórnarherinn lokaði seint í desember öllum leiðum til Madaja og krafðist þess að uppreisnarmenn þar gæfust upp. Í lok síðustu viku sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér yfirlýsingu þar sem skorað var á stjórnarherinn að opna hjálparstofnunum leið til Madaja og vísaði til þess að samkvæmt alþjóðalögum sé bannað að svelta almenna borgara í þeim tilgangi að ná yfirhöndinni í vopnuðum átökum. Stjórn Sýrlands heimilaði í kjölfarið hjálparstofnunum að fara með nauðsynjar til Madaja og fleiri svæða, sem einangruð hafa verið vegna umsáturs.
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira