ESB hyggst gera gagngerar breytingar á Dyflinnarreglugerðinni Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2016 10:05 Straumur flóttafólks til Evrópu var gríðarlegur á síðasta ári. Vísir/AFP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun að öllum líkindum leggja til í mars að gagngerar breytingar verði gerðar á Dyflinnarreglugerðinni svokölluðu. Að sögn Financial Times verður reglan um að flóttamaður beri að sækja um hæli í því Schengen-ríki sem hann kemur fyrst til felld úr gildi. Í frétt FT kemur fram að líklegt þyki að tillaga um breytingar á Dyflinnarreglugerðinni verði lögð fram í mars og sé búist við miklum mótbárum frá fjölda aðildarríkja. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs sambandsins, sagði í gær að aðildarríki ESB hefðu tvo mánuði til að ná almennilegri stjórn á flóttamannavandanum. Sagði hann Schengen-samstarfið í hættu. Erfiðlega gekk að framfylgja ákvæðum reglugerðarinnar á síðasta ári, auk þess að Þjóðverjar hættu að beita henni í ákveðnum tilviku. Auk þess hafa langflestir flóttamenn komið til álfunnar um Ítalíu og Grikkland og er áætlað að um 850 þúsund manns hafi komið til Grikklands og 200 þúsund til Ítalíu á síðasta ári. Reglugerðin var á sínum tíma ekki hönnuð með slíkan fjölda hælisleitenda í huga. Dyflinnarreglugerðin felur í sér viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða Schengen-ríki beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar sem einstaklingur leggur fram í einu aðildarríkja Schengen-svæðisins. Er því ætlað að koma í veg fyrir að ríkisborgari þriðja ríkis ferðist á milli Schengen-landanna og sæki um hæli í hverju ríki. Samkvæmt reglugerðinni á aðili að sækja um hæli í því landi á svæðinu, sem hann kemur fyrst til. Nánar má lesa um reglugerðina á Evrópuvefnum. Tengdar fréttir Tusk: ESB verður að ná stjórn á flóttamannavandanum innan tveggja mánaða Forseti leiðtogaráðs ESB segir Schengen-samstarfið undir. 19. janúar 2016 16:16 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun að öllum líkindum leggja til í mars að gagngerar breytingar verði gerðar á Dyflinnarreglugerðinni svokölluðu. Að sögn Financial Times verður reglan um að flóttamaður beri að sækja um hæli í því Schengen-ríki sem hann kemur fyrst til felld úr gildi. Í frétt FT kemur fram að líklegt þyki að tillaga um breytingar á Dyflinnarreglugerðinni verði lögð fram í mars og sé búist við miklum mótbárum frá fjölda aðildarríkja. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs sambandsins, sagði í gær að aðildarríki ESB hefðu tvo mánuði til að ná almennilegri stjórn á flóttamannavandanum. Sagði hann Schengen-samstarfið í hættu. Erfiðlega gekk að framfylgja ákvæðum reglugerðarinnar á síðasta ári, auk þess að Þjóðverjar hættu að beita henni í ákveðnum tilviku. Auk þess hafa langflestir flóttamenn komið til álfunnar um Ítalíu og Grikkland og er áætlað að um 850 þúsund manns hafi komið til Grikklands og 200 þúsund til Ítalíu á síðasta ári. Reglugerðin var á sínum tíma ekki hönnuð með slíkan fjölda hælisleitenda í huga. Dyflinnarreglugerðin felur í sér viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða Schengen-ríki beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar sem einstaklingur leggur fram í einu aðildarríkja Schengen-svæðisins. Er því ætlað að koma í veg fyrir að ríkisborgari þriðja ríkis ferðist á milli Schengen-landanna og sæki um hæli í hverju ríki. Samkvæmt reglugerðinni á aðili að sækja um hæli í því landi á svæðinu, sem hann kemur fyrst til. Nánar má lesa um reglugerðina á Evrópuvefnum.
Tengdar fréttir Tusk: ESB verður að ná stjórn á flóttamannavandanum innan tveggja mánaða Forseti leiðtogaráðs ESB segir Schengen-samstarfið undir. 19. janúar 2016 16:16 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Tusk: ESB verður að ná stjórn á flóttamannavandanum innan tveggja mánaða Forseti leiðtogaráðs ESB segir Schengen-samstarfið undir. 19. janúar 2016 16:16