"Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2016 16:17 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti sig andsnúinn afstöðu ríkisstjórnarinnar til viðskiptaþvingana gegn Rússum á þingi í morgun. Furðaði hann sig á afstöðu vinstriflokkanna í málinu og gagnrýndi sérstaklega Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, fyrir ummæli hennar um að þingmenn sem hafi tekið undir gagnrýni útgerðarinnar á þvinganirnar hafi fengið styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar.Birgitta Jónsdóttir þingmaður.Vísir/Stefán„Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. Janúar síðastliðinn, þar sem fjallaði um viðskiptabannið, segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar aur og lygum en því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá hæstvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur,“ sagði hann. Ummæli Ásmundar um Birgittu vöktu viðbrögð annarra þingmanna í salnum sem kölluðu fram í hvort ekki væri of langt gengið. Birgitta sagði síðar á fundinum í athugasemd við fundarstjórn forseta að Ásmundur hefði fengið gríðarlega há framlög frá útgerðinni fyrir kosningarnar 2013. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann. Og ég bendi fólki á að þetta finnur maður með einfaldri leit og þar er fremstur á blaði háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson með gríðarlega mikil fjárframlög frá útgerðinni,“ sagði hún og vitnaði til ganga á vef Ríkisendurskoðunar. Ásmundur hafnaði því að hafa gengið erinda þeirra fyrirtækja sem hefðu styrkt hann fyrir prófkjörið og sagðist ekki vita betur en að hafa fengið styrk upp á 100 þúsund krónur frá útgerðinni. Samkvæmt gögnunum fékk Ásmundur 450 þúsund krónur af 982.500 króna styrkjum frá fyrirtækjum frá félögum tengdum sjávarútvegi. Til viðbótar fékk hann svo 100 þúsund krónur frá fyrirtækinu Lýsi sem framleiðir olíu og feiti úr fisk. Yfirlit yfir styrkgreiðslur til Ásmundar samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar og fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra:Bergraf ehf, 100.000 kr., Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðisBergur‐Huginn ehf, 100.000 kr., Útgerð fiskiskipaBjarndal ehf, 50.000 kr., LögfræðiþjónustaGröfuþjónusta Tryggva ehf, 100.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiHáteigur fiskverkun ehf, 100.000 kr., Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýraHenson Sporst Europe, 25.000 kr., Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutumHótel Keflavík ehf, 30.000 kr., Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustuLýsi hf, 100.000 kr., Framleiðsla á olíu og feitiNesfiskur ehf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýraOSB Lagnir ehf, 50.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiRekan ehf, 30.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiSjúkraþjálfun Elíasa, 7.500 kr., Starfsemi sjúkraþjálfaraVísir hf, 50.000 kr., Útgerð fiskiskipaVSÓ Ráðgjöf ehf, 40.000 kr., Starfsemi verkfræðingaÞorbjörn hf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra Alþingi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti sig andsnúinn afstöðu ríkisstjórnarinnar til viðskiptaþvingana gegn Rússum á þingi í morgun. Furðaði hann sig á afstöðu vinstriflokkanna í málinu og gagnrýndi sérstaklega Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, fyrir ummæli hennar um að þingmenn sem hafi tekið undir gagnrýni útgerðarinnar á þvinganirnar hafi fengið styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar.Birgitta Jónsdóttir þingmaður.Vísir/Stefán„Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. Janúar síðastliðinn, þar sem fjallaði um viðskiptabannið, segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar aur og lygum en því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá hæstvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur,“ sagði hann. Ummæli Ásmundar um Birgittu vöktu viðbrögð annarra þingmanna í salnum sem kölluðu fram í hvort ekki væri of langt gengið. Birgitta sagði síðar á fundinum í athugasemd við fundarstjórn forseta að Ásmundur hefði fengið gríðarlega há framlög frá útgerðinni fyrir kosningarnar 2013. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann. Og ég bendi fólki á að þetta finnur maður með einfaldri leit og þar er fremstur á blaði háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson með gríðarlega mikil fjárframlög frá útgerðinni,“ sagði hún og vitnaði til ganga á vef Ríkisendurskoðunar. Ásmundur hafnaði því að hafa gengið erinda þeirra fyrirtækja sem hefðu styrkt hann fyrir prófkjörið og sagðist ekki vita betur en að hafa fengið styrk upp á 100 þúsund krónur frá útgerðinni. Samkvæmt gögnunum fékk Ásmundur 450 þúsund krónur af 982.500 króna styrkjum frá fyrirtækjum frá félögum tengdum sjávarútvegi. Til viðbótar fékk hann svo 100 þúsund krónur frá fyrirtækinu Lýsi sem framleiðir olíu og feiti úr fisk. Yfirlit yfir styrkgreiðslur til Ásmundar samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar og fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra:Bergraf ehf, 100.000 kr., Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðisBergur‐Huginn ehf, 100.000 kr., Útgerð fiskiskipaBjarndal ehf, 50.000 kr., LögfræðiþjónustaGröfuþjónusta Tryggva ehf, 100.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiHáteigur fiskverkun ehf, 100.000 kr., Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýraHenson Sporst Europe, 25.000 kr., Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutumHótel Keflavík ehf, 30.000 kr., Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustuLýsi hf, 100.000 kr., Framleiðsla á olíu og feitiNesfiskur ehf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýraOSB Lagnir ehf, 50.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiRekan ehf, 30.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiSjúkraþjálfun Elíasa, 7.500 kr., Starfsemi sjúkraþjálfaraVísir hf, 50.000 kr., Útgerð fiskiskipaVSÓ Ráðgjöf ehf, 40.000 kr., Starfsemi verkfræðingaÞorbjörn hf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra
Alþingi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira