Clinton eykur bilið milli sín og Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2016 10:22 Clinton og Trump bítast um Hvíta húsið. Vísir/AFP Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, eykur enn á forskot sitt á keppinaut sinn Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana. Í nýjum skoðanakönnunum sem birtar voru í gær er Clinton með allt að fimmtán prósenta forskot á Trump. Í könnun sem framkvæmd var af McClatchy-Marist mældist Clinton með 48 prósent fylgi en Trump aðeins 33 prósent en könnunin var framkvæmd um það leyti sem Trump deildi opinberlega við foreldra stríðshetjurnar Humayun Khan sem lést í Írak 2004. Í síðustu könnun McClatchy-Marist var Clinton aðeins með þriggja prósentustiga forskot. Clinton leiðir með níu prósentustigum í sameiginlegri könnun NBC News og Wall Street Journal, 47 prósent gegn 38 prósentum, og bætir þar við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun NBC og WSJ sem framkvæmd var í upphafi síðasta mánaðar.Sjá einnig: Clinton á hraðri uppleið í könnunumAthygli vekur að Clinton bætir verulega við sig þegar fylgi á meðal karla er einungis skoðað í könnun NBC og WSJ. Þar bætir hún við sig 22 prósentustigum og leiðir Trump með átta prósentustigum. Clinton nýtur einnig áfram yfirgnæfandi stuðnings meðal kvenna í könnunni. Búist var við að Clinton myndi bæta við sig fylgi eftir alla athyglina sem hún fékk á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. Þessar fylgissveiflur í kjölfar flokksþinganna eru vel þekktar í bandarískum stjórnmálum. Þær eiga til að jafnast út þegar frá líður, en þetta árið virðist uppsveifla Clinton verða stærri en uppsveifla Trump.Á vefsíðu Huffington Post má finna samantekt yfir þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna sem haldnar verða í nóvember. Þar má sjá að Clinton leiðir með 47 prósenta fylgi gegn 39,7 fylgi Trump. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur skilið töluvert á milli frambjóðendanna tveggja á undanförnum dögum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, eykur enn á forskot sitt á keppinaut sinn Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana. Í nýjum skoðanakönnunum sem birtar voru í gær er Clinton með allt að fimmtán prósenta forskot á Trump. Í könnun sem framkvæmd var af McClatchy-Marist mældist Clinton með 48 prósent fylgi en Trump aðeins 33 prósent en könnunin var framkvæmd um það leyti sem Trump deildi opinberlega við foreldra stríðshetjurnar Humayun Khan sem lést í Írak 2004. Í síðustu könnun McClatchy-Marist var Clinton aðeins með þriggja prósentustiga forskot. Clinton leiðir með níu prósentustigum í sameiginlegri könnun NBC News og Wall Street Journal, 47 prósent gegn 38 prósentum, og bætir þar við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun NBC og WSJ sem framkvæmd var í upphafi síðasta mánaðar.Sjá einnig: Clinton á hraðri uppleið í könnunumAthygli vekur að Clinton bætir verulega við sig þegar fylgi á meðal karla er einungis skoðað í könnun NBC og WSJ. Þar bætir hún við sig 22 prósentustigum og leiðir Trump með átta prósentustigum. Clinton nýtur einnig áfram yfirgnæfandi stuðnings meðal kvenna í könnunni. Búist var við að Clinton myndi bæta við sig fylgi eftir alla athyglina sem hún fékk á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. Þessar fylgissveiflur í kjölfar flokksþinganna eru vel þekktar í bandarískum stjórnmálum. Þær eiga til að jafnast út þegar frá líður, en þetta árið virðist uppsveifla Clinton verða stærri en uppsveifla Trump.Á vefsíðu Huffington Post má finna samantekt yfir þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna sem haldnar verða í nóvember. Þar má sjá að Clinton leiðir með 47 prósenta fylgi gegn 39,7 fylgi Trump. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur skilið töluvert á milli frambjóðendanna tveggja á undanförnum dögum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00
Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10
Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24