Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands Óvíst er hvort Ólafur Ragnar Grímsson myndi sitja í embætti forseta næstu fjögur árin, jafnvel þótt hann yrði endurkjörinn í sumar. Hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta að nýju en hann hafði áður sagt, í nýársávarpi sínu, að hann myndi láta af embætti í sumar. Hann segist með þessu vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur. „Aðalatriðið í þessari stöðu er að við stöndum frammi fyrir miklum vanda. Af hverju haldið þið að þúsundir manna hafi verið fyrir framan Alþingi? Af hverju haldið þið að forsætisráðherrann hafi sagt af sér?“ spurði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þegar hann rökstuddi ákvörðun sína á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær „Ef málin skipast þannig á næstu misserum eða árum að allt verður komið í ró og spekt og hugur þjóðarinnar er þannig stemmdur að fólk sé tilbúið að ganga til forsetakosninga fyrr en ella þá mun ekki standa á mér í þeim efnum. En ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir í þeim efnum,“ sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. „Þessi ákvörðun hefur verið svona í hægri fæðingu, kannski síðustu þrjá, fjóra sólarhringana,“ sagði forsetinn. Hann hefði áttað sig á því að hann yrði að bregðast við þeirri hvatningu sem hann hefði fengið. „Fram að þeim tíma hlustaði ég á það, velti því fyrir mér og taldi ekki að ég yrði að fara að bregðast við þeim. Síðan var þunginn orðinn með þeim hætti að ég taldi stöðuna vera þannig að ég yrði að taka á því.“ Ólafur Ragnar sagði að traust skorti í samfélaginu. „Það er ekki öryggistilfinning. Það er mikil óvissa. Það er skortur á heillavænlegri sambúð þings og þjóðar. Fólkið í landinu sér sig tilknúið að rísa upp hvað eftir annað og fjölmenna á Austurvöll, dag eftir dag. Hér fyrr á árum liðu oft mörg ár, jafnvel áratugir, milli þess sem fólk fór á Austurvöll til þess að mótmæla. Og það er í þessu ástandi sem gerð er krafan um það að ég víki ekki af velli, að ég standi þessa vakt áfram. Það er kjarninn í minni afstöðu,“ sagði Ólafur Ragnar. Í yfirlýsingunni sagði forsetinn öldur mótmæla sýna að ástandið á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ „Ég er nú ekkert kominn svo langt að vera farinn að velta kosningabaráttu fyrir mér. Síðast þegar ég fór í framboð þá borgaði ég nú sjálfur verulegan hluta af þeim kostnaði. Ég ætla mér nú ekki að heyja einhverja dýra kosningabaráttu,“ sagði Ólafur Ragnar spurður um það hvernig hann myndi fjármagna kosningabaráttu sína. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar í dag Ekki er vitað hvert tilefnið er. 18. apríl 2016 10:46 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Óvíst er hvort Ólafur Ragnar Grímsson myndi sitja í embætti forseta næstu fjögur árin, jafnvel þótt hann yrði endurkjörinn í sumar. Hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta að nýju en hann hafði áður sagt, í nýársávarpi sínu, að hann myndi láta af embætti í sumar. Hann segist með þessu vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur. „Aðalatriðið í þessari stöðu er að við stöndum frammi fyrir miklum vanda. Af hverju haldið þið að þúsundir manna hafi verið fyrir framan Alþingi? Af hverju haldið þið að forsætisráðherrann hafi sagt af sér?“ spurði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þegar hann rökstuddi ákvörðun sína á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær „Ef málin skipast þannig á næstu misserum eða árum að allt verður komið í ró og spekt og hugur þjóðarinnar er þannig stemmdur að fólk sé tilbúið að ganga til forsetakosninga fyrr en ella þá mun ekki standa á mér í þeim efnum. En ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir í þeim efnum,“ sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. „Þessi ákvörðun hefur verið svona í hægri fæðingu, kannski síðustu þrjá, fjóra sólarhringana,“ sagði forsetinn. Hann hefði áttað sig á því að hann yrði að bregðast við þeirri hvatningu sem hann hefði fengið. „Fram að þeim tíma hlustaði ég á það, velti því fyrir mér og taldi ekki að ég yrði að fara að bregðast við þeim. Síðan var þunginn orðinn með þeim hætti að ég taldi stöðuna vera þannig að ég yrði að taka á því.“ Ólafur Ragnar sagði að traust skorti í samfélaginu. „Það er ekki öryggistilfinning. Það er mikil óvissa. Það er skortur á heillavænlegri sambúð þings og þjóðar. Fólkið í landinu sér sig tilknúið að rísa upp hvað eftir annað og fjölmenna á Austurvöll, dag eftir dag. Hér fyrr á árum liðu oft mörg ár, jafnvel áratugir, milli þess sem fólk fór á Austurvöll til þess að mótmæla. Og það er í þessu ástandi sem gerð er krafan um það að ég víki ekki af velli, að ég standi þessa vakt áfram. Það er kjarninn í minni afstöðu,“ sagði Ólafur Ragnar. Í yfirlýsingunni sagði forsetinn öldur mótmæla sýna að ástandið á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ „Ég er nú ekkert kominn svo langt að vera farinn að velta kosningabaráttu fyrir mér. Síðast þegar ég fór í framboð þá borgaði ég nú sjálfur verulegan hluta af þeim kostnaði. Ég ætla mér nú ekki að heyja einhverja dýra kosningabaráttu,“ sagði Ólafur Ragnar spurður um það hvernig hann myndi fjármagna kosningabaráttu sína.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar í dag Ekki er vitað hvert tilefnið er. 18. apríl 2016 10:46 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15
Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar í dag Ekki er vitað hvert tilefnið er. 18. apríl 2016 10:46