Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 14:16 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, talaði um mótmælin undanfarið í yfirlýsingu VÍSIR Sara Elísa Þórðardóttir, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem er einn af þeim grasrótarsamtökum sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarið, segir að það hafi ekki verið ein af kröfum mótmælenda að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi gefa kost á sér áfram í það embætti. „Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram. Það er ekki alveg það sem við höfðum búist við enda er það ekki í takt við það sem mótmælin snerust um. Mótmælin voru viðbrögð við Panama-skjölunum og því sem ríkisstjórnin hefur gert og ekki gert. Það er því vissulega einkennilegt að hann skuli hafa tengt mótmælin svona mikið við þessa ákvörðun sína,“ segir Sara í samtali við Vísi.Ræddu ekki framboð á fundi með forsetanum Jæja-hópurinn fundaði með Ólafi Ragnari þann 7. apríl síðastliðinn, sama dag og ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar var mynduð. Þremur dögum áður höfðu einhver fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar farið fram á Austurvelli þar sem þess var krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér sem forsætisráðherra og að þingkosningar yrðu strax. Aðspurð hvort eitthvað hafi verið rætt um forsetaframboð Ólafs Ragnars á þeim fundi segir Sara: „Nei, við vorum bara að gera grein fyrir ástæðum þess að við höfðum skipulagt mótmælin. Það var aldrei á neinum tímapunkti rætt um forsetaframboð að mig minnir.“Ætla að halda áfram að mótmæla Þrátt fyrir að Jæja-hópurinn sé kannski ekki alls kostar sáttur við að Ólafur Ragnar hafi ítrekað vísað í mótmælin í yfirlýsingu sinni í gær leggur Sara engu að síður áherslu á að hópurinn taki enga afstöðu til framboðs Ólafs Ragnars enda sé hverjum þeim sem uppfyllir skilyrði til forsetaframboðs frjálst að bjóða sig fram.En hvernig er staðan á mótmælunum þessa dagana? Munu þið halda áfram að mótmæla? „Já, við munum gera það. Við treystum því ekki að kosningar verði í haust fyrr en það er komin dagsetning á kjördag. Kröfunum hefur ekki verið mætt og á meðan ástandið er eins og það er þá höldum við mótmælunum áfram,“ segir Sara. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sara Elísa Þórðardóttir, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem er einn af þeim grasrótarsamtökum sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarið, segir að það hafi ekki verið ein af kröfum mótmælenda að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi gefa kost á sér áfram í það embætti. „Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram. Það er ekki alveg það sem við höfðum búist við enda er það ekki í takt við það sem mótmælin snerust um. Mótmælin voru viðbrögð við Panama-skjölunum og því sem ríkisstjórnin hefur gert og ekki gert. Það er því vissulega einkennilegt að hann skuli hafa tengt mótmælin svona mikið við þessa ákvörðun sína,“ segir Sara í samtali við Vísi.Ræddu ekki framboð á fundi með forsetanum Jæja-hópurinn fundaði með Ólafi Ragnari þann 7. apríl síðastliðinn, sama dag og ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar var mynduð. Þremur dögum áður höfðu einhver fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar farið fram á Austurvelli þar sem þess var krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér sem forsætisráðherra og að þingkosningar yrðu strax. Aðspurð hvort eitthvað hafi verið rætt um forsetaframboð Ólafs Ragnars á þeim fundi segir Sara: „Nei, við vorum bara að gera grein fyrir ástæðum þess að við höfðum skipulagt mótmælin. Það var aldrei á neinum tímapunkti rætt um forsetaframboð að mig minnir.“Ætla að halda áfram að mótmæla Þrátt fyrir að Jæja-hópurinn sé kannski ekki alls kostar sáttur við að Ólafur Ragnar hafi ítrekað vísað í mótmælin í yfirlýsingu sinni í gær leggur Sara engu að síður áherslu á að hópurinn taki enga afstöðu til framboðs Ólafs Ragnars enda sé hverjum þeim sem uppfyllir skilyrði til forsetaframboðs frjálst að bjóða sig fram.En hvernig er staðan á mótmælunum þessa dagana? Munu þið halda áfram að mótmæla? „Já, við munum gera það. Við treystum því ekki að kosningar verði í haust fyrr en það er komin dagsetning á kjördag. Kröfunum hefur ekki verið mætt og á meðan ástandið er eins og það er þá höldum við mótmælunum áfram,“ segir Sara.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22
Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00
Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56