Arnór Ingvi Traustason og félagar í Rapid Vín urðu að sætta sig við jafntefli, 1-1, gegn Sassuolo í Evrópudeildinni í kvöld.
Arnór Ingvi var í byrjunarliði Rapid en fór af velli á 73. mínútu.
Bæði lið eru með fjögur stig eftir leikinn en öll lið riðilsins voru með þrjú stig fyrir leikinn.
Genk er komið í toppsætið eftir 2-0 sigur á Athletic frá Spáni.

