Sænskur blaðamaður um Lars: „Við vorum orðnir gráðugir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 10:30 „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var,“ segir Robert Börjesson. Vísir/Vilhelm Sænska pressan var hætt að láta sér nægja að komast á stórmót. Krafan var orðin að vinna titla. Það var óraunhæf krafa segir sænskur blaðamaður. Samskipti íslenskra blaðamanna við Lars Lagerbäck hefur verið afar gott en sjálfur hefur hann kvartað yfir sænsku pressunni og þeirra samskiptum á árum áður. Robert Börjesson, íþróttafréttamaður hjá Expressen, segir að Lars hafi verið orðinn pirraður á sænsku fréttamönnunum.Krafa um titil „Við vorum oðrnir nokkuð gráðugir. Við komumst á hvert stórmótið á fætur öðru en gleymdum að við erum lítil þjóð,“ segir Börjesson og talar tölfræðin sínu máli. Svíar fóru á EM 2000, 2004 og 2008 og sömuleiðis á HM 2002 og 2006. Svíar komust ekki upp úr riðlinum á EM í Austurríki og Sviss 2008 sem voru vonbrigði. „Við vorum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut að komast á stórmót. Okkur fannst vera kominn tími á að vinna titla í staðinn fyrir að vera ánægð með að komast í keppnina,“ segir Börjesson og rifjar upp mótið í Austurríki og Sviss. Þar töpuðu Svíar 2-0 gegn Rússum í lokaleik riðilsins og voru úr leik. Blaðamenn biðu Lagerbäck á flugvellinum og spurðu ásakandi: „Ætlarðu að segja af þér Lars?“Aldrei jafndáður og nú Lars framlengdi hins vegar samninginn og kláraði undankeppni HM 2010 þar sem farið var að anda köldu á milli fréttamanna og hans. Svíar voru hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina en tap gegn Dönum í næstsíðustu umferðinni þýddi að möguleikinn var úr sögunni. Börjesson segir að nú, sjö árum síðar, sé staðan allt önnur. „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var.“ Erik Hamrén tók við liðinu af Lars og lofaði sókndjörfum og skapandi bolta. Hann hafi hins vegar gleymt því að Svíar eru ekki sókndjarfir og skapandi heldur skipulagðir. „Við vorum kramdir,“ segir Börjesson og rifjar upp 4-1 tap gegn Hollendingum í undankeppni EM 2012. Þar hafi Svíar reynt að fella Hollendinga á eigin bragði en það hafi sannarlega klikkað. Smátt og smátt hafi Hamrén áttað sig á þessu og Svíþjóð smám saman orðið að Lagerbäck liði aftur, eins og Börjesson kemst að orði.Halda með Íslandi Svíar lögðu Dani í umspili um sæti á EM í Frakklandi. Börjesson fullyrðir að þeir hefðu aldrei unnið sigur hefði uppleggið ekki verið úr smiðju Lars. „Ég veit að margir Íslendingar velta fyrir sér hvers vegna við leyfðum honum að fara. Margir Svíar hugsa eins í dag,“ segir Börjesson en þakkar fyrir að Hamrén vinni eftir svipaðri hugmyndafræði í dag. Að hans sögn halda Svíar mikið með Íslandi, það sé klárlega þeirra b-lið. „Ekki bara útaf Lars heldur eru margir Svíar hrifnir af íslenska liðinu. Þið eruð svo lítið land, Leicester Evrópumótsins, en með marga frábæra leikmenn eins og Gylfa Þór Sigurðsosn. Kynslóðin sem fór á EM 21 árs liða sumarið 2011 hafi verið frábært og gaman sé að fylgjast með þróuninni. „Þegar Lars fer munum við áfram halda með Íslandi.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira
Sænska pressan var hætt að láta sér nægja að komast á stórmót. Krafan var orðin að vinna titla. Það var óraunhæf krafa segir sænskur blaðamaður. Samskipti íslenskra blaðamanna við Lars Lagerbäck hefur verið afar gott en sjálfur hefur hann kvartað yfir sænsku pressunni og þeirra samskiptum á árum áður. Robert Börjesson, íþróttafréttamaður hjá Expressen, segir að Lars hafi verið orðinn pirraður á sænsku fréttamönnunum.Krafa um titil „Við vorum oðrnir nokkuð gráðugir. Við komumst á hvert stórmótið á fætur öðru en gleymdum að við erum lítil þjóð,“ segir Börjesson og talar tölfræðin sínu máli. Svíar fóru á EM 2000, 2004 og 2008 og sömuleiðis á HM 2002 og 2006. Svíar komust ekki upp úr riðlinum á EM í Austurríki og Sviss 2008 sem voru vonbrigði. „Við vorum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut að komast á stórmót. Okkur fannst vera kominn tími á að vinna titla í staðinn fyrir að vera ánægð með að komast í keppnina,“ segir Börjesson og rifjar upp mótið í Austurríki og Sviss. Þar töpuðu Svíar 2-0 gegn Rússum í lokaleik riðilsins og voru úr leik. Blaðamenn biðu Lagerbäck á flugvellinum og spurðu ásakandi: „Ætlarðu að segja af þér Lars?“Aldrei jafndáður og nú Lars framlengdi hins vegar samninginn og kláraði undankeppni HM 2010 þar sem farið var að anda köldu á milli fréttamanna og hans. Svíar voru hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina en tap gegn Dönum í næstsíðustu umferðinni þýddi að möguleikinn var úr sögunni. Börjesson segir að nú, sjö árum síðar, sé staðan allt önnur. „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var.“ Erik Hamrén tók við liðinu af Lars og lofaði sókndjörfum og skapandi bolta. Hann hafi hins vegar gleymt því að Svíar eru ekki sókndjarfir og skapandi heldur skipulagðir. „Við vorum kramdir,“ segir Börjesson og rifjar upp 4-1 tap gegn Hollendingum í undankeppni EM 2012. Þar hafi Svíar reynt að fella Hollendinga á eigin bragði en það hafi sannarlega klikkað. Smátt og smátt hafi Hamrén áttað sig á þessu og Svíþjóð smám saman orðið að Lagerbäck liði aftur, eins og Börjesson kemst að orði.Halda með Íslandi Svíar lögðu Dani í umspili um sæti á EM í Frakklandi. Börjesson fullyrðir að þeir hefðu aldrei unnið sigur hefði uppleggið ekki verið úr smiðju Lars. „Ég veit að margir Íslendingar velta fyrir sér hvers vegna við leyfðum honum að fara. Margir Svíar hugsa eins í dag,“ segir Börjesson en þakkar fyrir að Hamrén vinni eftir svipaðri hugmyndafræði í dag. Að hans sögn halda Svíar mikið með Íslandi, það sé klárlega þeirra b-lið. „Ekki bara útaf Lars heldur eru margir Svíar hrifnir af íslenska liðinu. Þið eruð svo lítið land, Leicester Evrópumótsins, en með marga frábæra leikmenn eins og Gylfa Þór Sigurðsosn. Kynslóðin sem fór á EM 21 árs liða sumarið 2011 hafi verið frábært og gaman sé að fylgjast með þróuninni. „Þegar Lars fer munum við áfram halda með Íslandi.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira