Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. október 2015 19:15 Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir er lögmaður íslensku konunnar. VÍSIR/SKJÁSKOT Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en henni hefur verið veitt leyfi frá störfum vegna málsins. Konan var búsett í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem hún stundaði nám í læknisfræði en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan sem sakar hana um verknaðinn nígerísk skólasystir hennar. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í gær en atvikið átti sér stað sumarið 2012. Ákæra var gefin út síðasta vetur en dómur verður kveðinn upp í nóvember. Fréttastofa náði tali af íslensku konunni í dag en hún er á fertugsaldri, búsett hér á landi og starfar sem læknir. Hún segir hún málið vera tilbúning og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett verknaðinn. Undanfarin þrjú ár hafi reynst henni afar erfið en hún hefur þrisvar sinnum farið til Ungverjalands til þess að gefa skýrslur og sitja réttarhöldin. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður konunnar, segir að meðferð málsins hafi verið undarleg. Til að mynda hafi ungversk yfirvöld frestað því að kveða upp dóm þegar þau komust að því að íslensk yfirvöldu vissu af málinu.„Skjólstæðingur minn heldur fram sakleysi sínu. Það má segja að málsatvik eins og hún lýsir þeim beri engan veginn saman við þau málsatvik sem lýst er í ákærunni. Maður verður bara að vona að réttarkerfið í Ungverjalandi finni réttláta lausn í málinu og túlki allan vafa sakborningi í vil. Það virðist vera töluverður vafi í málinu ef maður horfir á málsgögnin og rannsóknina í heild sinni,“ segir hún. Ingibjörg segir málið afar óvenjulegt og þungbært fyrir alla sem að því koma. Þá segir hún að meint fórnarlamb hafi ekki mætt fyrir dómstóla þegar ungversk yfirvöld óskuðu eftir því. „Hún mætti allavega ekki í síðustu fyrirtöku og við kunnum engar skýringar á því. Nú þori ég ekki, því ég hef ekki fengið þau gögn í hendurnar, en það er sagt að hún hafi viljað draga málið til baka, en að saksóknari í Ungverjalandi hafi viljað halda málinu áfram til streitu,“ segir Ingibjörg Ólöf. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en henni hefur verið veitt leyfi frá störfum vegna málsins. Konan var búsett í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem hún stundaði nám í læknisfræði en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan sem sakar hana um verknaðinn nígerísk skólasystir hennar. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í gær en atvikið átti sér stað sumarið 2012. Ákæra var gefin út síðasta vetur en dómur verður kveðinn upp í nóvember. Fréttastofa náði tali af íslensku konunni í dag en hún er á fertugsaldri, búsett hér á landi og starfar sem læknir. Hún segir hún málið vera tilbúning og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett verknaðinn. Undanfarin þrjú ár hafi reynst henni afar erfið en hún hefur þrisvar sinnum farið til Ungverjalands til þess að gefa skýrslur og sitja réttarhöldin. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður konunnar, segir að meðferð málsins hafi verið undarleg. Til að mynda hafi ungversk yfirvöld frestað því að kveða upp dóm þegar þau komust að því að íslensk yfirvöldu vissu af málinu.„Skjólstæðingur minn heldur fram sakleysi sínu. Það má segja að málsatvik eins og hún lýsir þeim beri engan veginn saman við þau málsatvik sem lýst er í ákærunni. Maður verður bara að vona að réttarkerfið í Ungverjalandi finni réttláta lausn í málinu og túlki allan vafa sakborningi í vil. Það virðist vera töluverður vafi í málinu ef maður horfir á málsgögnin og rannsóknina í heild sinni,“ segir hún. Ingibjörg segir málið afar óvenjulegt og þungbært fyrir alla sem að því koma. Þá segir hún að meint fórnarlamb hafi ekki mætt fyrir dómstóla þegar ungversk yfirvöld óskuðu eftir því. „Hún mætti allavega ekki í síðustu fyrirtöku og við kunnum engar skýringar á því. Nú þori ég ekki, því ég hef ekki fengið þau gögn í hendurnar, en það er sagt að hún hafi viljað draga málið til baka, en að saksóknari í Ungverjalandi hafi viljað halda málinu áfram til streitu,“ segir Ingibjörg Ólöf.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira