Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. október 2015 19:15 Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir er lögmaður íslensku konunnar. VÍSIR/SKJÁSKOT Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en henni hefur verið veitt leyfi frá störfum vegna málsins. Konan var búsett í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem hún stundaði nám í læknisfræði en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan sem sakar hana um verknaðinn nígerísk skólasystir hennar. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í gær en atvikið átti sér stað sumarið 2012. Ákæra var gefin út síðasta vetur en dómur verður kveðinn upp í nóvember. Fréttastofa náði tali af íslensku konunni í dag en hún er á fertugsaldri, búsett hér á landi og starfar sem læknir. Hún segir hún málið vera tilbúning og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett verknaðinn. Undanfarin þrjú ár hafi reynst henni afar erfið en hún hefur þrisvar sinnum farið til Ungverjalands til þess að gefa skýrslur og sitja réttarhöldin. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður konunnar, segir að meðferð málsins hafi verið undarleg. Til að mynda hafi ungversk yfirvöld frestað því að kveða upp dóm þegar þau komust að því að íslensk yfirvöldu vissu af málinu.„Skjólstæðingur minn heldur fram sakleysi sínu. Það má segja að málsatvik eins og hún lýsir þeim beri engan veginn saman við þau málsatvik sem lýst er í ákærunni. Maður verður bara að vona að réttarkerfið í Ungverjalandi finni réttláta lausn í málinu og túlki allan vafa sakborningi í vil. Það virðist vera töluverður vafi í málinu ef maður horfir á málsgögnin og rannsóknina í heild sinni,“ segir hún. Ingibjörg segir málið afar óvenjulegt og þungbært fyrir alla sem að því koma. Þá segir hún að meint fórnarlamb hafi ekki mætt fyrir dómstóla þegar ungversk yfirvöld óskuðu eftir því. „Hún mætti allavega ekki í síðustu fyrirtöku og við kunnum engar skýringar á því. Nú þori ég ekki, því ég hef ekki fengið þau gögn í hendurnar, en það er sagt að hún hafi viljað draga málið til baka, en að saksóknari í Ungverjalandi hafi viljað halda málinu áfram til streitu,“ segir Ingibjörg Ólöf. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en henni hefur verið veitt leyfi frá störfum vegna málsins. Konan var búsett í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem hún stundaði nám í læknisfræði en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan sem sakar hana um verknaðinn nígerísk skólasystir hennar. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í gær en atvikið átti sér stað sumarið 2012. Ákæra var gefin út síðasta vetur en dómur verður kveðinn upp í nóvember. Fréttastofa náði tali af íslensku konunni í dag en hún er á fertugsaldri, búsett hér á landi og starfar sem læknir. Hún segir hún málið vera tilbúning og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett verknaðinn. Undanfarin þrjú ár hafi reynst henni afar erfið en hún hefur þrisvar sinnum farið til Ungverjalands til þess að gefa skýrslur og sitja réttarhöldin. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður konunnar, segir að meðferð málsins hafi verið undarleg. Til að mynda hafi ungversk yfirvöld frestað því að kveða upp dóm þegar þau komust að því að íslensk yfirvöldu vissu af málinu.„Skjólstæðingur minn heldur fram sakleysi sínu. Það má segja að málsatvik eins og hún lýsir þeim beri engan veginn saman við þau málsatvik sem lýst er í ákærunni. Maður verður bara að vona að réttarkerfið í Ungverjalandi finni réttláta lausn í málinu og túlki allan vafa sakborningi í vil. Það virðist vera töluverður vafi í málinu ef maður horfir á málsgögnin og rannsóknina í heild sinni,“ segir hún. Ingibjörg segir málið afar óvenjulegt og þungbært fyrir alla sem að því koma. Þá segir hún að meint fórnarlamb hafi ekki mætt fyrir dómstóla þegar ungversk yfirvöld óskuðu eftir því. „Hún mætti allavega ekki í síðustu fyrirtöku og við kunnum engar skýringar á því. Nú þori ég ekki, því ég hef ekki fengið þau gögn í hendurnar, en það er sagt að hún hafi viljað draga málið til baka, en að saksóknari í Ungverjalandi hafi viljað halda málinu áfram til streitu,“ segir Ingibjörg Ólöf.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira