Portúgalska stórstirnið Cristiano Ronaldo segist hræðast það mest að láta lífið ungur að aldri.
Í samtali við miðilinn Livero talar Ronaldo um fjölskyldu sína og hversu miklum tíma hann eyðir með henni. Það sé ekkert mikilvægara í heiminum en fjölskyldan.
„Mín versta martröð er að deyja ungur,“ segir Ronaldo.
„Ég vil yfirgefa þennan heim sem gamall maður, kannski 80 til 90 ára. Ég reyni að gera venjulega hluti með fjölskyldunni minni, vinum mínum og syni mínum. Ég reyni oftast að vera eins venjulegur og ég get. Uppáhalds tíminn minn er þegar ég er bara að leika við drenginn minn.“
Ronaldo skoraði 61 mark í öllum keppnum fyrir Real Madrid á síðustu leiktíð.
Hræðist það mest að deyja ungur
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn




Blóðgaði dómara
Körfubolti

Var ekki nógu ánægður með Trent
Enski boltinn