Sigmundur Davíð um goslokin: „Við náttúruógn þjappar þjóðin sér saman“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2015 10:21 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/stefán Eldgosinu í Holuhrauni er nú lokið, eftir að hafa staðið í 180 daga. Í tilefni af goslokunum hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ritað grein, þar sem hann þakkar þeim fyrir sem stóðu vaktina frá því í ágúst í fyrra. Í greininni segir forsætisráðherra að barátta þjóðarinnar við náttúruöflin eigi sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Baráttan hafi mótað þjóðarsálina þannig, að þjóðin þjappi sér saman þegar hætta steðjar að og og allir leggist á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins. „Barátta þjóðarinnar við náttúruöflin á sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Náttúruváin hefur í gegnum aldirnar birst í ýmsum myndum og ekki síst í formi eldsumbrota. Baráttan hefur mótað þjóðarsálina þannig, að við náttúruógn þjappar þjóðin sér saman og allir leggjast á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins,“ segir Sigmundur í grein sinni sem birtist á vef ráðuneytisins. Þar kemur einnig fram að á þeim grunni hafi skapast mikil þekking og á undanförnum áratugum viðbragðskerfi sem taki mið af aðstæðum hverju sinni. „Eldgosinu í Holuhrauni lauk um helgina. Gosið stóð yfir í 180 daga og samkvæmt upplýsingum frá vísindamönnum var það eitt hið stærsta í sögunni. Eftir stendur um 85 ferkílómetra hraunbreiða á svæðinu norðan Vatnajökuls og reynsla sem nýtast mun í almannavarna- og vísindastarfi um ókomin ár. Ótal margir lögðu hönd á plógvið að tryggja öryggi samborgaranna með frábærum árangri. Engin alvarleg óhöpp urðu í tengslum við þetta stóra eldgos og mannskaði varð enginn. Sannarlega olli gasmengun verulegum óþægindum sums staðar og rétt er að hafa í huga að þótt eldgosinu sé lokið má enn búast við hættulegri gasmengun á umbrotasvæðinu. Vel verður fylgst með því.“ Sigmundur segir að almannavarnakerfi Íslendinga sé öflugt. Innan þess vinni sérfræðingar á ýmsum sviðum þétt saman, samhæfa aðgerðir og njóta stuðnings fólks um allt land „Sjálfboðaliðar leggja á sig ómælda vinnu við að tryggja öryggi samborgaranna og ganga í öll nauðsynleg störf til að verja samfélagið. Það má í raun segja að kerfið endurspegli margt af því besta við þjóðareinkenni sem mótast hafa með náttúrunni á síðustu 1100 árum.“ Forsætisráðherrann vill við goslok þakka öllum sem stóðu vaktina fyrir frábært starf. „Björgunarsveitarfólki fyrir vöktun á svæðinu, almannavarnarnefndum, vísindamönnum og sérfræðingum fyrir faglega vinnu og fjölmiðlum fyrir vandaðan fréttaflutning, svo nokkrir séu nefndir. Þá eiga íbúar á svæðum sem næst standa Holuhrauni mikið hrós skilið fyrir yfirvegun og æðruleysi við krefjandi aðstæður.Vísindamenn telja líklegt að eldgosið í Holuhrauni marki upphaf tímabils umbrota á svæðinu. Þeir ásamt öðrum úr hópi okkar færasta fólks munu fylgjast ítarlega með og eru við öllu búnir. Enginn veit þó fyrir víst hvað verður en Íslendingar hafa sýnt að þeir kunna að bregðast hratt og faglega við í samræmi við aðstæður. Það er traustvekjandi.“ Bárðarbunga Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Eldgosinu í Holuhrauni er nú lokið, eftir að hafa staðið í 180 daga. Í tilefni af goslokunum hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ritað grein, þar sem hann þakkar þeim fyrir sem stóðu vaktina frá því í ágúst í fyrra. Í greininni segir forsætisráðherra að barátta þjóðarinnar við náttúruöflin eigi sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Baráttan hafi mótað þjóðarsálina þannig, að þjóðin þjappi sér saman þegar hætta steðjar að og og allir leggist á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins. „Barátta þjóðarinnar við náttúruöflin á sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Náttúruváin hefur í gegnum aldirnar birst í ýmsum myndum og ekki síst í formi eldsumbrota. Baráttan hefur mótað þjóðarsálina þannig, að við náttúruógn þjappar þjóðin sér saman og allir leggjast á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins,“ segir Sigmundur í grein sinni sem birtist á vef ráðuneytisins. Þar kemur einnig fram að á þeim grunni hafi skapast mikil þekking og á undanförnum áratugum viðbragðskerfi sem taki mið af aðstæðum hverju sinni. „Eldgosinu í Holuhrauni lauk um helgina. Gosið stóð yfir í 180 daga og samkvæmt upplýsingum frá vísindamönnum var það eitt hið stærsta í sögunni. Eftir stendur um 85 ferkílómetra hraunbreiða á svæðinu norðan Vatnajökuls og reynsla sem nýtast mun í almannavarna- og vísindastarfi um ókomin ár. Ótal margir lögðu hönd á plógvið að tryggja öryggi samborgaranna með frábærum árangri. Engin alvarleg óhöpp urðu í tengslum við þetta stóra eldgos og mannskaði varð enginn. Sannarlega olli gasmengun verulegum óþægindum sums staðar og rétt er að hafa í huga að þótt eldgosinu sé lokið má enn búast við hættulegri gasmengun á umbrotasvæðinu. Vel verður fylgst með því.“ Sigmundur segir að almannavarnakerfi Íslendinga sé öflugt. Innan þess vinni sérfræðingar á ýmsum sviðum þétt saman, samhæfa aðgerðir og njóta stuðnings fólks um allt land „Sjálfboðaliðar leggja á sig ómælda vinnu við að tryggja öryggi samborgaranna og ganga í öll nauðsynleg störf til að verja samfélagið. Það má í raun segja að kerfið endurspegli margt af því besta við þjóðareinkenni sem mótast hafa með náttúrunni á síðustu 1100 árum.“ Forsætisráðherrann vill við goslok þakka öllum sem stóðu vaktina fyrir frábært starf. „Björgunarsveitarfólki fyrir vöktun á svæðinu, almannavarnarnefndum, vísindamönnum og sérfræðingum fyrir faglega vinnu og fjölmiðlum fyrir vandaðan fréttaflutning, svo nokkrir séu nefndir. Þá eiga íbúar á svæðum sem næst standa Holuhrauni mikið hrós skilið fyrir yfirvegun og æðruleysi við krefjandi aðstæður.Vísindamenn telja líklegt að eldgosið í Holuhrauni marki upphaf tímabils umbrota á svæðinu. Þeir ásamt öðrum úr hópi okkar færasta fólks munu fylgjast ítarlega með og eru við öllu búnir. Enginn veit þó fyrir víst hvað verður en Íslendingar hafa sýnt að þeir kunna að bregðast hratt og faglega við í samræmi við aðstæður. Það er traustvekjandi.“
Bárðarbunga Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira