IMMI: Umfjöllunin á brýnt erindi til almennings Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2015 15:54 Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Vísir/Ernir IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, óskaði sjálfur eftir því að samskipti sín við slíkan sölumann yrðu tekinn upp með falinni myndavél en hann er viðmælandi Kastljóss. Í yfirlýsingu IMMI er það harmað að löggjöf sú sem kveðið er á um í þingsályktun frá 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hafi ekki litið dagsins ljós að fullu. „Í greinargerð með ályktuninni segir meðal annars um lögbann:Lögbann á útgáfu fyrirbyggt.Hömlur á tjáningarfrelsi er sérhver lagaleg aðgerð sem hægt er að nota til að hindra að efni sé gefið út áður en til útgáfu kemur. Slíkar hindranir hafa afar slæm áhrif á tjáningarfrelsi. Í flestum lýðræðisríkjum eru sterk og jafnvel algild takmörk á þeim. Kanna þarf hvernig tryggja megi að lög verði ekki misnotuð í tilraunum til þöggunar sem takmarka og tálma tjáningarfrelsið sem tryggt er í stjórnarskránni.Sú umfjöllun Kastjóss sem lögbannskrafan beinist að, á brýnt erindi til almennings. Hér er ekki eingöngu um tjáningarfrelsi að ræða heldur ekki síður rétt borgara til aðgangs að upplýsingum. Því er afar mikilvægt að sýslumaður standi í lappirnar og synji lögbannsbeiðninni. Hafi lög verið brotin á þolandinn þess kost að hefja dómsmál og krefjast skaða- eða miskabóta. Í tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar segir: Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Samkvæmt ákvæðinu á Kastljósfólk að njóta tjáningarfrelsis en þarf eins og aðrir að ábyrgjast tjáningu sína fyrir dómi, eftir birtingu þáttarins. Síðast þegar lögbann var sett á RÚV, snérist það um mjög sambærilega lagalega tálmun á tjáningarfrelsið. Um var að ræða frétt um lánabók Kaupþings sem lekið var á vefsíðuna WikiLeaks. Í báðum tilvikum eru persónuverndarsjónarmið en einnig er í báðum tilvikum um að ræða efni sem á brýnt erindi til almennings. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar trompar tjáningarfrelsið friðhelgi einkalífs þegar efnið sem um ræðir á brýnt erindi til almennings. IMMI hvetur til þess að lagasetningu um tjáningarfrelsið sem Alþingi ályktaði um árið 2010 verði hraðað mjög til að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, óskaði sjálfur eftir því að samskipti sín við slíkan sölumann yrðu tekinn upp með falinni myndavél en hann er viðmælandi Kastljóss. Í yfirlýsingu IMMI er það harmað að löggjöf sú sem kveðið er á um í þingsályktun frá 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hafi ekki litið dagsins ljós að fullu. „Í greinargerð með ályktuninni segir meðal annars um lögbann:Lögbann á útgáfu fyrirbyggt.Hömlur á tjáningarfrelsi er sérhver lagaleg aðgerð sem hægt er að nota til að hindra að efni sé gefið út áður en til útgáfu kemur. Slíkar hindranir hafa afar slæm áhrif á tjáningarfrelsi. Í flestum lýðræðisríkjum eru sterk og jafnvel algild takmörk á þeim. Kanna þarf hvernig tryggja megi að lög verði ekki misnotuð í tilraunum til þöggunar sem takmarka og tálma tjáningarfrelsið sem tryggt er í stjórnarskránni.Sú umfjöllun Kastjóss sem lögbannskrafan beinist að, á brýnt erindi til almennings. Hér er ekki eingöngu um tjáningarfrelsi að ræða heldur ekki síður rétt borgara til aðgangs að upplýsingum. Því er afar mikilvægt að sýslumaður standi í lappirnar og synji lögbannsbeiðninni. Hafi lög verið brotin á þolandinn þess kost að hefja dómsmál og krefjast skaða- eða miskabóta. Í tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar segir: Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Samkvæmt ákvæðinu á Kastljósfólk að njóta tjáningarfrelsis en þarf eins og aðrir að ábyrgjast tjáningu sína fyrir dómi, eftir birtingu þáttarins. Síðast þegar lögbann var sett á RÚV, snérist það um mjög sambærilega lagalega tálmun á tjáningarfrelsið. Um var að ræða frétt um lánabók Kaupþings sem lekið var á vefsíðuna WikiLeaks. Í báðum tilvikum eru persónuverndarsjónarmið en einnig er í báðum tilvikum um að ræða efni sem á brýnt erindi til almennings. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar trompar tjáningarfrelsið friðhelgi einkalífs þegar efnið sem um ræðir á brýnt erindi til almennings. IMMI hvetur til þess að lagasetningu um tjáningarfrelsið sem Alþingi ályktaði um árið 2010 verði hraðað mjög til að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23
Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33