IMMI: Umfjöllunin á brýnt erindi til almennings Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2015 15:54 Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Vísir/Ernir IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, óskaði sjálfur eftir því að samskipti sín við slíkan sölumann yrðu tekinn upp með falinni myndavél en hann er viðmælandi Kastljóss. Í yfirlýsingu IMMI er það harmað að löggjöf sú sem kveðið er á um í þingsályktun frá 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hafi ekki litið dagsins ljós að fullu. „Í greinargerð með ályktuninni segir meðal annars um lögbann:Lögbann á útgáfu fyrirbyggt.Hömlur á tjáningarfrelsi er sérhver lagaleg aðgerð sem hægt er að nota til að hindra að efni sé gefið út áður en til útgáfu kemur. Slíkar hindranir hafa afar slæm áhrif á tjáningarfrelsi. Í flestum lýðræðisríkjum eru sterk og jafnvel algild takmörk á þeim. Kanna þarf hvernig tryggja megi að lög verði ekki misnotuð í tilraunum til þöggunar sem takmarka og tálma tjáningarfrelsið sem tryggt er í stjórnarskránni.Sú umfjöllun Kastjóss sem lögbannskrafan beinist að, á brýnt erindi til almennings. Hér er ekki eingöngu um tjáningarfrelsi að ræða heldur ekki síður rétt borgara til aðgangs að upplýsingum. Því er afar mikilvægt að sýslumaður standi í lappirnar og synji lögbannsbeiðninni. Hafi lög verið brotin á þolandinn þess kost að hefja dómsmál og krefjast skaða- eða miskabóta. Í tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar segir: Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Samkvæmt ákvæðinu á Kastljósfólk að njóta tjáningarfrelsis en þarf eins og aðrir að ábyrgjast tjáningu sína fyrir dómi, eftir birtingu þáttarins. Síðast þegar lögbann var sett á RÚV, snérist það um mjög sambærilega lagalega tálmun á tjáningarfrelsið. Um var að ræða frétt um lánabók Kaupþings sem lekið var á vefsíðuna WikiLeaks. Í báðum tilvikum eru persónuverndarsjónarmið en einnig er í báðum tilvikum um að ræða efni sem á brýnt erindi til almennings. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar trompar tjáningarfrelsið friðhelgi einkalífs þegar efnið sem um ræðir á brýnt erindi til almennings. IMMI hvetur til þess að lagasetningu um tjáningarfrelsið sem Alþingi ályktaði um árið 2010 verði hraðað mjög til að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, óskaði sjálfur eftir því að samskipti sín við slíkan sölumann yrðu tekinn upp með falinni myndavél en hann er viðmælandi Kastljóss. Í yfirlýsingu IMMI er það harmað að löggjöf sú sem kveðið er á um í þingsályktun frá 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hafi ekki litið dagsins ljós að fullu. „Í greinargerð með ályktuninni segir meðal annars um lögbann:Lögbann á útgáfu fyrirbyggt.Hömlur á tjáningarfrelsi er sérhver lagaleg aðgerð sem hægt er að nota til að hindra að efni sé gefið út áður en til útgáfu kemur. Slíkar hindranir hafa afar slæm áhrif á tjáningarfrelsi. Í flestum lýðræðisríkjum eru sterk og jafnvel algild takmörk á þeim. Kanna þarf hvernig tryggja megi að lög verði ekki misnotuð í tilraunum til þöggunar sem takmarka og tálma tjáningarfrelsið sem tryggt er í stjórnarskránni.Sú umfjöllun Kastjóss sem lögbannskrafan beinist að, á brýnt erindi til almennings. Hér er ekki eingöngu um tjáningarfrelsi að ræða heldur ekki síður rétt borgara til aðgangs að upplýsingum. Því er afar mikilvægt að sýslumaður standi í lappirnar og synji lögbannsbeiðninni. Hafi lög verið brotin á þolandinn þess kost að hefja dómsmál og krefjast skaða- eða miskabóta. Í tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar segir: Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Samkvæmt ákvæðinu á Kastljósfólk að njóta tjáningarfrelsis en þarf eins og aðrir að ábyrgjast tjáningu sína fyrir dómi, eftir birtingu þáttarins. Síðast þegar lögbann var sett á RÚV, snérist það um mjög sambærilega lagalega tálmun á tjáningarfrelsið. Um var að ræða frétt um lánabók Kaupþings sem lekið var á vefsíðuna WikiLeaks. Í báðum tilvikum eru persónuverndarsjónarmið en einnig er í báðum tilvikum um að ræða efni sem á brýnt erindi til almennings. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar trompar tjáningarfrelsið friðhelgi einkalífs þegar efnið sem um ræðir á brýnt erindi til almennings. IMMI hvetur til þess að lagasetningu um tjáningarfrelsið sem Alþingi ályktaði um árið 2010 verði hraðað mjög til að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23
Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33