Rannsóknarlögreglan enn við störf í íbúð hins grunaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2015 07:00 Rannsóknarlögreglumenn við störf að heimili mannsins um miðjan dag í gær. Lögreglan fór inn í íbúðina um stund og tók skýrslu af sambýlismanninum. vísir/valli Nágrannar nígeríska karlmannsins sem grunaður er um að hafa haft óvarin kynmök við konur á Íslandi vitandi að hann væri smitaður af HIV-veirunni hafa margir orðið varir við mikinn umgang um íbúð hans síðustu mánuði. Að sögn nágrannanna sést oft til ungra kvenna fara inn í íbúðina. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í um eitt ár. Hann er búsettur ásamt sambýlismanni í fjölbýlishúsi í eigu Reykjavíkurborgar í Hlíðunum og hefur búið þar í um sjö mánuði. Lögreglan rannsakar nú málið og voru rannsóknarlögreglumenn við störf að heimili mannsins um miðjan dag í gær. Lögreglan fór inn í íbúðina um stund og tók skýrslu af sambýlismanninum. Lögreglan segir rannsóknina snúa meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa átt samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar. Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að minnsta kosti ein kona smituð. Sambýlismaður hins grunaða vissi ekki að maðurinn væri smitaður af HIV-veirunni. Hann segist ekki hafa þekkt manninn vel en staðfestir að ungar konur hafi verið tíðir gestir og að hann neyti fíkniefna. Haraldur BriemUpp komst um málið eftir að erlend kona, fyrrverandi kærasta mannsins, hafði samband við íslenska stúlku sem hún vissi að hann hefði átt kynferðislegt samneyti við. Stúlkan leitaði til læknis þann 13. júlí síðastliðinn sem tilkynnti um málið til embættis sóttvarnalæknis. „Eftir það fóru hlutirnir af stað. Það er algjörlega eðlilegt að svona hlutir taki tíma og það hefur verið unnið hratt í málinu,“ segir Haraldur Briem, fráfarandi sóttvarnalæknir, og bætir við að samkvæmt lögum sé skylda á mönnum að tilkynna lækni ef grunur vaknar um að einstaklingur sé haldinn alvarlegum sjúkdómi. „Nú gengur þetta út á að ná til allra sem geta hafa smitast,“ segir Haraldur. Malsor Tafa Nágranni„Við hjónin kvörtuðum nokkrum sinnum vegna hans. Það var stanslaus umgangur þarna og alltaf mjög mikil læti,“ segir Malsor Tafa, nágranni mannsins. Malsor er hælisleitandi frá Kósóvó og býr ásamt fjölskyldu sinni í íbúð við hliðina á íbúð mannsins. „Það hefur verið ömurlegt að búa hérna með börn. Ég vissi alltaf að það væri eitthvað skrítið í gangi.“ Að sögn Malsors var umgangur um íbúðina á hverjum degi. Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður mannsins, segir að hann haldi því fram að hafa ekki vitað að hann væri með veiruna. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Nágrannar nígeríska karlmannsins sem grunaður er um að hafa haft óvarin kynmök við konur á Íslandi vitandi að hann væri smitaður af HIV-veirunni hafa margir orðið varir við mikinn umgang um íbúð hans síðustu mánuði. Að sögn nágrannanna sést oft til ungra kvenna fara inn í íbúðina. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í um eitt ár. Hann er búsettur ásamt sambýlismanni í fjölbýlishúsi í eigu Reykjavíkurborgar í Hlíðunum og hefur búið þar í um sjö mánuði. Lögreglan rannsakar nú málið og voru rannsóknarlögreglumenn við störf að heimili mannsins um miðjan dag í gær. Lögreglan fór inn í íbúðina um stund og tók skýrslu af sambýlismanninum. Lögreglan segir rannsóknina snúa meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa átt samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar. Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að minnsta kosti ein kona smituð. Sambýlismaður hins grunaða vissi ekki að maðurinn væri smitaður af HIV-veirunni. Hann segist ekki hafa þekkt manninn vel en staðfestir að ungar konur hafi verið tíðir gestir og að hann neyti fíkniefna. Haraldur BriemUpp komst um málið eftir að erlend kona, fyrrverandi kærasta mannsins, hafði samband við íslenska stúlku sem hún vissi að hann hefði átt kynferðislegt samneyti við. Stúlkan leitaði til læknis þann 13. júlí síðastliðinn sem tilkynnti um málið til embættis sóttvarnalæknis. „Eftir það fóru hlutirnir af stað. Það er algjörlega eðlilegt að svona hlutir taki tíma og það hefur verið unnið hratt í málinu,“ segir Haraldur Briem, fráfarandi sóttvarnalæknir, og bætir við að samkvæmt lögum sé skylda á mönnum að tilkynna lækni ef grunur vaknar um að einstaklingur sé haldinn alvarlegum sjúkdómi. „Nú gengur þetta út á að ná til allra sem geta hafa smitast,“ segir Haraldur. Malsor Tafa Nágranni„Við hjónin kvörtuðum nokkrum sinnum vegna hans. Það var stanslaus umgangur þarna og alltaf mjög mikil læti,“ segir Malsor Tafa, nágranni mannsins. Malsor er hælisleitandi frá Kósóvó og býr ásamt fjölskyldu sinni í íbúð við hliðina á íbúð mannsins. „Það hefur verið ömurlegt að búa hérna með börn. Ég vissi alltaf að það væri eitthvað skrítið í gangi.“ Að sögn Malsors var umgangur um íbúðina á hverjum degi. Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður mannsins, segir að hann haldi því fram að hafa ekki vitað að hann væri með veiruna.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira