Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2015 20:47 Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp, segir eigandi gallerís á bökkum Þjórsár, þar sem verkið er sýnt. Að bænum Forsæti í Flóa, í gamla Villingaholtshreppi, reka hjónin Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigurjónsson galleríið Tré og list. Þar virðist eitt verk vekja sterkari hughrif en önnur, þannig lýsir Ólafur viðbrögðum ljósmóður sem sá það á dögunum. „Hún fölnaði upp af hrifningu. Og ég bara sá, hún sýndi mér bara gæsahúðina á handleggjunum. Hún var svo gjörsamlega orðlaus yfir þessu listaverki.“ Verkið er eftir konu úr sveitinni, Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, eða Siggu á Grund, eins og hún er oftast kölluð, og er skorið úr tré. Sjálfur er Ólafur einnig heillaður. „Ég fullyrði það alveg óhræddur og án þess að roðna í safninu að, - enda hefur fólk sagt það sem er búið að fara út um allan heim og séð svona listaverk, - það fullyrðir það að þetta sé nánast fullkomnun í þessu fagi. Fólk fullyrðir það að það hafi aldrei séð svona gríðarlega fallegt verk,“ segir Ólafur í Forsæti. Sigga á Grund vinnur að list sinni á heimili sínu og við fengum hana með okkur í listasafnið til að segja okkur frá verkinu.Sigga á Grund við verk sitt, Móður. Hún segir að það sé boðskapur lífsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta verk heitir Móðir,“ segir hún okkur. Hún fékk stúlku til að sitja fyrir og sú var auðvitað vanfær. „Þetta er svona boðskapur lífsins, eins og ég kalla það,“ segir Sigga á Grund. Fjallað var um mannlíf í Flóa í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld og nánar rætt við Siggu á Grund og Ólaf í Forsæti. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp, segir eigandi gallerís á bökkum Þjórsár, þar sem verkið er sýnt. Að bænum Forsæti í Flóa, í gamla Villingaholtshreppi, reka hjónin Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigurjónsson galleríið Tré og list. Þar virðist eitt verk vekja sterkari hughrif en önnur, þannig lýsir Ólafur viðbrögðum ljósmóður sem sá það á dögunum. „Hún fölnaði upp af hrifningu. Og ég bara sá, hún sýndi mér bara gæsahúðina á handleggjunum. Hún var svo gjörsamlega orðlaus yfir þessu listaverki.“ Verkið er eftir konu úr sveitinni, Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, eða Siggu á Grund, eins og hún er oftast kölluð, og er skorið úr tré. Sjálfur er Ólafur einnig heillaður. „Ég fullyrði það alveg óhræddur og án þess að roðna í safninu að, - enda hefur fólk sagt það sem er búið að fara út um allan heim og séð svona listaverk, - það fullyrðir það að þetta sé nánast fullkomnun í þessu fagi. Fólk fullyrðir það að það hafi aldrei séð svona gríðarlega fallegt verk,“ segir Ólafur í Forsæti. Sigga á Grund vinnur að list sinni á heimili sínu og við fengum hana með okkur í listasafnið til að segja okkur frá verkinu.Sigga á Grund við verk sitt, Móður. Hún segir að það sé boðskapur lífsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta verk heitir Móðir,“ segir hún okkur. Hún fékk stúlku til að sitja fyrir og sú var auðvitað vanfær. „Þetta er svona boðskapur lífsins, eins og ég kalla það,“ segir Sigga á Grund. Fjallað var um mannlíf í Flóa í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld og nánar rætt við Siggu á Grund og Ólaf í Forsæti.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira