Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2015 20:47 Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp, segir eigandi gallerís á bökkum Þjórsár, þar sem verkið er sýnt. Að bænum Forsæti í Flóa, í gamla Villingaholtshreppi, reka hjónin Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigurjónsson galleríið Tré og list. Þar virðist eitt verk vekja sterkari hughrif en önnur, þannig lýsir Ólafur viðbrögðum ljósmóður sem sá það á dögunum. „Hún fölnaði upp af hrifningu. Og ég bara sá, hún sýndi mér bara gæsahúðina á handleggjunum. Hún var svo gjörsamlega orðlaus yfir þessu listaverki.“ Verkið er eftir konu úr sveitinni, Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, eða Siggu á Grund, eins og hún er oftast kölluð, og er skorið úr tré. Sjálfur er Ólafur einnig heillaður. „Ég fullyrði það alveg óhræddur og án þess að roðna í safninu að, - enda hefur fólk sagt það sem er búið að fara út um allan heim og séð svona listaverk, - það fullyrðir það að þetta sé nánast fullkomnun í þessu fagi. Fólk fullyrðir það að það hafi aldrei séð svona gríðarlega fallegt verk,“ segir Ólafur í Forsæti. Sigga á Grund vinnur að list sinni á heimili sínu og við fengum hana með okkur í listasafnið til að segja okkur frá verkinu.Sigga á Grund við verk sitt, Móður. Hún segir að það sé boðskapur lífsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta verk heitir Móðir,“ segir hún okkur. Hún fékk stúlku til að sitja fyrir og sú var auðvitað vanfær. „Þetta er svona boðskapur lífsins, eins og ég kalla það,“ segir Sigga á Grund. Fjallað var um mannlíf í Flóa í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld og nánar rætt við Siggu á Grund og Ólaf í Forsæti. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp, segir eigandi gallerís á bökkum Þjórsár, þar sem verkið er sýnt. Að bænum Forsæti í Flóa, í gamla Villingaholtshreppi, reka hjónin Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigurjónsson galleríið Tré og list. Þar virðist eitt verk vekja sterkari hughrif en önnur, þannig lýsir Ólafur viðbrögðum ljósmóður sem sá það á dögunum. „Hún fölnaði upp af hrifningu. Og ég bara sá, hún sýndi mér bara gæsahúðina á handleggjunum. Hún var svo gjörsamlega orðlaus yfir þessu listaverki.“ Verkið er eftir konu úr sveitinni, Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, eða Siggu á Grund, eins og hún er oftast kölluð, og er skorið úr tré. Sjálfur er Ólafur einnig heillaður. „Ég fullyrði það alveg óhræddur og án þess að roðna í safninu að, - enda hefur fólk sagt það sem er búið að fara út um allan heim og séð svona listaverk, - það fullyrðir það að þetta sé nánast fullkomnun í þessu fagi. Fólk fullyrðir það að það hafi aldrei séð svona gríðarlega fallegt verk,“ segir Ólafur í Forsæti. Sigga á Grund vinnur að list sinni á heimili sínu og við fengum hana með okkur í listasafnið til að segja okkur frá verkinu.Sigga á Grund við verk sitt, Móður. Hún segir að það sé boðskapur lífsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta verk heitir Móðir,“ segir hún okkur. Hún fékk stúlku til að sitja fyrir og sú var auðvitað vanfær. „Þetta er svona boðskapur lífsins, eins og ég kalla það,“ segir Sigga á Grund. Fjallað var um mannlíf í Flóa í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld og nánar rætt við Siggu á Grund og Ólaf í Forsæti.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira