Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 24. september 2015 11:59 Séra Hildur Eir Bolladóttir ræðst gegn samviskufrelsi presta og segir trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Visir/Auðunn Níelsson Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda.Grundvallarmannréttindi æðri trúarbrögðum Hildur Eir mótmælir þessu í stöðufærslu á Facebook. „Þótt èg sè kristinnar trúar og Jesús sè minn andlegi áttaviti í lífinu þá eru auðvitað fjölmörg önnur trúarbrögð í heiminum og fylgjendum þeirra líður eflaust svipað gagnvart sínum frelsurum og mèr. Trúarbrögð eru haldreipi og lífsbjörg margra en þau eru samt ekki mannrèttindum æðri, grundvallar mannrèttindi eru trúarbrögðum æðri, að elska maka sinn og tjá það með stjórnarskrárvörðum rètti til hjúskapar er trúarbrögðum æðra, þess vegna getur kirkjan ekki skýlt sèr á bak við þetta samviskufrelsis bull.“ Í athugasemdum við færslu Hildar, tjáir prestur í kirkjuráði, Gísli Gunnarsson, þá skoðun sína að mismunun gagnvart samkynja pörum sé ekki vandamál. „Þetta er nú varla aktúelt vandamál. Ég hef ekki heyrt að prestur hafi neitað að gefa saman samkynhneigða. Ef farið væri í mál við þjóðkirkjuna þá kæmi það í ljós að hún hefur barist fyrir réttindum samkynhneigðra og er þar í fararbroddi. Kannski mættu samtökin líta til annarra trúfelaga í þessu sambandi. “Samviskufrelsi heimatilbúið orðatiltæki yfir heimild til að mismuna Samtökin 78 benda hins vegar á að mismunin felist í samviskufrelsi presta. „Mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar getur aldrei staðist jafnréttisákvæði stjórnarskrár. Láti löggjafinn ákvæði sem heimila prestum og vígslumönnum annarra trúfélaga að mismuna einstaklingum með þessum hætti standa óhreyfð, þá mun verða látið á það reyna fyrir dómstólum,“ segir Björg Valgeirsdóttur, hjá DIKA lögmönnum og lögmanni Samtakanna '78 í úttekt Fréttablaðsins á málinu. Hið svokallaða „samviskufrelsi presta“ sé aðeins heimatilbúið orðatiltæki yfir heimild til að mismuna einstaklingum. Tengdar fréttir Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda.Grundvallarmannréttindi æðri trúarbrögðum Hildur Eir mótmælir þessu í stöðufærslu á Facebook. „Þótt èg sè kristinnar trúar og Jesús sè minn andlegi áttaviti í lífinu þá eru auðvitað fjölmörg önnur trúarbrögð í heiminum og fylgjendum þeirra líður eflaust svipað gagnvart sínum frelsurum og mèr. Trúarbrögð eru haldreipi og lífsbjörg margra en þau eru samt ekki mannrèttindum æðri, grundvallar mannrèttindi eru trúarbrögðum æðri, að elska maka sinn og tjá það með stjórnarskrárvörðum rètti til hjúskapar er trúarbrögðum æðra, þess vegna getur kirkjan ekki skýlt sèr á bak við þetta samviskufrelsis bull.“ Í athugasemdum við færslu Hildar, tjáir prestur í kirkjuráði, Gísli Gunnarsson, þá skoðun sína að mismunun gagnvart samkynja pörum sé ekki vandamál. „Þetta er nú varla aktúelt vandamál. Ég hef ekki heyrt að prestur hafi neitað að gefa saman samkynhneigða. Ef farið væri í mál við þjóðkirkjuna þá kæmi það í ljós að hún hefur barist fyrir réttindum samkynhneigðra og er þar í fararbroddi. Kannski mættu samtökin líta til annarra trúfelaga í þessu sambandi. “Samviskufrelsi heimatilbúið orðatiltæki yfir heimild til að mismuna Samtökin 78 benda hins vegar á að mismunin felist í samviskufrelsi presta. „Mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar getur aldrei staðist jafnréttisákvæði stjórnarskrár. Láti löggjafinn ákvæði sem heimila prestum og vígslumönnum annarra trúfélaga að mismuna einstaklingum með þessum hætti standa óhreyfð, þá mun verða látið á það reyna fyrir dómstólum,“ segir Björg Valgeirsdóttur, hjá DIKA lögmönnum og lögmanni Samtakanna '78 í úttekt Fréttablaðsins á málinu. Hið svokallaða „samviskufrelsi presta“ sé aðeins heimatilbúið orðatiltæki yfir heimild til að mismuna einstaklingum.
Tengdar fréttir Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00