Pútín tók vel í grínið og samþykkti að hitta Elton John sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2015 20:19 Vladimír Pútín hefur samþykkt að hitta Elton John. Ekki er um grín að ræða í þetta sinn. vísir/afp Vladimír Pútín Rússlandsforseti hringdi nýverið í breska tónlistarmanninn Elton John og féllst á að hitta hann til að ræða stöðu samkynhneigðra þar í landi. Ekki er um grín að ræða í þetta sinn, samkvæmt fréttaveitunni AP. Forsaga málsins er sú að Elton John lýsti því yfir í samtali við breska ríkisútvarpið að hann væri reiðubúinn til að ræða málefni samkynhneigðra við Rússlandsforseta. Nokkrum dögum síðar birti hann mynd á Instagram þar sem hann sagði forsetann hafa haft samband, þakkaði honum fyrir símtalið og sagðist hlakka til að hitta hann í eigin persónu. Talsmaður Pútíns, Dmitry Peskov, kom þó af fjöllum þegar hann var spurður út í símtalið og sagði forsetann ekki hafa hringt. Í kjölfarið stigu tveir hrekkjalómar fram og viðurkenndu að um hrekk hafi verið að ræða. Í samtali við rússneska fjölmiðla í dag sagði Peskov forsetann hafa tekið vel í grínið og ákveðið að samþykkja boð tónlistarmannsins. Það yrði dagskrá þeirra beggja háð hvenær fundurinn yrði. Thank-you to President Vladimir Putin for reaching out and speaking via telephone with me today. I look to forward to meeting with you face-to-face to discuss LGBT equality in Russia. @president_vladimir_putin @ejaf #lgbt #lgbtrights #ShareTheLove A photo posted by Elton John (@eltonjohn) on Sep 14, 2015 at 8:11am PDT Færsla Eltons John. Umræddur hrekkur. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hringdi nýverið í breska tónlistarmanninn Elton John og féllst á að hitta hann til að ræða stöðu samkynhneigðra þar í landi. Ekki er um grín að ræða í þetta sinn, samkvæmt fréttaveitunni AP. Forsaga málsins er sú að Elton John lýsti því yfir í samtali við breska ríkisútvarpið að hann væri reiðubúinn til að ræða málefni samkynhneigðra við Rússlandsforseta. Nokkrum dögum síðar birti hann mynd á Instagram þar sem hann sagði forsetann hafa haft samband, þakkaði honum fyrir símtalið og sagðist hlakka til að hitta hann í eigin persónu. Talsmaður Pútíns, Dmitry Peskov, kom þó af fjöllum þegar hann var spurður út í símtalið og sagði forsetann ekki hafa hringt. Í kjölfarið stigu tveir hrekkjalómar fram og viðurkenndu að um hrekk hafi verið að ræða. Í samtali við rússneska fjölmiðla í dag sagði Peskov forsetann hafa tekið vel í grínið og ákveðið að samþykkja boð tónlistarmannsins. Það yrði dagskrá þeirra beggja háð hvenær fundurinn yrði. Thank-you to President Vladimir Putin for reaching out and speaking via telephone with me today. I look to forward to meeting with you face-to-face to discuss LGBT equality in Russia. @president_vladimir_putin @ejaf #lgbt #lgbtrights #ShareTheLove A photo posted by Elton John (@eltonjohn) on Sep 14, 2015 at 8:11am PDT Færsla Eltons John. Umræddur hrekkur.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira