Kylfan er ekki kærleiksrík og segir Reykjavíkurdætur boða sjúka stefnu Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. júlí 2015 09:00 Kylfan „Ég er skaðbrennd eftir að hafa verið hérna. Það er hellað,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir rappari, sem stundum bregður sér í hlutverk Kylfunnar. Kylfan er stödd í Flatey á Breiðafirði þar sem hún hefur verið í þrjár vikur og segir Flatey vera hina íslensku Mallorca. Aðspurð segist hún þó aldrei hafa komið til Spánar. Kylfan vakti athygli fyrr á árinu þegar hún var rekin úr hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum, fyrir að spyrja Emmsjé Gauta hvar hárið á honum væri, eftir að hann gagnrýndi sveitina. Hún lét svo út úr sér fleiri ummæli sem vöktu mikla hneykslan. „Ég er alls ekki komin aftur í bandið, enda finnst mér þær vera að boða ömurlega stefnu, sem er kærleikur. Kylfan er ekki kærleiksrík, það er sjúkt að vera kærleiksríkur. Í raun neyddu þær mig til að taka þátt í þessu síðasta myndbandi sem þær gáfu út og Kylfan er ekki sátt. Ég samdi eiginlega alla textana og þær eru massa vanþakklátar og latar að geta ekki gert það sjálfar. Þær sökka ennþá feitt,“ segir Kylfan og vísar þar í orð sín sem féllu í grýttan jarðveg meðal hljómsveitarmeðlima í febrúar og urðu til þess að Kylfan var rekin úr hljómsveitinni. „Kylfan stendur við stóru orðin.“ Tónlist Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég er skaðbrennd eftir að hafa verið hérna. Það er hellað,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir rappari, sem stundum bregður sér í hlutverk Kylfunnar. Kylfan er stödd í Flatey á Breiðafirði þar sem hún hefur verið í þrjár vikur og segir Flatey vera hina íslensku Mallorca. Aðspurð segist hún þó aldrei hafa komið til Spánar. Kylfan vakti athygli fyrr á árinu þegar hún var rekin úr hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum, fyrir að spyrja Emmsjé Gauta hvar hárið á honum væri, eftir að hann gagnrýndi sveitina. Hún lét svo út úr sér fleiri ummæli sem vöktu mikla hneykslan. „Ég er alls ekki komin aftur í bandið, enda finnst mér þær vera að boða ömurlega stefnu, sem er kærleikur. Kylfan er ekki kærleiksrík, það er sjúkt að vera kærleiksríkur. Í raun neyddu þær mig til að taka þátt í þessu síðasta myndbandi sem þær gáfu út og Kylfan er ekki sátt. Ég samdi eiginlega alla textana og þær eru massa vanþakklátar og latar að geta ekki gert það sjálfar. Þær sökka ennþá feitt,“ segir Kylfan og vísar þar í orð sín sem féllu í grýttan jarðveg meðal hljómsveitarmeðlima í febrúar og urðu til þess að Kylfan var rekin úr hljómsveitinni. „Kylfan stendur við stóru orðin.“
Tónlist Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira