Tilkynning um viðræðuslit vekur afar hörð viðbrögð kolbeinn óttarsson proppé skrifar 13. mars 2015 07:45 Fólk kom saman á Austurvelli í kalsanum gærkvöldi þegar fréttist af viðræðuslitum ríkisstjórnarinnar við ESB. Fréttablaðið/Valli „Ríkisstjórn Íslands hefur engin áform um að hefja aðildarviðræður að nýju. Enn fremur yfirtekur þessi nýja stefna hvers kyns skuldbindingar af hálfu fyrri ríkisstjórnar í tengslum við aðildarviðræður,“ segir í bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti ESB í gær. „Í ljósi framangreinds er það bjargföst afstaða ríkisstjórnarinnar að ekki skuli líta á Ísland sem umsóknarríki ESB og lítur hún svo á að rétt sé að ESB lagi verklag sitt að þessu.“Gunnar Bragi SveinssonTilkynningin kom mönnum í opna skjöldu, en ríkisstjórnin tók um hana ákvörðun á þriðjudag. Ávkörðunin vekur vægast sagt hörð viðbrögð hjá stjórnarandstöðunni og ljóst er að átök eru framundan á Alþingi. „Fyrstu viðbrögð eru að þetta er brot á þeirri stjórnskipulegu hefð að þegar Alþingi samþykkir stefnu í utanríkismálum getur framkvæmdavaldið ekki breytt henni án þess að bera það á nýjan leik undir Alþingi. Út frá þingræðinu finnst mér þessi ákvörðun ekki ganga upp,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. „Ríkisstjórnin var sammála mér um það þegar hún setti fram þingsályktunartillöguna síðasta vetur. Þá fylgdi það sögu að þeir teldu að Alþingi þyrfti að koma að þessari stefnu og draga hana þannig til baka. Þetta hefur nú verið venjan hér og mér finnst þetta vera mikil ögrun við þingræðið og dreg þá ályktun að ríkisstjórnin þori ekki að mæta Alþingi í þessu máli.“ Björt framtíð hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd um málið og Róbert Marshall þingflokksformaður hefur óskað eftir fundi formanna þingflokka með forseta um málið. Guðmundur Steingrímsson, formaður flokksins, segir málið grafalvarlegt. „Ef ríkisstjórnin heldur að hún geti tekið ákvörðun um að slíta aðildarviðræðunum svona, þá er það auðvitað grafalvarlegt mál og lýsir atlögu að stjórnskipuninni, lýðræðinu og þingræðinu. Þeirri atlögu, ef hún er virkilega fyrir hendi, verður auðvitað mætt af hörku. Það er eitt að gera hlé á viðræðunum, eins og ríkisstjórnin sagðist ætla að gera í stjórnarsáttmálanum sínum, og við höfum í sjálfu sér ekki gert athugasemdir við, en það er annað að slíta þeim og eyðileggja þetta ferli algjörlega. Það er skemmdarverkastarfsemi gagnvart stórum hluta Íslendinga og komandi kynslóðum.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir atburðarásina sýna veikleika ríkisstjórnarinnar og ótta við málið. „Engar grundvallarreglur eru virtar, hvorki samráð við utanríkismálanefnd, né sú augljósa meginregla að Alþingi þurfi að afturkalla það sem Alþingi hefur ákveðið. Nú blasir það við að við þurfum að koma þeim upplýsingum á framfæri við Evrópusambandið að ríkisstjórn Íslands hafi einfaldlega verið að reyna að afvegaleiða Evrópusambandið með yfirlýsingunni sem afhent var í dag, vegna þess að hún standist ekki grundvallarreglur vestrænna lýðræðislegra stjórnarhátta.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist vera í sjokki vegna málsins. „Mér finnst alvarlega vegið að þingræðinu og þjóðin svo alvarlega sniðgengin í jafn stóru máli. Ég er líka í sjokki yfir því að forseti Alþingis, sem á að heita forseti allra þingmanna, hafi vitað af þessu í gær en ekkert sagt. Það gengur bara ekki að einhver ríkisstjórn geti ákveðið að sniðganga þingsályktun Alþingis án þess að það liggi fyrir formlega.“Ekki bundin af ákvörðun fyrra þings Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir málið ekki þurfa að fara fyrir Alþingi. „Nei, ný ríkisstjórn er ekki bundin af ákvörðun fyrra þings. Árið 2013 kom sú umræða upp í utanríkismálanefnd og þar mætti ég með álit um það upp á vasann. Ég veit ekki til þess að nokkur málsmetandi lögfræðingur hafi mótmælt því. Það væri allt annað ef þetta væru lög.“ Gunnar segir engan hafa átt að velkjast í vafa um vilja ríkisstjórnarinnar. Nú hafi hún tilkynnt ESB um stöðu sína gagnvart sambandinu. En hvernig stendur á því að hann kom fram með þingsályktunartillögu um málið í fyrra en ekki núna. „Málið hefur skýrst mun meira síðan þá,“ segir hann og vísar meðal annars í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. „Þetta mál á að vera öllum ljóst, stefnan hefur legið fyrir síðan ný ríkisstjórn tók við og það er margbúið að kynna hana í utanríkismálanefnd. Ég er alveg fús og viljugur til að taka umræðu um málið í þinginu.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í viðtali við Kastljós sagði hann flokkana sem vildu ESB-aðild hafa goldið afhroð í síðustu kosningum. „Ríkisstjórnin er að fara að vilja þjóðarinnar. Við getum ekki búið við millibilsástand í utanríkismálum. ESB hefur kallað eftir þessu og eðlilegt að við verðum við því og Ísland er því ekki lengur skilgreint sem umsóknarríki.“Ólafur Þ. HarðarsonKjarni málsins er afstaða ESB Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor vildi ekki tjá sig um lagatæknilega hlið málsins en taldi að pólitískur kjarni þess lægi í viðhorfi og svörum ESB. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvert mat ESB á þessu verður,“ segir Ólafur, „Gefum okkur að ný ríkisstjórn tæki við völdum og vildi halda áfram aðild að ESB, þá vitum við ekki hvort ESB muni líta á Ísland sem nýtt aðildarríki eða ekki.“ Ólafur telur að deilur í innanlandspólitík og stjórnskipun á Íslandi varði ekki ESB heldur skipta viðbrögð ESB mestu máli ef einhver viðbrögð fást. Talsmaður sendinefndar ESB hér á landi sagði sendinefndina að svo stöddu ekki bregðast við tilkynningu ríkisstjónarinnar. Brugðist verði við í dag, eða á allra næstu dögum. Alþingi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
„Ríkisstjórn Íslands hefur engin áform um að hefja aðildarviðræður að nýju. Enn fremur yfirtekur þessi nýja stefna hvers kyns skuldbindingar af hálfu fyrri ríkisstjórnar í tengslum við aðildarviðræður,“ segir í bréfi sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti ESB í gær. „Í ljósi framangreinds er það bjargföst afstaða ríkisstjórnarinnar að ekki skuli líta á Ísland sem umsóknarríki ESB og lítur hún svo á að rétt sé að ESB lagi verklag sitt að þessu.“Gunnar Bragi SveinssonTilkynningin kom mönnum í opna skjöldu, en ríkisstjórnin tók um hana ákvörðun á þriðjudag. Ávkörðunin vekur vægast sagt hörð viðbrögð hjá stjórnarandstöðunni og ljóst er að átök eru framundan á Alþingi. „Fyrstu viðbrögð eru að þetta er brot á þeirri stjórnskipulegu hefð að þegar Alþingi samþykkir stefnu í utanríkismálum getur framkvæmdavaldið ekki breytt henni án þess að bera það á nýjan leik undir Alþingi. Út frá þingræðinu finnst mér þessi ákvörðun ekki ganga upp,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. „Ríkisstjórnin var sammála mér um það þegar hún setti fram þingsályktunartillöguna síðasta vetur. Þá fylgdi það sögu að þeir teldu að Alþingi þyrfti að koma að þessari stefnu og draga hana þannig til baka. Þetta hefur nú verið venjan hér og mér finnst þetta vera mikil ögrun við þingræðið og dreg þá ályktun að ríkisstjórnin þori ekki að mæta Alþingi í þessu máli.“ Björt framtíð hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd um málið og Róbert Marshall þingflokksformaður hefur óskað eftir fundi formanna þingflokka með forseta um málið. Guðmundur Steingrímsson, formaður flokksins, segir málið grafalvarlegt. „Ef ríkisstjórnin heldur að hún geti tekið ákvörðun um að slíta aðildarviðræðunum svona, þá er það auðvitað grafalvarlegt mál og lýsir atlögu að stjórnskipuninni, lýðræðinu og þingræðinu. Þeirri atlögu, ef hún er virkilega fyrir hendi, verður auðvitað mætt af hörku. Það er eitt að gera hlé á viðræðunum, eins og ríkisstjórnin sagðist ætla að gera í stjórnarsáttmálanum sínum, og við höfum í sjálfu sér ekki gert athugasemdir við, en það er annað að slíta þeim og eyðileggja þetta ferli algjörlega. Það er skemmdarverkastarfsemi gagnvart stórum hluta Íslendinga og komandi kynslóðum.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir atburðarásina sýna veikleika ríkisstjórnarinnar og ótta við málið. „Engar grundvallarreglur eru virtar, hvorki samráð við utanríkismálanefnd, né sú augljósa meginregla að Alþingi þurfi að afturkalla það sem Alþingi hefur ákveðið. Nú blasir það við að við þurfum að koma þeim upplýsingum á framfæri við Evrópusambandið að ríkisstjórn Íslands hafi einfaldlega verið að reyna að afvegaleiða Evrópusambandið með yfirlýsingunni sem afhent var í dag, vegna þess að hún standist ekki grundvallarreglur vestrænna lýðræðislegra stjórnarhátta.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist vera í sjokki vegna málsins. „Mér finnst alvarlega vegið að þingræðinu og þjóðin svo alvarlega sniðgengin í jafn stóru máli. Ég er líka í sjokki yfir því að forseti Alþingis, sem á að heita forseti allra þingmanna, hafi vitað af þessu í gær en ekkert sagt. Það gengur bara ekki að einhver ríkisstjórn geti ákveðið að sniðganga þingsályktun Alþingis án þess að það liggi fyrir formlega.“Ekki bundin af ákvörðun fyrra þings Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir málið ekki þurfa að fara fyrir Alþingi. „Nei, ný ríkisstjórn er ekki bundin af ákvörðun fyrra þings. Árið 2013 kom sú umræða upp í utanríkismálanefnd og þar mætti ég með álit um það upp á vasann. Ég veit ekki til þess að nokkur málsmetandi lögfræðingur hafi mótmælt því. Það væri allt annað ef þetta væru lög.“ Gunnar segir engan hafa átt að velkjast í vafa um vilja ríkisstjórnarinnar. Nú hafi hún tilkynnt ESB um stöðu sína gagnvart sambandinu. En hvernig stendur á því að hann kom fram með þingsályktunartillögu um málið í fyrra en ekki núna. „Málið hefur skýrst mun meira síðan þá,“ segir hann og vísar meðal annars í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. „Þetta mál á að vera öllum ljóst, stefnan hefur legið fyrir síðan ný ríkisstjórn tók við og það er margbúið að kynna hana í utanríkismálanefnd. Ég er alveg fús og viljugur til að taka umræðu um málið í þinginu.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í viðtali við Kastljós sagði hann flokkana sem vildu ESB-aðild hafa goldið afhroð í síðustu kosningum. „Ríkisstjórnin er að fara að vilja þjóðarinnar. Við getum ekki búið við millibilsástand í utanríkismálum. ESB hefur kallað eftir þessu og eðlilegt að við verðum við því og Ísland er því ekki lengur skilgreint sem umsóknarríki.“Ólafur Þ. HarðarsonKjarni málsins er afstaða ESB Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor vildi ekki tjá sig um lagatæknilega hlið málsins en taldi að pólitískur kjarni þess lægi í viðhorfi og svörum ESB. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvert mat ESB á þessu verður,“ segir Ólafur, „Gefum okkur að ný ríkisstjórn tæki við völdum og vildi halda áfram aðild að ESB, þá vitum við ekki hvort ESB muni líta á Ísland sem nýtt aðildarríki eða ekki.“ Ólafur telur að deilur í innanlandspólitík og stjórnskipun á Íslandi varði ekki ESB heldur skipta viðbrögð ESB mestu máli ef einhver viðbrögð fást. Talsmaður sendinefndar ESB hér á landi sagði sendinefndina að svo stöddu ekki bregðast við tilkynningu ríkisstjónarinnar. Brugðist verði við í dag, eða á allra næstu dögum.
Alþingi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira