Enski boltinn

Gylfi fór illa með Barton | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fór illa með Joey Barton, leikmann QPR, í leik liðsins gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi fékk boltann aftur úti við hornfánann eftir hornspyrnu og lét það ekki stöðva sig þó svo að Barton væri honum til varnar og komst auðveldlega fram hjá honum.

Barton braut á Gylfa en slapp við áminningu. Hann vissi þó upp á sig sökina og mótmælti dómnum ekki. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×