Enski boltinn

Gerrard sagður á leið til Bandaríkjanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Steven Gerrard sé á leið frá Liverpool í lok leiktíðar, er samningur hans við félagið rennur út.

Gerrard hefur spilað með Liverpool allan sinn feril og er fyrirliði félagsins en samkvæmt fjölmiðlum ytra mun hann eiga í viðræðum við bæði LA Galaxy og New York City sem leika í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Gerrard er með nýtt samningstilboð í höndunum frá Liverpool og hefur hann áður sagt að hann ætli sér að taka sinn tíma til að svara því.

Gerrard gekk fyrst til liðs við Liverpool þegar hann var átta ára gamall en búist er við því að hann þurfi að sætta sig við minna hlutverk ef hann heldur kyrru fyrir á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×