Líffæraflutningar um Reykjavíkurflugvöll að næturlagi Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2015 14:42 Flug að næturlagi, yfir miðborg Reykjavíkur, eru ekki óþekkt; með tilheyrandi drunum og hávaða. Ýmislegt kemur til. Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli hefur umtalsverðir líffæraflutningar farið um Reykjavíkurflugvöll nú að undanförnu; sex slík flug voru í janúar sem telst mikið. „Þetta kemur í bunum,“ segir starfsmaður Flugþjónustunnar.Ærandi hávaðiPáll Baldvin Baldvinsson rithöfundur vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í þessari viku hafi hann orðið var við þó nokkra flugumferð að nóttu til. Páll Baldvin býr við kirkjugarðinn í Reykjavík og segir hávaðann þar geta orðið ærandi. „Hávaðinn er líka mismikill eftir götum og hæð. Í neðsta hluta Ljósvallagötu tók ég einu sinni eftir að hann var ærandi, endurkast milli húsanna magnaði hann. Hér á Hólavöllum er hann hærri en td. á efri hæð við Tjarnargötu. Ætli það sé til almennileg mæling á honum hringinn í kringum völlinn eftir húsahæð?“ spyr Páll. Þá veltir hann fyrir sér því hvernig regluverki í tengslum við hávaðamengun sé háttað og hvort ekki sé verið að gera upp á milli fyrirtækja hvað það varðar: „Því mega menn ekki reka öskrandi drum and base stað í íbúðarhverfi fyrst Isavia leyfist að fljúga niður drynjandi flugvél?“Völlurinn lokaður um nætur nema eitthvað sérstakt komi til Þórhildur Elín Einarsdóttir er upplýsingafulltrúi á Samgöngustofu. Hún bendir á handbók sem finna má á vef Samgöngustofu þar sem lesa má allt um talsvert umtalsvert regluverk í tengslum við Reykjavíkurflugvöll. Og þar kemur fram að þumalputtareglan sé sú að völlurinn sé lokaður að nóttu til. Þórhildur Elín er reyndar nágranni Páls Baldvins, en hún næturflug hafa ekki raskað svefnró hennar. „Nei, ég sef alveg eins og kleina.“ Og upplýsingafulltrúi Isavia, rekstraraðila vallarins, Friðþór Eydal, segir það rétt vera. Flugtök eru ekki leyfð milli sjö að morgni og hálf tólf að kvöldi á virkum dögum nema sjúkraflug, flug vegna mannúðarmála, flug vegna leitar og björgunar og flug vegna þjóðaröryggis og annarra ríkismála. „Þetta snýr að flugtaki. Svo hafa verið að koma flug frá Grænlandi til lendingar. Og svo hefur verið eitthvað um flug í tengslum við líffæragjafir. Annars er Isavia bara að skaffa flugvöllinn og halda honum opnum samkvæmt reglum,“ segir Friðþór og telur rétt að ræða við Flugþjónustuna, sem afgreiðir flugvélar á vellinum.Líffæraflutningar algengir í janúarSá sem varð fyrir svörum hjá Flugþjónustunni, en vildi láta nafn sitt liggja á milli hluta, sagði flug með líffæri um Reykjavíkurflugvöll „mjög algeng. Sérstaklega í janúarmánuði. Þetta sparar um 40 mínútur sem getur skipt sköpum þegar skipta á um hjarta,“ segir starfsmaðurinn en kann engar skýringar á því hvers vegna janúar er svona vinsæll í þessu sambandi. Hann segir þetta flug frá og til Skandinavíu. Bæði koma flugvélar hingað til að sækja líffæri og koma með. „Svo var fyrirburi sem var farið með, hann var við dauðans dyr, til Skandinavíu og koma aftur stálsleginn,“ segir þessi ónefndi starfsmaður Flugþjónustunnar og fer reyndar hvergi í grafgötur með hvar hann stendur í deilunni um staðsetningu flugvallarins. Því hann kýs að kveðja blaðamann með slagorðinu: „Flugvöllinn í Vatnsmýrinni!“ Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli hefur umtalsverðir líffæraflutningar farið um Reykjavíkurflugvöll nú að undanförnu; sex slík flug voru í janúar sem telst mikið. „Þetta kemur í bunum,“ segir starfsmaður Flugþjónustunnar.Ærandi hávaðiPáll Baldvin Baldvinsson rithöfundur vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í þessari viku hafi hann orðið var við þó nokkra flugumferð að nóttu til. Páll Baldvin býr við kirkjugarðinn í Reykjavík og segir hávaðann þar geta orðið ærandi. „Hávaðinn er líka mismikill eftir götum og hæð. Í neðsta hluta Ljósvallagötu tók ég einu sinni eftir að hann var ærandi, endurkast milli húsanna magnaði hann. Hér á Hólavöllum er hann hærri en td. á efri hæð við Tjarnargötu. Ætli það sé til almennileg mæling á honum hringinn í kringum völlinn eftir húsahæð?“ spyr Páll. Þá veltir hann fyrir sér því hvernig regluverki í tengslum við hávaðamengun sé háttað og hvort ekki sé verið að gera upp á milli fyrirtækja hvað það varðar: „Því mega menn ekki reka öskrandi drum and base stað í íbúðarhverfi fyrst Isavia leyfist að fljúga niður drynjandi flugvél?“Völlurinn lokaður um nætur nema eitthvað sérstakt komi til Þórhildur Elín Einarsdóttir er upplýsingafulltrúi á Samgöngustofu. Hún bendir á handbók sem finna má á vef Samgöngustofu þar sem lesa má allt um talsvert umtalsvert regluverk í tengslum við Reykjavíkurflugvöll. Og þar kemur fram að þumalputtareglan sé sú að völlurinn sé lokaður að nóttu til. Þórhildur Elín er reyndar nágranni Páls Baldvins, en hún næturflug hafa ekki raskað svefnró hennar. „Nei, ég sef alveg eins og kleina.“ Og upplýsingafulltrúi Isavia, rekstraraðila vallarins, Friðþór Eydal, segir það rétt vera. Flugtök eru ekki leyfð milli sjö að morgni og hálf tólf að kvöldi á virkum dögum nema sjúkraflug, flug vegna mannúðarmála, flug vegna leitar og björgunar og flug vegna þjóðaröryggis og annarra ríkismála. „Þetta snýr að flugtaki. Svo hafa verið að koma flug frá Grænlandi til lendingar. Og svo hefur verið eitthvað um flug í tengslum við líffæragjafir. Annars er Isavia bara að skaffa flugvöllinn og halda honum opnum samkvæmt reglum,“ segir Friðþór og telur rétt að ræða við Flugþjónustuna, sem afgreiðir flugvélar á vellinum.Líffæraflutningar algengir í janúarSá sem varð fyrir svörum hjá Flugþjónustunni, en vildi láta nafn sitt liggja á milli hluta, sagði flug með líffæri um Reykjavíkurflugvöll „mjög algeng. Sérstaklega í janúarmánuði. Þetta sparar um 40 mínútur sem getur skipt sköpum þegar skipta á um hjarta,“ segir starfsmaðurinn en kann engar skýringar á því hvers vegna janúar er svona vinsæll í þessu sambandi. Hann segir þetta flug frá og til Skandinavíu. Bæði koma flugvélar hingað til að sækja líffæri og koma með. „Svo var fyrirburi sem var farið með, hann var við dauðans dyr, til Skandinavíu og koma aftur stálsleginn,“ segir þessi ónefndi starfsmaður Flugþjónustunnar og fer reyndar hvergi í grafgötur með hvar hann stendur í deilunni um staðsetningu flugvallarins. Því hann kýs að kveðja blaðamann með slagorðinu: „Flugvöllinn í Vatnsmýrinni!“
Fréttir af flugi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira