Amnesty styðji við lögleiðingu vændis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Umdeild tillaga Tillaga Amnesty hefur vakið mikla reiði meðal mann- og kvenréttindasamtaka. Fréttablaðið/Valli Fyrir aðalþingi Amnesty International í Dyflinni í næstu viku liggja drög að stefnubreytingu hreyfingarinnar sem miðar að því að Amnesty styðji lögleiðingu vændis víða um heim. Tillagan er afar umdeild en fjöldi fulltrúa mannréttindahreyfinga og kvenréttindasamtaka hafa varað við henni og hafa meðal annars fengið til liðs við sig þungavigtarfólk í Hollywood til að andmæla málstað Amnesty. Þar á meðal eru leikkonurnar Lena Dunham, Kate Winslet, Meryl Streep og annað nafntogað fólk. Íslandsdeild Amnesty sendir sína fulltrúa á aðalþingið en deildin hefur enn ekki tekið afstöðu til málsins.Anna Lúðvíksdóttir„Eins og er komið fram þá liggur þetta fyrir og það sem við teljum mikilvægast er að hlusta á öll sjónarmið og taka okkar afstöðu á grundvelli mannréttinda þessa fólks sem þarna er um að ræða,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. Hún segir mikilvægt að fólk setjist niður saman og taki yfirvegaða afstöðu til málsins. Enn sé vika til stefnu og fulltrúar Íslandsdeildarinnar muni fylgjast með öllum hliðum málsins fram að atkvæðagreiðslu. Breytingatillögur við tillöguna gætu til dæmis haft áhrif. Í tillögu Amnesty er meðal annars lögð áhersla á að mannréttindi fólks sem starfar í kynlífsþjónustu séu varin, að barátta gegn mansali og kynbundnu ofbeldi verði efld. Í rökstuðningi sem fylgir tillögu Amnesty er því haldið fram að vísbendingar séu um það að glæpavæðing vændis sé líklegri til að skaða þann sem starfar í kynlífsþjónustu. Viðkomandi sé í meiri hættu á að verða fyrir áreiti og ofbeldi auk þess sem réttindi þeirra á borð við trygginga- og lífeyrismál eru óviðunandi. Hóparnir og einstaklingarnir sem andmæla tillögu Amnesty hafa skrifað samtökunum bréf þar sem miklum vonbrigðum er lýst. Þeir sem skrifa undir bréfið eru sammála því að vernda verði réttindi þeirra sem starfa í kynlífsiðnaði en tillagan muni réttlæta tilvist hórmangara, vændishúsa og verslunar með kynlíf. Í bréfinu benda þau jafnframt á að með lögleiðingu vændis í sumum Evrópuríkjum hafi eftirspurn aukist gríðarlega og mansal samhliða því. Aðspurð um hvort málið umdeilda hafi skapað hita innan Amnesty á alþjóðavísu segir Anna að fólk muni ræða málið af yfirvegun. „Á málefnum Amnesty hefur fólk mismunandi skoðanir og fólk ræðir þetta bara á rólegu nótunum,“ segir hún. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Fyrir aðalþingi Amnesty International í Dyflinni í næstu viku liggja drög að stefnubreytingu hreyfingarinnar sem miðar að því að Amnesty styðji lögleiðingu vændis víða um heim. Tillagan er afar umdeild en fjöldi fulltrúa mannréttindahreyfinga og kvenréttindasamtaka hafa varað við henni og hafa meðal annars fengið til liðs við sig þungavigtarfólk í Hollywood til að andmæla málstað Amnesty. Þar á meðal eru leikkonurnar Lena Dunham, Kate Winslet, Meryl Streep og annað nafntogað fólk. Íslandsdeild Amnesty sendir sína fulltrúa á aðalþingið en deildin hefur enn ekki tekið afstöðu til málsins.Anna Lúðvíksdóttir„Eins og er komið fram þá liggur þetta fyrir og það sem við teljum mikilvægast er að hlusta á öll sjónarmið og taka okkar afstöðu á grundvelli mannréttinda þessa fólks sem þarna er um að ræða,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. Hún segir mikilvægt að fólk setjist niður saman og taki yfirvegaða afstöðu til málsins. Enn sé vika til stefnu og fulltrúar Íslandsdeildarinnar muni fylgjast með öllum hliðum málsins fram að atkvæðagreiðslu. Breytingatillögur við tillöguna gætu til dæmis haft áhrif. Í tillögu Amnesty er meðal annars lögð áhersla á að mannréttindi fólks sem starfar í kynlífsþjónustu séu varin, að barátta gegn mansali og kynbundnu ofbeldi verði efld. Í rökstuðningi sem fylgir tillögu Amnesty er því haldið fram að vísbendingar séu um það að glæpavæðing vændis sé líklegri til að skaða þann sem starfar í kynlífsþjónustu. Viðkomandi sé í meiri hættu á að verða fyrir áreiti og ofbeldi auk þess sem réttindi þeirra á borð við trygginga- og lífeyrismál eru óviðunandi. Hóparnir og einstaklingarnir sem andmæla tillögu Amnesty hafa skrifað samtökunum bréf þar sem miklum vonbrigðum er lýst. Þeir sem skrifa undir bréfið eru sammála því að vernda verði réttindi þeirra sem starfa í kynlífsiðnaði en tillagan muni réttlæta tilvist hórmangara, vændishúsa og verslunar með kynlíf. Í bréfinu benda þau jafnframt á að með lögleiðingu vændis í sumum Evrópuríkjum hafi eftirspurn aukist gríðarlega og mansal samhliða því. Aðspurð um hvort málið umdeilda hafi skapað hita innan Amnesty á alþjóðavísu segir Anna að fólk muni ræða málið af yfirvegun. „Á málefnum Amnesty hefur fólk mismunandi skoðanir og fólk ræðir þetta bara á rólegu nótunum,“ segir hún.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira