Aron: Skref í rétta átt fyrir mig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2015 15:05 Aron fagnar sigurmarki sínu gegn Ajax sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. vísir/getty Eins og frá var greint á Vísi fyrr í dag er Aron Jóhannsson á leið til Werder Bremen en AZ Alkmaar hefur samþykkt fimm milljóna evra tilboð þýska liðsins í framherjann. AZ hefur staðfest félagaskiptin en Aron var í viðtali á heimasíðu félagsins í dag þar sem hann ræðir um þetta næsta skref á ferlinum. „Það er gott að taka næsta skref á ferlinum og þýska deildin er ein sú besta í heiminum,“ sagði Aron sem lék tvö og hálft tímabil með AZ. „Að sama skapi eru þetta blendnar tilfinningar. Það er erfitt að yfirgefa AZ og vini mína hér. En það eru spennandi tímar framundan og ég get ekki beðið eftir því að byrja með nýja liðinu.“Sjá einnig: Fjölnir hagnast vel á félagaskiptum Arons Aron segir að það hafi ekki verið neitt sérstaklega erfið ákvörðun að fara til Bremen sem endaði í 10. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili. „Þegar þeir komu inn í myndina var þetta frekar auðveld ákvörðun því ég vil að sjálfsögðu spila fyrir sterkara lið í sterkari deild. Þetta er skref í rétta átt fyrir mig,“ sagði Aron sem er ánægður með tímann hjá AZ. „Ég hef lært mikið og þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími. Við unnum bikarkeppnina nokkrum mánuðum eftir að ég kom hingað, náðum góðum árangri í Evrópudeildinni og svo enduðum við í 3. sæti hollensku deildarinnar í fyrra. Ég mun sakna félagsins.“ Aron segir að sigurmarkið sem hann skoraði gegn Ajax á Amsterdam Arena 5. febrúar síðastliðinn standi upp úr á ferli hans hjá AZ. „Það er uppáhalds augnablikið á ferli mínum hér og það er líklega einnig í uppáhaldi hjá stuðningsmönnunum. Markið tryggði okkur sigur á Ajax á útivelli í fyrsta sinn í yfir 30 ár,“ sagði Aron en viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér. Fótbolti Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Sjá meira
Eins og frá var greint á Vísi fyrr í dag er Aron Jóhannsson á leið til Werder Bremen en AZ Alkmaar hefur samþykkt fimm milljóna evra tilboð þýska liðsins í framherjann. AZ hefur staðfest félagaskiptin en Aron var í viðtali á heimasíðu félagsins í dag þar sem hann ræðir um þetta næsta skref á ferlinum. „Það er gott að taka næsta skref á ferlinum og þýska deildin er ein sú besta í heiminum,“ sagði Aron sem lék tvö og hálft tímabil með AZ. „Að sama skapi eru þetta blendnar tilfinningar. Það er erfitt að yfirgefa AZ og vini mína hér. En það eru spennandi tímar framundan og ég get ekki beðið eftir því að byrja með nýja liðinu.“Sjá einnig: Fjölnir hagnast vel á félagaskiptum Arons Aron segir að það hafi ekki verið neitt sérstaklega erfið ákvörðun að fara til Bremen sem endaði í 10. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili. „Þegar þeir komu inn í myndina var þetta frekar auðveld ákvörðun því ég vil að sjálfsögðu spila fyrir sterkara lið í sterkari deild. Þetta er skref í rétta átt fyrir mig,“ sagði Aron sem er ánægður með tímann hjá AZ. „Ég hef lært mikið og þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími. Við unnum bikarkeppnina nokkrum mánuðum eftir að ég kom hingað, náðum góðum árangri í Evrópudeildinni og svo enduðum við í 3. sæti hollensku deildarinnar í fyrra. Ég mun sakna félagsins.“ Aron segir að sigurmarkið sem hann skoraði gegn Ajax á Amsterdam Arena 5. febrúar síðastliðinn standi upp úr á ferli hans hjá AZ. „Það er uppáhalds augnablikið á ferli mínum hér og það er líklega einnig í uppáhaldi hjá stuðningsmönnunum. Markið tryggði okkur sigur á Ajax á útivelli í fyrsta sinn í yfir 30 ár,“ sagði Aron en viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Fótbolti Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Sjá meira