Aron: Skref í rétta átt fyrir mig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2015 15:05 Aron fagnar sigurmarki sínu gegn Ajax sem er í miklu uppáhaldi hjá honum. vísir/getty Eins og frá var greint á Vísi fyrr í dag er Aron Jóhannsson á leið til Werder Bremen en AZ Alkmaar hefur samþykkt fimm milljóna evra tilboð þýska liðsins í framherjann. AZ hefur staðfest félagaskiptin en Aron var í viðtali á heimasíðu félagsins í dag þar sem hann ræðir um þetta næsta skref á ferlinum. „Það er gott að taka næsta skref á ferlinum og þýska deildin er ein sú besta í heiminum,“ sagði Aron sem lék tvö og hálft tímabil með AZ. „Að sama skapi eru þetta blendnar tilfinningar. Það er erfitt að yfirgefa AZ og vini mína hér. En það eru spennandi tímar framundan og ég get ekki beðið eftir því að byrja með nýja liðinu.“Sjá einnig: Fjölnir hagnast vel á félagaskiptum Arons Aron segir að það hafi ekki verið neitt sérstaklega erfið ákvörðun að fara til Bremen sem endaði í 10. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili. „Þegar þeir komu inn í myndina var þetta frekar auðveld ákvörðun því ég vil að sjálfsögðu spila fyrir sterkara lið í sterkari deild. Þetta er skref í rétta átt fyrir mig,“ sagði Aron sem er ánægður með tímann hjá AZ. „Ég hef lært mikið og þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími. Við unnum bikarkeppnina nokkrum mánuðum eftir að ég kom hingað, náðum góðum árangri í Evrópudeildinni og svo enduðum við í 3. sæti hollensku deildarinnar í fyrra. Ég mun sakna félagsins.“ Aron segir að sigurmarkið sem hann skoraði gegn Ajax á Amsterdam Arena 5. febrúar síðastliðinn standi upp úr á ferli hans hjá AZ. „Það er uppáhalds augnablikið á ferli mínum hér og það er líklega einnig í uppáhaldi hjá stuðningsmönnunum. Markið tryggði okkur sigur á Ajax á útivelli í fyrsta sinn í yfir 30 ár,“ sagði Aron en viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér. Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Eins og frá var greint á Vísi fyrr í dag er Aron Jóhannsson á leið til Werder Bremen en AZ Alkmaar hefur samþykkt fimm milljóna evra tilboð þýska liðsins í framherjann. AZ hefur staðfest félagaskiptin en Aron var í viðtali á heimasíðu félagsins í dag þar sem hann ræðir um þetta næsta skref á ferlinum. „Það er gott að taka næsta skref á ferlinum og þýska deildin er ein sú besta í heiminum,“ sagði Aron sem lék tvö og hálft tímabil með AZ. „Að sama skapi eru þetta blendnar tilfinningar. Það er erfitt að yfirgefa AZ og vini mína hér. En það eru spennandi tímar framundan og ég get ekki beðið eftir því að byrja með nýja liðinu.“Sjá einnig: Fjölnir hagnast vel á félagaskiptum Arons Aron segir að það hafi ekki verið neitt sérstaklega erfið ákvörðun að fara til Bremen sem endaði í 10. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili. „Þegar þeir komu inn í myndina var þetta frekar auðveld ákvörðun því ég vil að sjálfsögðu spila fyrir sterkara lið í sterkari deild. Þetta er skref í rétta átt fyrir mig,“ sagði Aron sem er ánægður með tímann hjá AZ. „Ég hef lært mikið og þetta hefur verið mjög ánægjulegur tími. Við unnum bikarkeppnina nokkrum mánuðum eftir að ég kom hingað, náðum góðum árangri í Evrópudeildinni og svo enduðum við í 3. sæti hollensku deildarinnar í fyrra. Ég mun sakna félagsins.“ Aron segir að sigurmarkið sem hann skoraði gegn Ajax á Amsterdam Arena 5. febrúar síðastliðinn standi upp úr á ferli hans hjá AZ. „Það er uppáhalds augnablikið á ferli mínum hér og það er líklega einnig í uppáhaldi hjá stuðningsmönnunum. Markið tryggði okkur sigur á Ajax á útivelli í fyrsta sinn í yfir 30 ár,“ sagði Aron en viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira