Vaknað upp við vondan draum Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Svavar Hávarðsson skrifa 19. ágúst 2015 07:00 Gunnar Bragi heimsótti Úkraínu í tvígang á síðasta ári, fyrst í mars og síðar í júlí, eftir að farþegaþota hafði verið skotin niður yfir landinu. Hér er hann á Maidan-torgi í Kænugarði. Vísir/Valli Stjórnarliðar virðast nýverið hafa vaknað upp við þann vonda draum að það að Íslendingar styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum muni hafa afleiðingar í för með sér. Raunar virðist sem einhverjum hafi orðið það ljóst nú að fyrir 17 mánuðum var sú ákvörðun tekin. Ljóst er að málið er umdeilt og meira að segja ráðherrar tala út og suður um málið, hvað þá óbreyttir þingmenn. Raunin er þó sú að það var í mars 2014 sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tilkynnti um stuðning Íslands við þvingunaraðgerðirnar. 17. mars gaf hann út reglugerð þar sem tilkynnt var um stuðninginn, en sú ákvörðun byggðist á ákvörðun Evrópuráðsins frá 6. mars. Gunnar Bragi var býsna skýr um stuðning Íslands. „Alþjóðasamfélagið þarf að senda skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi. Ísland getur á grundvelli EES-samningsins tekið þátt í aðgerðum ESB. Ég tel að Ísland eigi að taka þátt í slíkum aðgerðum og mun ég því eiga lögbundið samráð við utanríkismálanefnd á morgun,“ sagði hann í frétt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/PjeturStöðugur stuðningur Þessi orð Gunnars Braga hefðu ekki átt að koma neinum á óvart. Hin ýmsu samtök og fundir vestrænna ríkja höfðu lengi fjallað um ástandið í Úkraínu og fordæmt framferði Rússa þar á ýmsum stigum. Það er fróðlegt að fletta í gegnum fréttasafn utanríkisráðuneytisins, þar er Úkraína ansi fyrirferðarmikil. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visagrad-ríkjanna (Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands) funduðu 7. mars og þar kom fram að Ísland styddi alþjóðlegar aðgerðir gegn Rússum. NATO hélt fjölmarga fundi um málefni Úkraínu og alltaf var Gunnar Bragi mættur til að lýsa yfir stuðningi Íslands, út allt árið í fyrra. Hann hélt ræðu á fundi ráðherraráðs ESB 6. maí þar sem hann studdi tillögur um aðgerðir gagnvart Rússum. Gunnar Bragi fór síðan til Úkraínu í mars og júlí í fyrra og gerði meðal annars samstarfssamning um uppbyggingu í jarðhitaverkefnum. Þar lét hann ekki undir höfuð leggjast að sýna hvar samúð hans lá í átökum Úkraínu og Rússlands. Enn á ný var afstaða Íslands tíunduð þegar Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, kom í heimsókn til Íslands 13. ágúst. Gunnar Bragi var býsna skýr í máli: „Utanríkisráðherra gerði grein fyrir nýafstaðinni heimsókn til Úkraínu og samtölum við ráðamenn þar en eins og fram hefur komið styðja íslensk stjórnvöld aðgerðir Atlantshafsbandalagsins varðandi Úkraínu.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAVar enginn að hlusta? Í raun væri hægt að fylla heilu tölublöð Fréttablaðsins af tilvitnunum í Gunnar Braga Sveinsson, þar sem hann ítrekar stuðning Íslendinga við þvinganir Atlantshafsbandalagsins og ESB gagnvart Rússum. Á blaðamannafundi í Kænugarði í mars 2014 sagði ráðherra að Íslendingar stæðu heilshugar á bak við aðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins og að viðskiptahagsmunir Íslendinga gagnvart Rússum yrðu að víkja ef því væri að skipta í þessu máli. „Við höfum átt í ágætu sambandi við Rússa í 70 ár, það hefur gengið upp og niður. Nú finnst okkur þeir hafa farið yfir strikið og þess vegna erum við til í að standa með Evrópuþjóðum og í raun vil ég leyfa mér að segja flestum þjóðum heims, í að koma því til skila að árið 2014 geta menn ekki farið fram með þessum hætti í Evrópu,“ sagði hann við Stöð 2 sama dag. Stuðningur hans, og þar af leiðandi Íslands, ætti því ekki að koma neinum á óvart, nema menn hafi einfaldlega ekki verið að hlusta á utanríkisráðherra Íslands. Í það minnsta er ekki að sjá af orðum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að þeir hafi verið meðvitaðir um ákvarðanir samráðherra síns og hverjar afleiðingar þeirra gætu orðið. Tengdar fréttir Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57 Algert hrun í tekjum smábátaútgerða Framkvæmdastjóri SFS segir mikilvægt að allir aðilar vinni saman að því að takamarka tjónið vegna innflutningsbanns Rússa. 18. ágúst 2015 18:33 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Stjórnarliðar virðast nýverið hafa vaknað upp við þann vonda draum að það að Íslendingar styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum muni hafa afleiðingar í för með sér. Raunar virðist sem einhverjum hafi orðið það ljóst nú að fyrir 17 mánuðum var sú ákvörðun tekin. Ljóst er að málið er umdeilt og meira að segja ráðherrar tala út og suður um málið, hvað þá óbreyttir þingmenn. Raunin er þó sú að það var í mars 2014 sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tilkynnti um stuðning Íslands við þvingunaraðgerðirnar. 17. mars gaf hann út reglugerð þar sem tilkynnt var um stuðninginn, en sú ákvörðun byggðist á ákvörðun Evrópuráðsins frá 6. mars. Gunnar Bragi var býsna skýr um stuðning Íslands. „Alþjóðasamfélagið þarf að senda skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi. Ísland getur á grundvelli EES-samningsins tekið þátt í aðgerðum ESB. Ég tel að Ísland eigi að taka þátt í slíkum aðgerðum og mun ég því eiga lögbundið samráð við utanríkismálanefnd á morgun,“ sagði hann í frétt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.Vísir/PjeturStöðugur stuðningur Þessi orð Gunnars Braga hefðu ekki átt að koma neinum á óvart. Hin ýmsu samtök og fundir vestrænna ríkja höfðu lengi fjallað um ástandið í Úkraínu og fordæmt framferði Rússa þar á ýmsum stigum. Það er fróðlegt að fletta í gegnum fréttasafn utanríkisráðuneytisins, þar er Úkraína ansi fyrirferðarmikil. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visagrad-ríkjanna (Póllands, Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands) funduðu 7. mars og þar kom fram að Ísland styddi alþjóðlegar aðgerðir gegn Rússum. NATO hélt fjölmarga fundi um málefni Úkraínu og alltaf var Gunnar Bragi mættur til að lýsa yfir stuðningi Íslands, út allt árið í fyrra. Hann hélt ræðu á fundi ráðherraráðs ESB 6. maí þar sem hann studdi tillögur um aðgerðir gagnvart Rússum. Gunnar Bragi fór síðan til Úkraínu í mars og júlí í fyrra og gerði meðal annars samstarfssamning um uppbyggingu í jarðhitaverkefnum. Þar lét hann ekki undir höfuð leggjast að sýna hvar samúð hans lá í átökum Úkraínu og Rússlands. Enn á ný var afstaða Íslands tíunduð þegar Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, kom í heimsókn til Íslands 13. ágúst. Gunnar Bragi var býsna skýr í máli: „Utanríkisráðherra gerði grein fyrir nýafstaðinni heimsókn til Úkraínu og samtölum við ráðamenn þar en eins og fram hefur komið styðja íslensk stjórnvöld aðgerðir Atlantshafsbandalagsins varðandi Úkraínu.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAVar enginn að hlusta? Í raun væri hægt að fylla heilu tölublöð Fréttablaðsins af tilvitnunum í Gunnar Braga Sveinsson, þar sem hann ítrekar stuðning Íslendinga við þvinganir Atlantshafsbandalagsins og ESB gagnvart Rússum. Á blaðamannafundi í Kænugarði í mars 2014 sagði ráðherra að Íslendingar stæðu heilshugar á bak við aðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins og að viðskiptahagsmunir Íslendinga gagnvart Rússum yrðu að víkja ef því væri að skipta í þessu máli. „Við höfum átt í ágætu sambandi við Rússa í 70 ár, það hefur gengið upp og niður. Nú finnst okkur þeir hafa farið yfir strikið og þess vegna erum við til í að standa með Evrópuþjóðum og í raun vil ég leyfa mér að segja flestum þjóðum heims, í að koma því til skila að árið 2014 geta menn ekki farið fram með þessum hætti í Evrópu,“ sagði hann við Stöð 2 sama dag. Stuðningur hans, og þar af leiðandi Íslands, ætti því ekki að koma neinum á óvart, nema menn hafi einfaldlega ekki verið að hlusta á utanríkisráðherra Íslands. Í það minnsta er ekki að sjá af orðum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að þeir hafi verið meðvitaðir um ákvarðanir samráðherra síns og hverjar afleiðingar þeirra gætu orðið.
Tengdar fréttir Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57 Algert hrun í tekjum smábátaútgerða Framkvæmdastjóri SFS segir mikilvægt að allir aðilar vinni saman að því að takamarka tjónið vegna innflutningsbanns Rússa. 18. ágúst 2015 18:33 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Þingmaður XD: „Ísland stendur stolt með vestrænum lýðræðisríkjum“ Unnur Brá Konráðsdóttir segir sjálfsagt að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og vesturvelda gagnvart Rússlandi. 17. ágúst 2015 09:57
Algert hrun í tekjum smábátaútgerða Framkvæmdastjóri SFS segir mikilvægt að allir aðilar vinni saman að því að takamarka tjónið vegna innflutningsbanns Rússa. 18. ágúst 2015 18:33
„Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33
Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50