Algert hrun í tekjum smábátaútgerða Heimir Már Pétursson skrifar 18. ágúst 2015 18:33 Rússar skulda íslenskum útgerðum á bilinu tvo til þrjá milljarða króna og flutningaskipi með loðnu og makríl var snúið frá Rússlandi í dag. Algert hrun verður í tekjum smábátaútgerða af makrílveiðum í ár vegna innflutingsbanns Rússa. Fulltrúar útgerðar, fiskvinnslu, smábátasjómanna og laxeldisstöðva funduðu með embættismönnum úr forsætisráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu í stjórnarráðinu í dag vegna innflutningsbanns Rússa á íslenskum fiski. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir megintilgang fundarins að reyna að greina ástandið. „Við erum að reyna að átta okkur á umfangi þess hvað varðar fjármagn, störf og almenn áhrif hér á landi. Við erum að reyna að átta okkur á leiðum til að minnka þetta áfall og reyna þá að vera skapandi í því að skilgreina nýja staði til að selja og veita meira svigrúm fyrir fyrirtækin til að bregðast við þessu,“ segir Kolbeinn. Allir verði að vinna saman að því að takmarka tjónið. Ekkert komi í stað Rússlandsmarkaðar eins og skot og vonandi opnist sá markaður aftur. Smábátaútgerðin kemur illa út úr makrílvertíðinni á þessu sumri vegna innflutningsbannsins. Örn Pálsson formaður Félags smábátasjómanna segir báta nú hætta veiðum hver af öðrum og tekjutapið sé mikið. „Við ætluðum okkur að veiða sjö til átta þúsund tonn en við erum í nokkur hundruð tonnum það sem af er. Veiðin er samt mjög góð og makríllinn í góðu standi. Þannig að þetta er alveg sorg grætilegt,“ segir Örn.Þannig að það er nánast að verða sjálfstopp?„Já það horfir því miður til þess og fáir sem hafa líka áhuga á að taka á móti makrílnum og fyrirtæki hafa líka verið að stoppa,“ segir Örn.Rússar í mikilli kreppuUm sjötíu prósent af útflutningstekjum Rússa koma frá gasi og olíu en verð á henni hefur hríðfallið á heimsmarkaði á undanförnum misserum eins og rússneska rúblan. Margt bendir því til að innflutningsbannið sé að hluta til yfirvarp til að fela skort á gjaldeyri. „Mér finnst þetta ekki líklegt. Af hverju að takmarka innflutning á matvælum sem eru tiltölulega ódýr og fara til þeirra sem ekki hafa mikið umleikis á meðan enn er heimilt að flytja inn Benza og Gucci töskur? Það er notaður gjaldeyrir til að kaupa það líka. Ég held að það sé ekki líkleg skýring,“ segir Kolbeinn.En elítan kaupur Gucci og Benz en almenningur fiskinn og kannski eru matvæli flutt inn fyrir stærri upphæðir en þessar lúxusvörur sem þú nefnir?„Ég tek þetta bar sem dæmi. En að fókusinn komi yfir á Ísland vegna stórrar gjaldeyriskreppu, ég sé það ekki. En ég svo sem veit jafn mikið um það og hver annar,“ segir Kolbeinn. Rússar skulda íslenskum útgerðum á bilinu tvo til þrjá milljarða sem framkvæmdastjóri SFS segist vongóður um að verði greiddir og flutningaskipi með makríl og loðnu var snúið frá Rússlandi í dag. Fulltrúar sjómanna og fiskverkafólks hafa hingað til ekki verið boðaðir til samráðsfunda í stjórnarráðinu en innflutningsbannið hefur líka áhrif á kjör þeirra. Það er þó ekki ólíklegt samkvæmt heimildum fréttastofunnar að þeir verði boðaðir til funda. Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Afstýra hefði mátt tjóni ef stjórnvöld hefðu unnið heimavinnuna Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. 17. ágúst 2015 19:15 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Rússar skulda íslenskum útgerðum á bilinu tvo til þrjá milljarða króna og flutningaskipi með loðnu og makríl var snúið frá Rússlandi í dag. Algert hrun verður í tekjum smábátaútgerða af makrílveiðum í ár vegna innflutingsbanns Rússa. Fulltrúar útgerðar, fiskvinnslu, smábátasjómanna og laxeldisstöðva funduðu með embættismönnum úr forsætisráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu í stjórnarráðinu í dag vegna innflutningsbanns Rússa á íslenskum fiski. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir megintilgang fundarins að reyna að greina ástandið. „Við erum að reyna að átta okkur á umfangi þess hvað varðar fjármagn, störf og almenn áhrif hér á landi. Við erum að reyna að átta okkur á leiðum til að minnka þetta áfall og reyna þá að vera skapandi í því að skilgreina nýja staði til að selja og veita meira svigrúm fyrir fyrirtækin til að bregðast við þessu,“ segir Kolbeinn. Allir verði að vinna saman að því að takmarka tjónið. Ekkert komi í stað Rússlandsmarkaðar eins og skot og vonandi opnist sá markaður aftur. Smábátaútgerðin kemur illa út úr makrílvertíðinni á þessu sumri vegna innflutningsbannsins. Örn Pálsson formaður Félags smábátasjómanna segir báta nú hætta veiðum hver af öðrum og tekjutapið sé mikið. „Við ætluðum okkur að veiða sjö til átta þúsund tonn en við erum í nokkur hundruð tonnum það sem af er. Veiðin er samt mjög góð og makríllinn í góðu standi. Þannig að þetta er alveg sorg grætilegt,“ segir Örn.Þannig að það er nánast að verða sjálfstopp?„Já það horfir því miður til þess og fáir sem hafa líka áhuga á að taka á móti makrílnum og fyrirtæki hafa líka verið að stoppa,“ segir Örn.Rússar í mikilli kreppuUm sjötíu prósent af útflutningstekjum Rússa koma frá gasi og olíu en verð á henni hefur hríðfallið á heimsmarkaði á undanförnum misserum eins og rússneska rúblan. Margt bendir því til að innflutningsbannið sé að hluta til yfirvarp til að fela skort á gjaldeyri. „Mér finnst þetta ekki líklegt. Af hverju að takmarka innflutning á matvælum sem eru tiltölulega ódýr og fara til þeirra sem ekki hafa mikið umleikis á meðan enn er heimilt að flytja inn Benza og Gucci töskur? Það er notaður gjaldeyrir til að kaupa það líka. Ég held að það sé ekki líkleg skýring,“ segir Kolbeinn.En elítan kaupur Gucci og Benz en almenningur fiskinn og kannski eru matvæli flutt inn fyrir stærri upphæðir en þessar lúxusvörur sem þú nefnir?„Ég tek þetta bar sem dæmi. En að fókusinn komi yfir á Ísland vegna stórrar gjaldeyriskreppu, ég sé það ekki. En ég svo sem veit jafn mikið um það og hver annar,“ segir Kolbeinn. Rússar skulda íslenskum útgerðum á bilinu tvo til þrjá milljarða sem framkvæmdastjóri SFS segist vongóður um að verði greiddir og flutningaskipi með makríl og loðnu var snúið frá Rússlandi í dag. Fulltrúar sjómanna og fiskverkafólks hafa hingað til ekki verið boðaðir til samráðsfunda í stjórnarráðinu en innflutningsbannið hefur líka áhrif á kjör þeirra. Það er þó ekki ólíklegt samkvæmt heimildum fréttastofunnar að þeir verði boðaðir til funda.
Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53 Afstýra hefði mátt tjóni ef stjórnvöld hefðu unnið heimavinnuna Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. 17. ágúst 2015 19:15 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Gunnar Bragi segir viðskiptabann Rússa vonbrigði „Við höfum verið í stöðugum samskiptum við rússneska embættismenn og stjórnvöld, reynt að fylgjast með þessu en fengum engar upplýsingar um þetta,“ segir utanríkisráðherra. 13. ágúst 2015 11:53
Afstýra hefði mátt tjóni ef stjórnvöld hefðu unnið heimavinnuna Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. 17. ágúst 2015 19:15
„Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33
Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkisráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum. 15. ágúst 2015 07:00