Steinull hf. sektuð um fimmtán milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2015 22:01 Aðalskrifstofu Steinullar hf. er á Sauðárkróki. Vísir/Pjetur Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem komst að þeirri niðurstöðu í maí síðastliðnum að Steinull hefði brotið gegn skilyrðum í ákvörðun samkeppnisráðs. Áfrýjunarnefndin ákvað þó að lækka sektina úr 20 milljónum í 15 milljónir króna. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að Steinull hefði meðal annars brotið gegn skilyrðunum með því að veita Húsasmiðjunni, nú Holtavegur 10 ehf., upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. Umrædd skilyrði voru sett vegna kaupa Byko, Holtavegur 10, og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni hf. (nú Steinull hf.). Þann 31. desember 2011 var rekstur Húsasmiðjunnar seldur til Bygma Ísland Holding ehf. Í tengslum við þessa sölu var nafni Húsasmiðjunnar breytt í Holtaveg 10 ehf. og nafni Bygma Ísland Holding ehf. breytt í Húsasmiðjuna ehf. Þann 3. apríl 2013 sendi Samkeppniseftirlitið Húsasmiðjunni (nú Holtavegur 10 ehf), Byko og Steinull hf. bréf þar sem greint var frá því að Samkeppniseftirlitið hefði ákveðið að taka til rannsóknar hvort fyrirtækin kunni að hafa brotið gegn skilyrðum sem sett voru í ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 19/2002. Þau brot sem voru til rannsóknar eru frá 2010 og febrúar 2011. Skilyrðunum samkeppnisráðs var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Holtavegs 10 að Steinull myndi takmarka samkeppni. Samkeppniseftirlitið taldi hæfilegt að leggja 20 milljóna króna stjórnvaldssekt á Steinull vegna þessa. Steinull skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem í dag birti úrskurð sinn. Staðfesti nefndin að Steinull hefði brotið gegn umræddri ákvörðun en taldi að það hefði verið minna að umfangi en Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar og lækkaði því sekt. Í úrskurði áfrýjunarnefndar segir:„Í ljósi þessarar niðurstöðu verður [Steinull] gert að greiða lægri sekt en ákveðin var í niðurstöðum ákvörðunar nr. 11/2015 og telst hún hæfilega ákveðin 15.000.000 kr. Hefur þá verið tekið tillit til þess að brotið telst í eðli sínu alvarlegt og að ekki gat farið á milli mála að upplýsingagjöfin var í andstöðu við skýr fyrirmæli.“Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var haldið fram að tuttugu milljóna króna sektin hefði staðið. Svo var ekki og fréttin því uppfærð. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem komst að þeirri niðurstöðu í maí síðastliðnum að Steinull hefði brotið gegn skilyrðum í ákvörðun samkeppnisráðs. Áfrýjunarnefndin ákvað þó að lækka sektina úr 20 milljónum í 15 milljónir króna. Var það mat Samkeppniseftirlitsins að Steinull hefði meðal annars brotið gegn skilyrðunum með því að veita Húsasmiðjunni, nú Holtavegur 10 ehf., upplýsingar um viðskiptakjör Norðuráls á steinull. Umrædd skilyrði voru sett vegna kaupa Byko, Holtavegur 10, og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni hf. (nú Steinull hf.). Þann 31. desember 2011 var rekstur Húsasmiðjunnar seldur til Bygma Ísland Holding ehf. Í tengslum við þessa sölu var nafni Húsasmiðjunnar breytt í Holtaveg 10 ehf. og nafni Bygma Ísland Holding ehf. breytt í Húsasmiðjuna ehf. Þann 3. apríl 2013 sendi Samkeppniseftirlitið Húsasmiðjunni (nú Holtavegur 10 ehf), Byko og Steinull hf. bréf þar sem greint var frá því að Samkeppniseftirlitið hefði ákveðið að taka til rannsóknar hvort fyrirtækin kunni að hafa brotið gegn skilyrðum sem sett voru í ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 19/2002. Þau brot sem voru til rannsóknar eru frá 2010 og febrúar 2011. Skilyrðunum samkeppnisráðs var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Holtavegs 10 að Steinull myndi takmarka samkeppni. Samkeppniseftirlitið taldi hæfilegt að leggja 20 milljóna króna stjórnvaldssekt á Steinull vegna þessa. Steinull skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem í dag birti úrskurð sinn. Staðfesti nefndin að Steinull hefði brotið gegn umræddri ákvörðun en taldi að það hefði verið minna að umfangi en Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar og lækkaði því sekt. Í úrskurði áfrýjunarnefndar segir:„Í ljósi þessarar niðurstöðu verður [Steinull] gert að greiða lægri sekt en ákveðin var í niðurstöðum ákvörðunar nr. 11/2015 og telst hún hæfilega ákveðin 15.000.000 kr. Hefur þá verið tekið tillit til þess að brotið telst í eðli sínu alvarlegt og að ekki gat farið á milli mála að upplýsingagjöfin var í andstöðu við skýr fyrirmæli.“Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var haldið fram að tuttugu milljóna króna sektin hefði staðið. Svo var ekki og fréttin því uppfærð.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent