Sjáðu brot úr ritgerð viðskiptafræðinemans: Sami leiðbeinandi að ritgerðinni sem fengin var að láni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2015 12:30 Nemandinn fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina og er útskrifaður viðskiptafræðingur í dag. Vísir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefur nú til athugunar ritgerð viðskiptafræðings sem útskrifaðist frá skólanum í febrúar. Fréttablaðið greindi fyrst frá ritgerðinni þegar grunur vaknaði um að margt væri ámælisvert í henni. Virðast heilu kaflarnir fengnir að láni úr öðrum ritgerðum og ummæli höfð eftir viðmælendum sem aldrei var rætt við. Fréttastofa hefur ritgerðina undir höndum og af lestri hennar að dæma virðist stór hluti ritverksins byggja á meistararitgerð Magnúsar Hauks Ásgeirssonar sem skilað var inn til viðskiptafræðideildar í júní í fyrra. Leiðbeinandi Magnúsar við skrifin var Dr. Þórhallur Örn Guðlaugsson dósent, en hann var einnig leiðbeinandi hins nýútskrifaða viðskiptafræðinema.Sjá einnig: Viðskiptafræðideild rannsakar tvö mál Ritgerð Magnúsar, sem aðgengileg er á Skemmu, er rannsókn á markaðsinngöngu fyrir ferðaþjónustuaðila á Suður-Grænlandi. Efnistök hennar eru um margt heimfæranleg á rannsóknarefni viðskiptafræðinemans sem fól í sér markaðsgreiningu á Suðurlandi. Líkindin eru töluverð með ritgerð Magnúsar.Tvítekningar og módel að láni Af lestri ritgerðar hins nýútskrifaða að dæma verður ekki um villst að hann hefur ekki einungis sótt innblástur í skrif Magnúsar heldur beinlínis heilu kaflana – jafnvel orðrétt. Þess má gæta strax í öðrum kafla ritgerðarinnar en glefsur úr kaflanum má sjá hér til hliðar. Brot úr ritgerð viðskiptafræðinemans er hér lagt ofan á kafla úr ritgerð Magnúsar og ljóst er að meistararitgerðin hefur haft töluverð áhrif á skrif viðskiptafræðinemans. Síðar í sama kafla notfærir viðskiptafræðineminn sér mynd sem einnig má finna í ritgerð Magnúsar, Þjónustuþríhyrning með áhrifum tækni. Ekki náðist í Magnús Hauk við gerð þessarar fréttar en allar líkur benda til þess að Magnús hafi sjálfur gert myndina enda virðist hana hvergi annars staðar að finna, hvorki í öðrum fræðiskrifum né á netinu.Sömu efnisgreinina má sjá hér fyrir ofan og neðan módel Magnúsar.Ekki einungis virðist myndin tekin ófrjálsri hendi úr meistararitgerðinni heldur er nærliggjandi texti greinileg endurorðun á skrifum Magnúsar. Þá er sama efnisgreinin tvítekin, fyrir ofan og neðan módel Magnúsar, líkt og sjá má hér til hliðar. Ætla mætti að yfirlestur á ritgerðinni hefði getað komið í veg fyrir þessi mistök. Þess utan eru fjölmargar innsláttarvillur að finna í ritgerðinni. Þá segir hinn nýútskrifaði viðskiptafræðingur að ritgerðin byggi á óstöðluðum viðtölum en þau eru í raun samtöl, ekki með fyrirfram ákveðnum spurningum. Í viðauka ritgerðar hans lætur hann þó fylgja með staðlaðan spurningalista sem hann á að hafa lagt fyrir viðmælendur sína.Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að viðskiptafræðineminn hefði hins vegar alls ekki rætt við nafngreinda viðmælendur í ritgerðinni heldur falsað þau. Þettta staðfesta Friðrik Pálsson hótelstjóri, Henk Hoogland, eigandi gistiheimilis, og þriðji viðmælandi sem kaus að koma ekki fram undir nafni. Allir viðmælendurnir hafa staðfest að höfundur ritgerðarinnar hafi aldrei rætt við þá.Spurt um afþreyingu á Akureyri Þrettán spurningar eru á hinum staðlaða lista sem finna má í viðhengi ritgerðarinnar og viðskiptafræðineminn segist hafa lagt fyrir. Listann má sjá hér til hliðar en allt bendir til þess að þær hafi verið fengnar að láni úr ritgerð Elfars Halldórssonar frá árinu 2011. Ritgerð Elfars laut að byggingu nýs hótels á Akureyri.Spurningar átta og níu eru um margt forvitnilegar.Sérstaka athygli vekja spurningar átta og níu sem virðast lítið erindi eiga við hótelrekstur á Suðurlandi. Sú áttunda spyr um aðkomu „aðila úr bænum“ en ekki er tilgreint hvaða bæ hér er um að ræða. Þó verður að gera ráð fyrir því að hér sé verið að vísa til Akureyrar því næsti liður spurningarinnar vísar til ráðstefnuhússins Hofs sem staðsett er í bænum. Níunda spurning lítur að afþreyingu þar sem þarf að geyma búnað fyrir ferðamenn. Sérstakt verður að teljast að ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi séu spurðir sérstaklega um skíðabúnað því ekkert skíðasvæði er á Suðurlandi – ef frá er taldir Hveradalir sem eru í órafjarlægð frá starfsemi viðmælenda viðskiptafræðinemans. Samanburð á listunum má sjá hér að neðan. Elfar Halldórsson vildi grennslast fyrir um fýsileika þess að byggja nýtt hótel á Akureyri. Af spurningalista viðskiptafræðinemans að dæma virðist hann hafa verið í sömu hugleiðingum.Nemendur ábyrgir fyrir verkum sínum Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent og leiðbeinandi í verkefninu, sagðist ekki vilja tjá sig um mál einstakra nemenda í samtali við Vísi í síðustu viku. „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir Þórhallur, aðspurður um ábyrgð leiðbeinenda. Hann bætti við að svona mál færu sína leið og að skólinn tæki málið mjög alvarlega. Þegar rætt var við Þórhall hafði ekki uppgötvast að hann hefði verið leiðbeinandi að meistararitgerðinni þaðan sem ýmislegt virðist hafa verið fengið að láni. Nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina og er útskrifaður viðskiptafræðingur í dag. „Ég er búinn að gera upp hug minn og ætla ekki að tjá mig um þetta mál,“ sagði viðskiptafræðingurinn nýútskrifaði þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. Hann fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina sem nú er til skoðunar hjá Háskóla Íslands.Ekki náðist í Þórhall Örn dósent eða Magnús Hauk við vinnslu þessarar fréttar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enn hallar á lokaritgerð viðskiptafræðinemans Telur hugmyndir notaðar án leyfis. 8. júní 2015 07:00 Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00 Viðskiptafræðideild rannsakar tvö mál Grunur leikur á um misferli tveggja nemenda Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands við ritgerðarskrif 10. júní 2015 09:15 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefur nú til athugunar ritgerð viðskiptafræðings sem útskrifaðist frá skólanum í febrúar. Fréttablaðið greindi fyrst frá ritgerðinni þegar grunur vaknaði um að margt væri ámælisvert í henni. Virðast heilu kaflarnir fengnir að láni úr öðrum ritgerðum og ummæli höfð eftir viðmælendum sem aldrei var rætt við. Fréttastofa hefur ritgerðina undir höndum og af lestri hennar að dæma virðist stór hluti ritverksins byggja á meistararitgerð Magnúsar Hauks Ásgeirssonar sem skilað var inn til viðskiptafræðideildar í júní í fyrra. Leiðbeinandi Magnúsar við skrifin var Dr. Þórhallur Örn Guðlaugsson dósent, en hann var einnig leiðbeinandi hins nýútskrifaða viðskiptafræðinema.Sjá einnig: Viðskiptafræðideild rannsakar tvö mál Ritgerð Magnúsar, sem aðgengileg er á Skemmu, er rannsókn á markaðsinngöngu fyrir ferðaþjónustuaðila á Suður-Grænlandi. Efnistök hennar eru um margt heimfæranleg á rannsóknarefni viðskiptafræðinemans sem fól í sér markaðsgreiningu á Suðurlandi. Líkindin eru töluverð með ritgerð Magnúsar.Tvítekningar og módel að láni Af lestri ritgerðar hins nýútskrifaða að dæma verður ekki um villst að hann hefur ekki einungis sótt innblástur í skrif Magnúsar heldur beinlínis heilu kaflana – jafnvel orðrétt. Þess má gæta strax í öðrum kafla ritgerðarinnar en glefsur úr kaflanum má sjá hér til hliðar. Brot úr ritgerð viðskiptafræðinemans er hér lagt ofan á kafla úr ritgerð Magnúsar og ljóst er að meistararitgerðin hefur haft töluverð áhrif á skrif viðskiptafræðinemans. Síðar í sama kafla notfærir viðskiptafræðineminn sér mynd sem einnig má finna í ritgerð Magnúsar, Þjónustuþríhyrning með áhrifum tækni. Ekki náðist í Magnús Hauk við gerð þessarar fréttar en allar líkur benda til þess að Magnús hafi sjálfur gert myndina enda virðist hana hvergi annars staðar að finna, hvorki í öðrum fræðiskrifum né á netinu.Sömu efnisgreinina má sjá hér fyrir ofan og neðan módel Magnúsar.Ekki einungis virðist myndin tekin ófrjálsri hendi úr meistararitgerðinni heldur er nærliggjandi texti greinileg endurorðun á skrifum Magnúsar. Þá er sama efnisgreinin tvítekin, fyrir ofan og neðan módel Magnúsar, líkt og sjá má hér til hliðar. Ætla mætti að yfirlestur á ritgerðinni hefði getað komið í veg fyrir þessi mistök. Þess utan eru fjölmargar innsláttarvillur að finna í ritgerðinni. Þá segir hinn nýútskrifaði viðskiptafræðingur að ritgerðin byggi á óstöðluðum viðtölum en þau eru í raun samtöl, ekki með fyrirfram ákveðnum spurningum. Í viðauka ritgerðar hans lætur hann þó fylgja með staðlaðan spurningalista sem hann á að hafa lagt fyrir viðmælendur sína.Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að viðskiptafræðineminn hefði hins vegar alls ekki rætt við nafngreinda viðmælendur í ritgerðinni heldur falsað þau. Þettta staðfesta Friðrik Pálsson hótelstjóri, Henk Hoogland, eigandi gistiheimilis, og þriðji viðmælandi sem kaus að koma ekki fram undir nafni. Allir viðmælendurnir hafa staðfest að höfundur ritgerðarinnar hafi aldrei rætt við þá.Spurt um afþreyingu á Akureyri Þrettán spurningar eru á hinum staðlaða lista sem finna má í viðhengi ritgerðarinnar og viðskiptafræðineminn segist hafa lagt fyrir. Listann má sjá hér til hliðar en allt bendir til þess að þær hafi verið fengnar að láni úr ritgerð Elfars Halldórssonar frá árinu 2011. Ritgerð Elfars laut að byggingu nýs hótels á Akureyri.Spurningar átta og níu eru um margt forvitnilegar.Sérstaka athygli vekja spurningar átta og níu sem virðast lítið erindi eiga við hótelrekstur á Suðurlandi. Sú áttunda spyr um aðkomu „aðila úr bænum“ en ekki er tilgreint hvaða bæ hér er um að ræða. Þó verður að gera ráð fyrir því að hér sé verið að vísa til Akureyrar því næsti liður spurningarinnar vísar til ráðstefnuhússins Hofs sem staðsett er í bænum. Níunda spurning lítur að afþreyingu þar sem þarf að geyma búnað fyrir ferðamenn. Sérstakt verður að teljast að ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi séu spurðir sérstaklega um skíðabúnað því ekkert skíðasvæði er á Suðurlandi – ef frá er taldir Hveradalir sem eru í órafjarlægð frá starfsemi viðmælenda viðskiptafræðinemans. Samanburð á listunum má sjá hér að neðan. Elfar Halldórsson vildi grennslast fyrir um fýsileika þess að byggja nýtt hótel á Akureyri. Af spurningalista viðskiptafræðinemans að dæma virðist hann hafa verið í sömu hugleiðingum.Nemendur ábyrgir fyrir verkum sínum Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent og leiðbeinandi í verkefninu, sagðist ekki vilja tjá sig um mál einstakra nemenda í samtali við Vísi í síðustu viku. „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir Þórhallur, aðspurður um ábyrgð leiðbeinenda. Hann bætti við að svona mál færu sína leið og að skólinn tæki málið mjög alvarlega. Þegar rætt var við Þórhall hafði ekki uppgötvast að hann hefði verið leiðbeinandi að meistararitgerðinni þaðan sem ýmislegt virðist hafa verið fengið að láni. Nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina og er útskrifaður viðskiptafræðingur í dag. „Ég er búinn að gera upp hug minn og ætla ekki að tjá mig um þetta mál,“ sagði viðskiptafræðingurinn nýútskrifaði þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. Hann fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina sem nú er til skoðunar hjá Háskóla Íslands.Ekki náðist í Þórhall Örn dósent eða Magnús Hauk við vinnslu þessarar fréttar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enn hallar á lokaritgerð viðskiptafræðinemans Telur hugmyndir notaðar án leyfis. 8. júní 2015 07:00 Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00 Viðskiptafræðideild rannsakar tvö mál Grunur leikur á um misferli tveggja nemenda Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands við ritgerðarskrif 10. júní 2015 09:15 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00
Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23
Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00
Viðskiptafræðideild rannsakar tvö mál Grunur leikur á um misferli tveggja nemenda Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands við ritgerðarskrif 10. júní 2015 09:15