Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Bjarki Ármannsson skrifar 11. júní 2015 17:01 Hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu. Vísir/Vilhelm Óróa og óánægju gætir meðal hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Landspítalans sem margir hverjir hafa þurft að vinna ótal aukavaktir því að verkfall hófst. Þeir segja að óvenju mörg bráðatilfelli hafi komið upp á síðustu tveimur vikum og að aukamannskap hafi þurft að kalla út á hverjum degi, mest ellefu manns.Aðeins tveir dagar liðið án of margra tilfella Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri gjörgæslu- og vöknunardeildar Landspítalans í Fossvogi, segir að frá því að verkfall hófst fyrir um hálfum mánuði hafi engan veginn verið hægt að sinna deildinni með þeim lágmarksmannskap sem þeim er ætlað að vera með.Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir.Vísir/Vilhelm„Á hverjum degi eru vanalega 28 hjúkrunarfræðingar á vakt, núna samkvæmt öryggismönnun eru þeir fimmtán,“ segir Kristín. „Við erum með tíu pláss á gjörgæslu, þannig að við eigum að geta tekið við tíu sjúklingum. Núna getum við tekið við svona fjórum til fimm.“ Kristín segir hinsvegar að fjöldi hjúkrunarfræðinga samkvæmt öryggismönnun hafi ekki dugað til að sinna þeim sjúklingafjölda sem verið hefur, nema síðustu tvo daga. Að meðaltali hafi þurft að kalla út sex til sjö manns á vakt á dag, en ekki sé á mörgum að hlaupa þar sem sumarfrí er einnig skollið á í deildinni. „Á fimmtudaginn var mikil slysaalda sem gekk yfir,“ segir Kristín. „Við kölluðum út tíu manns á engum tíma og starfsfólk hringdi líka inn. Fólk las um þetta í fréttum áður en við vissum að við ættum von á sjúklingum og var að spyrja hvort það ætti að koma, hvað það gæti gert.“ Kristín segir hjúkrunarfræðinga ekki vongóða um að það takist að semja um kjör úr því sem komið er og óttast mjög að lög verði sett á verkfallið.Hildur Dís Kristjánsdóttir.Vísir/Vilhelm„Biðlund fólks er eiginlega búin,“ segir hún. „Ef þeir setja á okkur lög núna, að mínu mati, mun það bara flýta því að fólk taki ákvörðun um að segja upp. Alveg klárlega, því það er sóst eftir okkar fólki. Það er hringt í okkur trekk í trekk frá Skandinavíu og þeim boðin staða á hærri launum.“ Kristín leggur áherslu á það að stór hluti hjúkrunarfræðinga deildarinnar hefur margra ára reynslu og sérnám að baki, auk þess sem aðlögunar- og reynslutími nýrra hjúkrunarfræðinga er tvö ár. Því sé um mjög verðmætt starfsfólk að ræða fyrir stofnunina. „Ég finn einlægan áhuga fólks á þessari vinnu,“ segir hún. „Fólk er togað á milli þess að sækja sér vinnu í Skandinavíu og að vera hér heima áfram að sinna skjólstæðingum okkar. „Okkur gefinn fingurinn með lagasetningu“Hildur Dís Kristjánsdóttir, starfandi hjúkrunarfræðingur á deildinni, tekur undir það að starfsfólk sé ansi smeykt við að samningar takist ekki og sé byrjað að hugsa um að segja upp. Hún hafi sjálf leitt hugann að því. „Það er búið að vera mjög mikið álag hérna á gjörgæslunni og þeir sem eru mest búnir að vinna hérna síðan verkfallið byrjaði eru eiginlega bara orðnir bugaðir,“ segir Hildur Dís. „Ég held að það séu einhverjir sem eru komnir það langt í þessu ferli að þeir muni ekkert hætta við þó að það semjist. Það þarf að koma ansi góður samningur til að þeir komi til baka.“ Hún segir að allir væru þegar farnir ef ekki væri jafn gaman í vinnunni og raun ber vitni. Mikill samhugur sé meðal hjúkrunarfræðinga deildarinnar sem hafi undanfarið reglulega hist utan vinnu til að stappa í hvort annað stálinu og halda hópnum saman. „En það er komin þreyta og maður sér að glampinn er farinn úr augunum á mörgum,“ segir Hildur. „Ef það kæmi lagasetning, myndi okkur bara finnast að það væri verið að gefa okkur fingurinn. Ríkið er vinnuveitandinn okkar, það er vinnuveitandinn sem væri að setja á okkur lög.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ Hjúkrunarfræðingar birta launaseðla sína opinberlega. 11. júní 2015 14:18 Minntu á kröfur sínar með þöglum mótmælum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir hljóðið þungt í sínu fólki. 11. júní 2015 16:21 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Óróa og óánægju gætir meðal hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Landspítalans sem margir hverjir hafa þurft að vinna ótal aukavaktir því að verkfall hófst. Þeir segja að óvenju mörg bráðatilfelli hafi komið upp á síðustu tveimur vikum og að aukamannskap hafi þurft að kalla út á hverjum degi, mest ellefu manns.Aðeins tveir dagar liðið án of margra tilfella Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri gjörgæslu- og vöknunardeildar Landspítalans í Fossvogi, segir að frá því að verkfall hófst fyrir um hálfum mánuði hafi engan veginn verið hægt að sinna deildinni með þeim lágmarksmannskap sem þeim er ætlað að vera með.Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir.Vísir/Vilhelm„Á hverjum degi eru vanalega 28 hjúkrunarfræðingar á vakt, núna samkvæmt öryggismönnun eru þeir fimmtán,“ segir Kristín. „Við erum með tíu pláss á gjörgæslu, þannig að við eigum að geta tekið við tíu sjúklingum. Núna getum við tekið við svona fjórum til fimm.“ Kristín segir hinsvegar að fjöldi hjúkrunarfræðinga samkvæmt öryggismönnun hafi ekki dugað til að sinna þeim sjúklingafjölda sem verið hefur, nema síðustu tvo daga. Að meðaltali hafi þurft að kalla út sex til sjö manns á vakt á dag, en ekki sé á mörgum að hlaupa þar sem sumarfrí er einnig skollið á í deildinni. „Á fimmtudaginn var mikil slysaalda sem gekk yfir,“ segir Kristín. „Við kölluðum út tíu manns á engum tíma og starfsfólk hringdi líka inn. Fólk las um þetta í fréttum áður en við vissum að við ættum von á sjúklingum og var að spyrja hvort það ætti að koma, hvað það gæti gert.“ Kristín segir hjúkrunarfræðinga ekki vongóða um að það takist að semja um kjör úr því sem komið er og óttast mjög að lög verði sett á verkfallið.Hildur Dís Kristjánsdóttir.Vísir/Vilhelm„Biðlund fólks er eiginlega búin,“ segir hún. „Ef þeir setja á okkur lög núna, að mínu mati, mun það bara flýta því að fólk taki ákvörðun um að segja upp. Alveg klárlega, því það er sóst eftir okkar fólki. Það er hringt í okkur trekk í trekk frá Skandinavíu og þeim boðin staða á hærri launum.“ Kristín leggur áherslu á það að stór hluti hjúkrunarfræðinga deildarinnar hefur margra ára reynslu og sérnám að baki, auk þess sem aðlögunar- og reynslutími nýrra hjúkrunarfræðinga er tvö ár. Því sé um mjög verðmætt starfsfólk að ræða fyrir stofnunina. „Ég finn einlægan áhuga fólks á þessari vinnu,“ segir hún. „Fólk er togað á milli þess að sækja sér vinnu í Skandinavíu og að vera hér heima áfram að sinna skjólstæðingum okkar. „Okkur gefinn fingurinn með lagasetningu“Hildur Dís Kristjánsdóttir, starfandi hjúkrunarfræðingur á deildinni, tekur undir það að starfsfólk sé ansi smeykt við að samningar takist ekki og sé byrjað að hugsa um að segja upp. Hún hafi sjálf leitt hugann að því. „Það er búið að vera mjög mikið álag hérna á gjörgæslunni og þeir sem eru mest búnir að vinna hérna síðan verkfallið byrjaði eru eiginlega bara orðnir bugaðir,“ segir Hildur Dís. „Ég held að það séu einhverjir sem eru komnir það langt í þessu ferli að þeir muni ekkert hætta við þó að það semjist. Það þarf að koma ansi góður samningur til að þeir komi til baka.“ Hún segir að allir væru þegar farnir ef ekki væri jafn gaman í vinnunni og raun ber vitni. Mikill samhugur sé meðal hjúkrunarfræðinga deildarinnar sem hafi undanfarið reglulega hist utan vinnu til að stappa í hvort annað stálinu og halda hópnum saman. „En það er komin þreyta og maður sér að glampinn er farinn úr augunum á mörgum,“ segir Hildur. „Ef það kæmi lagasetning, myndi okkur bara finnast að það væri verið að gefa okkur fingurinn. Ríkið er vinnuveitandinn okkar, það er vinnuveitandinn sem væri að setja á okkur lög.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ Hjúkrunarfræðingar birta launaseðla sína opinberlega. 11. júní 2015 14:18 Minntu á kröfur sínar með þöglum mótmælum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir hljóðið þungt í sínu fólki. 11. júní 2015 16:21 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25
Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36
Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22
Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ Hjúkrunarfræðingar birta launaseðla sína opinberlega. 11. júní 2015 14:18
Minntu á kröfur sínar með þöglum mótmælum Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir hljóðið þungt í sínu fólki. 11. júní 2015 16:21