Innlent

Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verkfall hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur.
Verkfall hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur. vísir/vilhelm
Hjartagátt Landspítalans var opnuð aftur í gærkvöldi en hún hafði verið lokuð síðan verkfall hjúkrunarfræðinga hófst þann 27. maí síðastliðinn.

Hjartagáttin er bráðamóttaka fyrir hjartveika en í verkfallinu hafa hjartveikir þurft að leita á bráðamóttöku í Fossvogi. Ástandið þar í gærkvöldi var hins vegar orðið mjög þungt, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Því var það metið svo að opna þyrfti Hjartagáttina aftur.

Undanþága fékkst hratt og örugglega frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, að Hjartagáttin verði opin á meðan þurfi.

Aðspurð um aðsóknina á bráðamóttöku í verkfallinu segir Anna Sigrún að fyrstu tvær vikurnar hafi verið sögulega lítil aðsókna á bráðamóttökuna.

„Það er alltaf áhyggjuefni þegar svo er því flæðið inn á að vera stabílt. Þegar það er lítil aðsókn höfum við því áhyggjur af því að fólk sé ekki að koma að bíði það heima og komi svo inn þegar það er orðið veikara,“ segir Anna Sigrún.

Hún segir að aðsókn á bráðamóttökuna hafi svo stóraukist í þessari viku og sé meiri nú en öllu jafna.


Tengdar fréttir

Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp

Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×