Átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. ágúst 2015 00:01 Ekki þarf að greiða skráningargjald á síðuna. Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. Full nöfn, heimilisföng, símanúmer, hluti úr kreditkortanúmerum, netföng og ýmislegt fleira er meðal þess sem finna má í gögnunum.1. Ekki þarf að greiða skráningargjald á síðuna, en karlmenn þurfa að greiða fyrir ýmsa þjónustu, meðal annars fyrir að fá að senda konum skilaboð. Einnig var notendum boðið upp á að borga fyrir að láta aðstandendur síðunnar eyða upplýsingum um þá.2. Hópur hakkara sem kallar sig The Impact Team er talinn hafa staðið fyrir tölvuárásinni. Þeir voru ósáttir við að forsvarsmenn síðunnar væru að ljúga að viðskiptavinum sínum. Hakkararnir vildu sýna fram á að ekki væri hægt að eyða gögnunum um viðskiptavinina.3. Kanadíska fyrirtækið Avid Life Media rekur síðuna. Fyrirtækið rekur fleiri umdeildar síður, eins og Cougar Life (þar sem eldri konur geta kynnst ungum mönnum) og Established Men (þar sem eldri menn geta kynnst yngri konum).4. Aðstandendur síðunnar hafa verið gagnrýndir í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að hleypa blaðamönnum og félagsfræðingum í viðkvæm gögn.5. Auk upplýsinga um notendur síðunnar komust hakkarar yfir ársreikninga, tölvupóst starfsmanna og bankaupplýsingar fyrirtækisins.6. Upplýsingarnar sem láku út um notendur eru í raun þrír stórir gagnagrunnar. Sá fyrsti inniheldur heimilisföng, nöfn, fæðingardaga og fleiri upplýsingar um notendur. Meðal annars hvað kveikir í þeim í svefnherberginu. Annar gagnagrunnurinn inniheldur póstföng, en þess má geta að aðstandendur síðunnar gengu ekki úr skugga um að notendur gæfu upp rétt netföng. Sá þriðji inniheldur kreditkortaupplýsingar, en aðeins er hægt að sjá hluta af kreditkortanúmerum notenda og því ekki hægt að nota þær upplýsingar til að svíkja út fé eða vörur í gegnum netið.7. Upplýsingunum var lekið inn á svokallaða Tor-vefsíðu, sem er einungis hægt að komast í með sérstökum Tor-netvöfrum. Gjarnan er talað um slíkar vefsíður sem hluta af svokölluðum „Deep Web“, sem mætti kalla hina dimmu kima netsins. Gögnin hafa einnig gengið manna á milli á svokölluðum Torrent-síðum. Ljóst er að lekinn verður ekki stöðvaður úr þessu.8. Talið er að fyrirtækið AvidMedia Life muni eiga í miklum erfiðleikum með að komast aftur á réttan kjöl eftir lekann. Talið er víst að málsókn verði höfðuð á hendur forsvarsmönnum fyrirtækisins og gætu bæturnar sem fyrirtækið þarf að greiða viðskiptavinum sínum hlaupið á tugum milljarða króna, varlega áætlað. Tengdar fréttir Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Hér að neðan má lesa átta staðreyndir um Ashley Madison og lekann en í gögnunum má finna ítarlegar persónuupplýsingar milljóna manna, þar á meðal tuga Íslendinga. Full nöfn, heimilisföng, símanúmer, hluti úr kreditkortanúmerum, netföng og ýmislegt fleira er meðal þess sem finna má í gögnunum.1. Ekki þarf að greiða skráningargjald á síðuna, en karlmenn þurfa að greiða fyrir ýmsa þjónustu, meðal annars fyrir að fá að senda konum skilaboð. Einnig var notendum boðið upp á að borga fyrir að láta aðstandendur síðunnar eyða upplýsingum um þá.2. Hópur hakkara sem kallar sig The Impact Team er talinn hafa staðið fyrir tölvuárásinni. Þeir voru ósáttir við að forsvarsmenn síðunnar væru að ljúga að viðskiptavinum sínum. Hakkararnir vildu sýna fram á að ekki væri hægt að eyða gögnunum um viðskiptavinina.3. Kanadíska fyrirtækið Avid Life Media rekur síðuna. Fyrirtækið rekur fleiri umdeildar síður, eins og Cougar Life (þar sem eldri konur geta kynnst ungum mönnum) og Established Men (þar sem eldri menn geta kynnst yngri konum).4. Aðstandendur síðunnar hafa verið gagnrýndir í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að hleypa blaðamönnum og félagsfræðingum í viðkvæm gögn.5. Auk upplýsinga um notendur síðunnar komust hakkarar yfir ársreikninga, tölvupóst starfsmanna og bankaupplýsingar fyrirtækisins.6. Upplýsingarnar sem láku út um notendur eru í raun þrír stórir gagnagrunnar. Sá fyrsti inniheldur heimilisföng, nöfn, fæðingardaga og fleiri upplýsingar um notendur. Meðal annars hvað kveikir í þeim í svefnherberginu. Annar gagnagrunnurinn inniheldur póstföng, en þess má geta að aðstandendur síðunnar gengu ekki úr skugga um að notendur gæfu upp rétt netföng. Sá þriðji inniheldur kreditkortaupplýsingar, en aðeins er hægt að sjá hluta af kreditkortanúmerum notenda og því ekki hægt að nota þær upplýsingar til að svíkja út fé eða vörur í gegnum netið.7. Upplýsingunum var lekið inn á svokallaða Tor-vefsíðu, sem er einungis hægt að komast í með sérstökum Tor-netvöfrum. Gjarnan er talað um slíkar vefsíður sem hluta af svokölluðum „Deep Web“, sem mætti kalla hina dimmu kima netsins. Gögnin hafa einnig gengið manna á milli á svokölluðum Torrent-síðum. Ljóst er að lekinn verður ekki stöðvaður úr þessu.8. Talið er að fyrirtækið AvidMedia Life muni eiga í miklum erfiðleikum með að komast aftur á réttan kjöl eftir lekann. Talið er víst að málsókn verði höfðuð á hendur forsvarsmönnum fyrirtækisins og gætu bæturnar sem fyrirtækið þarf að greiða viðskiptavinum sínum hlaupið á tugum milljarða króna, varlega áætlað.
Tengdar fréttir Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00 Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44 Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Hakkarar komust í gögn framhjáhaldssíðunnar Ashley Madison og birtu þau í gær. Upplýsingar um 128 manns sem skráðir eru á Íslandi eru meðal þess sem er í gögnunum. 20. ágúst 2015 07:00
Er makinn þinn einn af þeim 128 Íslendingum sem „vilja halda framhjá“? 128 íslensk netföng eru skráð í gagnagrunn vefsíðunnar Ashley Madison sem þjónustar fólk sem hefur það að markmiði að halda framhjá maka sínum. 20. ágúst 2015 09:44
Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp