Lætur gervigreind semja Íslendingasögur Sveinn Arnarsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Helgi Páll Helgason, gervigreindarfræðingur Helgi Páll Helgason gervigreindarsérfræðingur lét gervigreind semja Íslendingasögur fyrir sig og gaf vini sínum sem tækifærisgjöf. Nýtti hann gervigreindina til að smíða texta í ætt við Íslendingasögur á um níu klukkustundum. „Merkilegt hvað gervigreindin náði góðum tökum á tungumálinu á þessum tíma,“ segir Helgi Páll. „Það sem ég gerði er að ég tók ákveðna tegund af gervigreind, sem kallast tauganet og líkir eftir því hvernig mannsheilinn vinnur, og þjálfaði hana í gerð Íslendingasagna,“ segir Helgi Páll. „Það eina sem ég geri er að ég mata hana á Íslendingasögum, sem til eru á rafrænu formi, og hún hefst svo handa við að læra gerð textanna til að útbúa nýja texta. Níu klukkustundum síðar hefur hún svo lært allt sem hún telur sig geta lært miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og hættir.“ Helgi segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem menn noti gervigreind á þennan hátt. Það sem þó sé áhugavert í þessu efni er að þarna býr gervigreindin til það efni sem kemur frá henni. „Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni, þannig séð, að gervigreind búi til tengsl milli gagna sem fara inn og gagna sem fara út. Það sem er hins vegar öðruvísi í þessu tauganeti er að ég kynni til sögunnar efni og netið leyfir sér síðan að vera skapandi á ákveðinn hátt. Þannig erum við á einhvern hátt að fylgjast með draumum gervigreindarinnar.“ Þótt Helgi Páll gefi skáldgáfu gervigreindarinnar ekki mjög háa einkunn fleygir þessari tækni fram í heilbrigðisvísindum til dæmis. Mikil tækifæri séu í notkun tækninnar. „Gervigreindin getur ekki búið til samfelldan söguþráð í gegnum orðin og mér er til efs að nokkrum íslenskufræðingi þætti mikið til textans koma. Hins vegar var hún afar góð í að læra stílbrigðin og koma honum frá sér,“ segir Helgi Páll. „Síðan erum við farnir að fikra okkur áfram með lagasmíði og að búa til handrit að bandarískum bíómyndum og verður áhugavert að sjá hvernig til tekst í þeim efnum.“Fyrsta íslenska tauganetsljóðið Hér má lesa fyrsta ljóðið sem ort var eftir skamma stund og litla yfirlegu þeirra texta sem búnaðinum var gefinn í upphafi.Gæðar má mín oss þanner þar græs karlmennsku,töku þeim lítil harðaþrælar sinni auðskúgaherk kvenir létum,nokkur enda stárjarétt úl aðstundu grisugverk, tveggja, orð hausa þér,fryls beiddi verk heiðan. Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Helgi Páll Helgason gervigreindarsérfræðingur lét gervigreind semja Íslendingasögur fyrir sig og gaf vini sínum sem tækifærisgjöf. Nýtti hann gervigreindina til að smíða texta í ætt við Íslendingasögur á um níu klukkustundum. „Merkilegt hvað gervigreindin náði góðum tökum á tungumálinu á þessum tíma,“ segir Helgi Páll. „Það sem ég gerði er að ég tók ákveðna tegund af gervigreind, sem kallast tauganet og líkir eftir því hvernig mannsheilinn vinnur, og þjálfaði hana í gerð Íslendingasagna,“ segir Helgi Páll. „Það eina sem ég geri er að ég mata hana á Íslendingasögum, sem til eru á rafrænu formi, og hún hefst svo handa við að læra gerð textanna til að útbúa nýja texta. Níu klukkustundum síðar hefur hún svo lært allt sem hún telur sig geta lært miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og hættir.“ Helgi segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem menn noti gervigreind á þennan hátt. Það sem þó sé áhugavert í þessu efni er að þarna býr gervigreindin til það efni sem kemur frá henni. „Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni, þannig séð, að gervigreind búi til tengsl milli gagna sem fara inn og gagna sem fara út. Það sem er hins vegar öðruvísi í þessu tauganeti er að ég kynni til sögunnar efni og netið leyfir sér síðan að vera skapandi á ákveðinn hátt. Þannig erum við á einhvern hátt að fylgjast með draumum gervigreindarinnar.“ Þótt Helgi Páll gefi skáldgáfu gervigreindarinnar ekki mjög háa einkunn fleygir þessari tækni fram í heilbrigðisvísindum til dæmis. Mikil tækifæri séu í notkun tækninnar. „Gervigreindin getur ekki búið til samfelldan söguþráð í gegnum orðin og mér er til efs að nokkrum íslenskufræðingi þætti mikið til textans koma. Hins vegar var hún afar góð í að læra stílbrigðin og koma honum frá sér,“ segir Helgi Páll. „Síðan erum við farnir að fikra okkur áfram með lagasmíði og að búa til handrit að bandarískum bíómyndum og verður áhugavert að sjá hvernig til tekst í þeim efnum.“Fyrsta íslenska tauganetsljóðið Hér má lesa fyrsta ljóðið sem ort var eftir skamma stund og litla yfirlegu þeirra texta sem búnaðinum var gefinn í upphafi.Gæðar má mín oss þanner þar græs karlmennsku,töku þeim lítil harðaþrælar sinni auðskúgaherk kvenir létum,nokkur enda stárjarétt úl aðstundu grisugverk, tveggja, orð hausa þér,fryls beiddi verk heiðan.
Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira