Lætur gervigreind semja Íslendingasögur Sveinn Arnarsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Helgi Páll Helgason, gervigreindarfræðingur Helgi Páll Helgason gervigreindarsérfræðingur lét gervigreind semja Íslendingasögur fyrir sig og gaf vini sínum sem tækifærisgjöf. Nýtti hann gervigreindina til að smíða texta í ætt við Íslendingasögur á um níu klukkustundum. „Merkilegt hvað gervigreindin náði góðum tökum á tungumálinu á þessum tíma,“ segir Helgi Páll. „Það sem ég gerði er að ég tók ákveðna tegund af gervigreind, sem kallast tauganet og líkir eftir því hvernig mannsheilinn vinnur, og þjálfaði hana í gerð Íslendingasagna,“ segir Helgi Páll. „Það eina sem ég geri er að ég mata hana á Íslendingasögum, sem til eru á rafrænu formi, og hún hefst svo handa við að læra gerð textanna til að útbúa nýja texta. Níu klukkustundum síðar hefur hún svo lært allt sem hún telur sig geta lært miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og hættir.“ Helgi segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem menn noti gervigreind á þennan hátt. Það sem þó sé áhugavert í þessu efni er að þarna býr gervigreindin til það efni sem kemur frá henni. „Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni, þannig séð, að gervigreind búi til tengsl milli gagna sem fara inn og gagna sem fara út. Það sem er hins vegar öðruvísi í þessu tauganeti er að ég kynni til sögunnar efni og netið leyfir sér síðan að vera skapandi á ákveðinn hátt. Þannig erum við á einhvern hátt að fylgjast með draumum gervigreindarinnar.“ Þótt Helgi Páll gefi skáldgáfu gervigreindarinnar ekki mjög háa einkunn fleygir þessari tækni fram í heilbrigðisvísindum til dæmis. Mikil tækifæri séu í notkun tækninnar. „Gervigreindin getur ekki búið til samfelldan söguþráð í gegnum orðin og mér er til efs að nokkrum íslenskufræðingi þætti mikið til textans koma. Hins vegar var hún afar góð í að læra stílbrigðin og koma honum frá sér,“ segir Helgi Páll. „Síðan erum við farnir að fikra okkur áfram með lagasmíði og að búa til handrit að bandarískum bíómyndum og verður áhugavert að sjá hvernig til tekst í þeim efnum.“Fyrsta íslenska tauganetsljóðið Hér má lesa fyrsta ljóðið sem ort var eftir skamma stund og litla yfirlegu þeirra texta sem búnaðinum var gefinn í upphafi.Gæðar má mín oss þanner þar græs karlmennsku,töku þeim lítil harðaþrælar sinni auðskúgaherk kvenir létum,nokkur enda stárjarétt úl aðstundu grisugverk, tveggja, orð hausa þér,fryls beiddi verk heiðan. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Helgi Páll Helgason gervigreindarsérfræðingur lét gervigreind semja Íslendingasögur fyrir sig og gaf vini sínum sem tækifærisgjöf. Nýtti hann gervigreindina til að smíða texta í ætt við Íslendingasögur á um níu klukkustundum. „Merkilegt hvað gervigreindin náði góðum tökum á tungumálinu á þessum tíma,“ segir Helgi Páll. „Það sem ég gerði er að ég tók ákveðna tegund af gervigreind, sem kallast tauganet og líkir eftir því hvernig mannsheilinn vinnur, og þjálfaði hana í gerð Íslendingasagna,“ segir Helgi Páll. „Það eina sem ég geri er að ég mata hana á Íslendingasögum, sem til eru á rafrænu formi, og hún hefst svo handa við að læra gerð textanna til að útbúa nýja texta. Níu klukkustundum síðar hefur hún svo lært allt sem hún telur sig geta lært miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og hættir.“ Helgi segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem menn noti gervigreind á þennan hátt. Það sem þó sé áhugavert í þessu efni er að þarna býr gervigreindin til það efni sem kemur frá henni. „Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni, þannig séð, að gervigreind búi til tengsl milli gagna sem fara inn og gagna sem fara út. Það sem er hins vegar öðruvísi í þessu tauganeti er að ég kynni til sögunnar efni og netið leyfir sér síðan að vera skapandi á ákveðinn hátt. Þannig erum við á einhvern hátt að fylgjast með draumum gervigreindarinnar.“ Þótt Helgi Páll gefi skáldgáfu gervigreindarinnar ekki mjög háa einkunn fleygir þessari tækni fram í heilbrigðisvísindum til dæmis. Mikil tækifæri séu í notkun tækninnar. „Gervigreindin getur ekki búið til samfelldan söguþráð í gegnum orðin og mér er til efs að nokkrum íslenskufræðingi þætti mikið til textans koma. Hins vegar var hún afar góð í að læra stílbrigðin og koma honum frá sér,“ segir Helgi Páll. „Síðan erum við farnir að fikra okkur áfram með lagasmíði og að búa til handrit að bandarískum bíómyndum og verður áhugavert að sjá hvernig til tekst í þeim efnum.“Fyrsta íslenska tauganetsljóðið Hér má lesa fyrsta ljóðið sem ort var eftir skamma stund og litla yfirlegu þeirra texta sem búnaðinum var gefinn í upphafi.Gæðar má mín oss þanner þar græs karlmennsku,töku þeim lítil harðaþrælar sinni auðskúgaherk kvenir létum,nokkur enda stárjarétt úl aðstundu grisugverk, tveggja, orð hausa þér,fryls beiddi verk heiðan.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira