Pablo Punyed: Ég veit hvers virði ég er Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2015 14:13 Pablo Punyed Pablo Punyed, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta undanfarin tvö ár, gekk í dag í raðir ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Punyed kom til Íslands 2012 og spilaði í 1. deildinni með Fjölni áður en hann gekk í raðir Fylkis 2013 og svo Stjörnunnar 2014 þar sem hann varð Íslandsmeistari í fyrra. „Bjarni [Jóhannsson, þjálfari] er með gott plan og þetta félag er á uppleið. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Punyed við Vísi í dag um ástæðu vistaskiptanna.Vill spila á miðjunni „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti góðan tíma í Stjörnunni og Silfurskeiðin er líklega besta stuðningsmannasveit á Íslandi.“ „Strákarnir í Stjörnunni eru vinir mínir en það var kominn tími á nýja áskorun og nýtt ævintýri. Ég er mjög spenntur. „Það er ekki langt síðan ÍBV var í Evrópukeppni. Þetta er félag með mikla sögu og ég vil koma með bikara aftur til Eyja,“ sagði Punyed. Pablo Punyed brá sér í allra kvikinda líki inn á vellinum með Stjörnunni og spilaði margar stöður. Hann var orðinn þreyttur á því. „Bjarni vill að ég spili í minni stöðu alltaf og ég vil nýta mér það og verða betri leikmaður,“ sagði El Salvadorinn. „Það var ekki auðvelt að vita hvar ég myndi spila í næsta leik hjá Stjörnunni því þar spilaði ég hægri bakvörð, vinstri bakvörð, á miðjunni og úti á kanti. Ég lít á mig sem miðjumann sem spilar á miðri miðjunni og Bjarni bauð mér að spila þar.“Ekki nógu gott tilboð í Garðabænum Punyed er þriðji lykilmaðurinn sem yfirgefur Stjörnuna eftir tímabilið, en áður voru Gunnar Nielsen farinn í FH og Michael Præst í KR. „Þetta tengist félaginu ekkert eins og Gunnar Nielsen og Michael Præst töluðu um. Við erum allir bara að leita að nýjum áskorunum. Við vorum allir ánægðir í Stjörnunni en erum líka spenntir fyrir nýjum verkefnum okkar,“ sagði Punyed sem fékk samningstilboð frá Stjörnunni sem honum leist ekkert á. „Það var ekki tilboð sem ég vildi. Við reyndum að semja en það gekk ekki upp. Bjarni kom með áætlun sem mér leist á og því valdi ég ÍBV,“ sagði hann. En er Stjarnan þá að hans mati að bjóða leikmönnum of lága samninga? „Ég veit ekki með þá tvo en hver og einn leikmaður veit hvers hann er virði. Á endanum skrifar maður undir þann samning sem inniheldur þá upphæð sem manni finnst maður verðskulda,“ sagði Pablo Punyed. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira
Pablo Punyed, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta undanfarin tvö ár, gekk í dag í raðir ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Punyed kom til Íslands 2012 og spilaði í 1. deildinni með Fjölni áður en hann gekk í raðir Fylkis 2013 og svo Stjörnunnar 2014 þar sem hann varð Íslandsmeistari í fyrra. „Bjarni [Jóhannsson, þjálfari] er með gott plan og þetta félag er á uppleið. Ég vil vera hluti af því,“ sagði Punyed við Vísi í dag um ástæðu vistaskiptanna.Vill spila á miðjunni „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég átti góðan tíma í Stjörnunni og Silfurskeiðin er líklega besta stuðningsmannasveit á Íslandi.“ „Strákarnir í Stjörnunni eru vinir mínir en það var kominn tími á nýja áskorun og nýtt ævintýri. Ég er mjög spenntur. „Það er ekki langt síðan ÍBV var í Evrópukeppni. Þetta er félag með mikla sögu og ég vil koma með bikara aftur til Eyja,“ sagði Punyed. Pablo Punyed brá sér í allra kvikinda líki inn á vellinum með Stjörnunni og spilaði margar stöður. Hann var orðinn þreyttur á því. „Bjarni vill að ég spili í minni stöðu alltaf og ég vil nýta mér það og verða betri leikmaður,“ sagði El Salvadorinn. „Það var ekki auðvelt að vita hvar ég myndi spila í næsta leik hjá Stjörnunni því þar spilaði ég hægri bakvörð, vinstri bakvörð, á miðjunni og úti á kanti. Ég lít á mig sem miðjumann sem spilar á miðri miðjunni og Bjarni bauð mér að spila þar.“Ekki nógu gott tilboð í Garðabænum Punyed er þriðji lykilmaðurinn sem yfirgefur Stjörnuna eftir tímabilið, en áður voru Gunnar Nielsen farinn í FH og Michael Præst í KR. „Þetta tengist félaginu ekkert eins og Gunnar Nielsen og Michael Præst töluðu um. Við erum allir bara að leita að nýjum áskorunum. Við vorum allir ánægðir í Stjörnunni en erum líka spenntir fyrir nýjum verkefnum okkar,“ sagði Punyed sem fékk samningstilboð frá Stjörnunni sem honum leist ekkert á. „Það var ekki tilboð sem ég vildi. Við reyndum að semja en það gekk ekki upp. Bjarni kom með áætlun sem mér leist á og því valdi ég ÍBV,“ sagði hann. En er Stjarnan þá að hans mati að bjóða leikmönnum of lága samninga? „Ég veit ekki með þá tvo en hver og einn leikmaður veit hvers hann er virði. Á endanum skrifar maður undir þann samning sem inniheldur þá upphæð sem manni finnst maður verðskulda,“ sagði Pablo Punyed.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira