Forsætisráðherra vill fánann á íslenskar vörur Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2015 18:30 Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um frjálsari notkun á þjóðfánanum á vörur ýmis konar og hönnun á Alþingi í dag. Þá mælti hann einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda sem hann segir mikilvæga bæði varðandi eldri byggðahluta og nýrri. Almennrar íhaldssemi hefur gætt í íslenskum lögum varðandi notkun á fánanum á vörum ýmis konar. En í Danmörku t.d. er varla hægt að kaupa oststykki án þess að danski fáninn sé á umbúðunum. Nú stendur þetta til bóta samvæmt frumvarpi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælti fyrir í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður almennt heimilt að setja íslenska fánann á íslenskrar vörur, hönnun og hugverk undir eftirliti Neytendastofu en í dag þarf forsætisráðuneytið að gefa slíka heimild í hvert skipti. Í frumvarpinu eru skilgreiningar t.a.m. varðandi matvöru sem hefð er fyrir framleiðslu á á Íslandi í 30 ár eða lengur, þótt hráefnið sé ekki íslenskt. Sömuleiðis mætti framleiða ýmsar vörur í útlöndum sem hannaðar eru af íslenskum hönnuðum og setja íslenska fánann á þær. „Það hefur verið töluverð ásókn í það að nota íslenska fánann til að merkja ýmis konar vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það er því verið að bregðast við beiðni fjölmargra samtaka, framleiðenda alls konar íslenskrar vöru, sem telja feng í að geta merkt vöruna Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð. Mál sem þetta hefur verið flutt nokkrum sinnum áður á Alþingi en nú liggja nákvæmari skilgreiningar fyrir þannig að forsætisráðherra vonar að sátt takist um málið. „Menn hafa séð að ýmsar aðrar þjóðir nýta mjög mikið þjóðfána sinn til að kynna sína framleiðslu. Ég nefni sem dæmi Norðmenn sem stimpla fjölmargar vörur með norska fánanum. Hin Norðurlöndin nýta reyndar líka mikið sína þjóðfána,“ segir Sigmundur Davíð. Þá mælti forsætisráðherra í dag einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda bæði í bæjum og á landsbyggðinni. Hann segir byggðaheildir oft skapa aðdráttarafl og verndun þeirra stuðli oft að metnaði í viðhaldi eins og dæmin sanni annarsstaðar. Þetta eigi bæði við um gömul hverfi og nútíma byggingalist. „Og raunar hafa oft og tíðum svæði sem standa saman af nútímabyggingalist fengið svona skilgreiningu. Því þar vilja menn líka vernda sérkennin og viðhalda þeim,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um frjálsari notkun á þjóðfánanum á vörur ýmis konar og hönnun á Alþingi í dag. Þá mælti hann einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda sem hann segir mikilvæga bæði varðandi eldri byggðahluta og nýrri. Almennrar íhaldssemi hefur gætt í íslenskum lögum varðandi notkun á fánanum á vörum ýmis konar. En í Danmörku t.d. er varla hægt að kaupa oststykki án þess að danski fáninn sé á umbúðunum. Nú stendur þetta til bóta samvæmt frumvarpi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælti fyrir í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður almennt heimilt að setja íslenska fánann á íslenskrar vörur, hönnun og hugverk undir eftirliti Neytendastofu en í dag þarf forsætisráðuneytið að gefa slíka heimild í hvert skipti. Í frumvarpinu eru skilgreiningar t.a.m. varðandi matvöru sem hefð er fyrir framleiðslu á á Íslandi í 30 ár eða lengur, þótt hráefnið sé ekki íslenskt. Sömuleiðis mætti framleiða ýmsar vörur í útlöndum sem hannaðar eru af íslenskum hönnuðum og setja íslenska fánann á þær. „Það hefur verið töluverð ásókn í það að nota íslenska fánann til að merkja ýmis konar vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það er því verið að bregðast við beiðni fjölmargra samtaka, framleiðenda alls konar íslenskrar vöru, sem telja feng í að geta merkt vöruna Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð. Mál sem þetta hefur verið flutt nokkrum sinnum áður á Alþingi en nú liggja nákvæmari skilgreiningar fyrir þannig að forsætisráðherra vonar að sátt takist um málið. „Menn hafa séð að ýmsar aðrar þjóðir nýta mjög mikið þjóðfána sinn til að kynna sína framleiðslu. Ég nefni sem dæmi Norðmenn sem stimpla fjölmargar vörur með norska fánanum. Hin Norðurlöndin nýta reyndar líka mikið sína þjóðfána,“ segir Sigmundur Davíð. Þá mælti forsætisráðherra í dag einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda bæði í bæjum og á landsbyggðinni. Hann segir byggðaheildir oft skapa aðdráttarafl og verndun þeirra stuðli oft að metnaði í viðhaldi eins og dæmin sanni annarsstaðar. Þetta eigi bæði við um gömul hverfi og nútíma byggingalist. „Og raunar hafa oft og tíðum svæði sem standa saman af nútímabyggingalist fengið svona skilgreiningu. Því þar vilja menn líka vernda sérkennin og viðhalda þeim,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira