Forsætisráðherra vill fánann á íslenskar vörur Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2015 18:30 Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um frjálsari notkun á þjóðfánanum á vörur ýmis konar og hönnun á Alþingi í dag. Þá mælti hann einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda sem hann segir mikilvæga bæði varðandi eldri byggðahluta og nýrri. Almennrar íhaldssemi hefur gætt í íslenskum lögum varðandi notkun á fánanum á vörum ýmis konar. En í Danmörku t.d. er varla hægt að kaupa oststykki án þess að danski fáninn sé á umbúðunum. Nú stendur þetta til bóta samvæmt frumvarpi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælti fyrir í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður almennt heimilt að setja íslenska fánann á íslenskrar vörur, hönnun og hugverk undir eftirliti Neytendastofu en í dag þarf forsætisráðuneytið að gefa slíka heimild í hvert skipti. Í frumvarpinu eru skilgreiningar t.a.m. varðandi matvöru sem hefð er fyrir framleiðslu á á Íslandi í 30 ár eða lengur, þótt hráefnið sé ekki íslenskt. Sömuleiðis mætti framleiða ýmsar vörur í útlöndum sem hannaðar eru af íslenskum hönnuðum og setja íslenska fánann á þær. „Það hefur verið töluverð ásókn í það að nota íslenska fánann til að merkja ýmis konar vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það er því verið að bregðast við beiðni fjölmargra samtaka, framleiðenda alls konar íslenskrar vöru, sem telja feng í að geta merkt vöruna Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð. Mál sem þetta hefur verið flutt nokkrum sinnum áður á Alþingi en nú liggja nákvæmari skilgreiningar fyrir þannig að forsætisráðherra vonar að sátt takist um málið. „Menn hafa séð að ýmsar aðrar þjóðir nýta mjög mikið þjóðfána sinn til að kynna sína framleiðslu. Ég nefni sem dæmi Norðmenn sem stimpla fjölmargar vörur með norska fánanum. Hin Norðurlöndin nýta reyndar líka mikið sína þjóðfána,“ segir Sigmundur Davíð. Þá mælti forsætisráðherra í dag einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda bæði í bæjum og á landsbyggðinni. Hann segir byggðaheildir oft skapa aðdráttarafl og verndun þeirra stuðli oft að metnaði í viðhaldi eins og dæmin sanni annarsstaðar. Þetta eigi bæði við um gömul hverfi og nútíma byggingalist. „Og raunar hafa oft og tíðum svæði sem standa saman af nútímabyggingalist fengið svona skilgreiningu. Því þar vilja menn líka vernda sérkennin og viðhalda þeim,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Alþingi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um frjálsari notkun á þjóðfánanum á vörur ýmis konar og hönnun á Alþingi í dag. Þá mælti hann einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda sem hann segir mikilvæga bæði varðandi eldri byggðahluta og nýrri. Almennrar íhaldssemi hefur gætt í íslenskum lögum varðandi notkun á fánanum á vörum ýmis konar. En í Danmörku t.d. er varla hægt að kaupa oststykki án þess að danski fáninn sé á umbúðunum. Nú stendur þetta til bóta samvæmt frumvarpi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælti fyrir í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður almennt heimilt að setja íslenska fánann á íslenskrar vörur, hönnun og hugverk undir eftirliti Neytendastofu en í dag þarf forsætisráðuneytið að gefa slíka heimild í hvert skipti. Í frumvarpinu eru skilgreiningar t.a.m. varðandi matvöru sem hefð er fyrir framleiðslu á á Íslandi í 30 ár eða lengur, þótt hráefnið sé ekki íslenskt. Sömuleiðis mætti framleiða ýmsar vörur í útlöndum sem hannaðar eru af íslenskum hönnuðum og setja íslenska fánann á þær. „Það hefur verið töluverð ásókn í það að nota íslenska fánann til að merkja ýmis konar vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það er því verið að bregðast við beiðni fjölmargra samtaka, framleiðenda alls konar íslenskrar vöru, sem telja feng í að geta merkt vöruna Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð. Mál sem þetta hefur verið flutt nokkrum sinnum áður á Alþingi en nú liggja nákvæmari skilgreiningar fyrir þannig að forsætisráðherra vonar að sátt takist um málið. „Menn hafa séð að ýmsar aðrar þjóðir nýta mjög mikið þjóðfána sinn til að kynna sína framleiðslu. Ég nefni sem dæmi Norðmenn sem stimpla fjölmargar vörur með norska fánanum. Hin Norðurlöndin nýta reyndar líka mikið sína þjóðfána,“ segir Sigmundur Davíð. Þá mælti forsætisráðherra í dag einnig fyrir frumvarpi um verndun byggðaheilda bæði í bæjum og á landsbyggðinni. Hann segir byggðaheildir oft skapa aðdráttarafl og verndun þeirra stuðli oft að metnaði í viðhaldi eins og dæmin sanni annarsstaðar. Þetta eigi bæði við um gömul hverfi og nútíma byggingalist. „Og raunar hafa oft og tíðum svæði sem standa saman af nútímabyggingalist fengið svona skilgreiningu. Því þar vilja menn líka vernda sérkennin og viðhalda þeim,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Alþingi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira