Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Fjöldi vændis- og kynlífsstarfsmanna í París krafðist réttinda sinna í mótmælum í júní síðastliðnum. Fréttablaðið/AFP „Það er leitt að sjá að ein tillaga sem er lögð fram valdi því að félagar sjái ekki samleið með félaginu lengur,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Mikill styr hefur staðið um Amnesty International eftir að alþjóðahreyfing Amnesty samþykkti umdeilda stefnu þar sem samtökin styðja við lögleiðingu vændis sem lið í baráttu gegn mansali og kúgun vændisfólks. „Ég held að félagar séu frekar að mótmæla þessari tilteknu afstöðu þó að þeir séu í grunninn hlynntir stefnu Amnesty. Það væri mjög leitt ef þetta hefði þær afleiðingar að samtökin misstu einhvern mátt en ég held að það verði nú ekki,“ segir Anna. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni en engu að síður hefur fjöldi fólks boðað úrsögn sína úr Íslandsdeildinni. Anna segir að úrsagnirnar séu í samræmi við það sem samtökin bjuggust við. Að hennar sögn stendur ekki til að Íslandsdeildin geri tillöguna að sérstöku baráttumáli. „Þó að alþjóðastjórnin muni vinna að afglæpavæðingu vændis þá er ekkert sem Íslandsdeildin mun krefjast hér á landi í þeim efnum.“ Hún er þeirrar skoðunar að umræðan byggist að einhverju leyti á misskilningi. „Þó að fólk geri sér almennt grein fyrir því að tillagan snúist um að afglæpavæða vændisiðnaðinn er markmið hennar, og það er alveg skýrt, að koma í veg fyrir mannréttindabrot á fólki sem er í vændisiðnaðinum.“Í tillögu Amnesty er gert ráð fyrir að samhliða lögleiðingu skuldbindi ríki sig til að berjast gegn mansali, tryggja réttindi vændisfólks, uppræta kynferðislega misnotkun á börnum og tryggja stöðu vændisfólks gagnvart lögum og fyrir ofbeldi. „Við erum ekki að tala þarna um fólk sem er í ánauð, mansali eða er misnotað á einhvern annan hátt,“ segir Anna. „Þarna er einungis fjallað um að afglæpavæða þann iðnað þar sem fólk tekur þá ákvörðun sjálft að stunda vændi.“ Anna segir að tillagan hafi ekki verið unnin með stuttum fyrirvara heldur sé hún vel ígrunduð. Alþjóðahreyfing Amnesty bendir á að rannsóknir og gögn sýni fram á að þessi leið sé sú besta til að koma í veg fyrir misnotkun og ofbeldi gegn vændisfólki með tilliti til lögmáls um skaðaminnkun á grundvelli afglæpavæðingar. Landsdeild UN Women á Íslandi sendi frá sér tilkynningu þess efnis að UN Women hafi ekki tekið formlega afstöðu varðandi afglæpavæðingu vændis. Tilkynningin er vegna ummæla Harðar Helga Helgasonar, formanns Íslandsdeildar Amnesty, þess efnis að UN Women væri með sambærilega stefnu og Amnesty. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
„Það er leitt að sjá að ein tillaga sem er lögð fram valdi því að félagar sjái ekki samleið með félaginu lengur,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Mikill styr hefur staðið um Amnesty International eftir að alþjóðahreyfing Amnesty samþykkti umdeilda stefnu þar sem samtökin styðja við lögleiðingu vændis sem lið í baráttu gegn mansali og kúgun vændisfólks. „Ég held að félagar séu frekar að mótmæla þessari tilteknu afstöðu þó að þeir séu í grunninn hlynntir stefnu Amnesty. Það væri mjög leitt ef þetta hefði þær afleiðingar að samtökin misstu einhvern mátt en ég held að það verði nú ekki,“ segir Anna. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni en engu að síður hefur fjöldi fólks boðað úrsögn sína úr Íslandsdeildinni. Anna segir að úrsagnirnar séu í samræmi við það sem samtökin bjuggust við. Að hennar sögn stendur ekki til að Íslandsdeildin geri tillöguna að sérstöku baráttumáli. „Þó að alþjóðastjórnin muni vinna að afglæpavæðingu vændis þá er ekkert sem Íslandsdeildin mun krefjast hér á landi í þeim efnum.“ Hún er þeirrar skoðunar að umræðan byggist að einhverju leyti á misskilningi. „Þó að fólk geri sér almennt grein fyrir því að tillagan snúist um að afglæpavæða vændisiðnaðinn er markmið hennar, og það er alveg skýrt, að koma í veg fyrir mannréttindabrot á fólki sem er í vændisiðnaðinum.“Í tillögu Amnesty er gert ráð fyrir að samhliða lögleiðingu skuldbindi ríki sig til að berjast gegn mansali, tryggja réttindi vændisfólks, uppræta kynferðislega misnotkun á börnum og tryggja stöðu vændisfólks gagnvart lögum og fyrir ofbeldi. „Við erum ekki að tala þarna um fólk sem er í ánauð, mansali eða er misnotað á einhvern annan hátt,“ segir Anna. „Þarna er einungis fjallað um að afglæpavæða þann iðnað þar sem fólk tekur þá ákvörðun sjálft að stunda vændi.“ Anna segir að tillagan hafi ekki verið unnin með stuttum fyrirvara heldur sé hún vel ígrunduð. Alþjóðahreyfing Amnesty bendir á að rannsóknir og gögn sýni fram á að þessi leið sé sú besta til að koma í veg fyrir misnotkun og ofbeldi gegn vændisfólki með tilliti til lögmáls um skaðaminnkun á grundvelli afglæpavæðingar. Landsdeild UN Women á Íslandi sendi frá sér tilkynningu þess efnis að UN Women hafi ekki tekið formlega afstöðu varðandi afglæpavæðingu vændis. Tilkynningin er vegna ummæla Harðar Helga Helgasonar, formanns Íslandsdeildar Amnesty, þess efnis að UN Women væri með sambærilega stefnu og Amnesty.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira