Ætla ekki að gera vændisstefnu að baráttumáli á Íslandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Fjöldi vændis- og kynlífsstarfsmanna í París krafðist réttinda sinna í mótmælum í júní síðastliðnum. Fréttablaðið/AFP „Það er leitt að sjá að ein tillaga sem er lögð fram valdi því að félagar sjái ekki samleið með félaginu lengur,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Mikill styr hefur staðið um Amnesty International eftir að alþjóðahreyfing Amnesty samþykkti umdeilda stefnu þar sem samtökin styðja við lögleiðingu vændis sem lið í baráttu gegn mansali og kúgun vændisfólks. „Ég held að félagar séu frekar að mótmæla þessari tilteknu afstöðu þó að þeir séu í grunninn hlynntir stefnu Amnesty. Það væri mjög leitt ef þetta hefði þær afleiðingar að samtökin misstu einhvern mátt en ég held að það verði nú ekki,“ segir Anna. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni en engu að síður hefur fjöldi fólks boðað úrsögn sína úr Íslandsdeildinni. Anna segir að úrsagnirnar séu í samræmi við það sem samtökin bjuggust við. Að hennar sögn stendur ekki til að Íslandsdeildin geri tillöguna að sérstöku baráttumáli. „Þó að alþjóðastjórnin muni vinna að afglæpavæðingu vændis þá er ekkert sem Íslandsdeildin mun krefjast hér á landi í þeim efnum.“ Hún er þeirrar skoðunar að umræðan byggist að einhverju leyti á misskilningi. „Þó að fólk geri sér almennt grein fyrir því að tillagan snúist um að afglæpavæða vændisiðnaðinn er markmið hennar, og það er alveg skýrt, að koma í veg fyrir mannréttindabrot á fólki sem er í vændisiðnaðinum.“Í tillögu Amnesty er gert ráð fyrir að samhliða lögleiðingu skuldbindi ríki sig til að berjast gegn mansali, tryggja réttindi vændisfólks, uppræta kynferðislega misnotkun á börnum og tryggja stöðu vændisfólks gagnvart lögum og fyrir ofbeldi. „Við erum ekki að tala þarna um fólk sem er í ánauð, mansali eða er misnotað á einhvern annan hátt,“ segir Anna. „Þarna er einungis fjallað um að afglæpavæða þann iðnað þar sem fólk tekur þá ákvörðun sjálft að stunda vændi.“ Anna segir að tillagan hafi ekki verið unnin með stuttum fyrirvara heldur sé hún vel ígrunduð. Alþjóðahreyfing Amnesty bendir á að rannsóknir og gögn sýni fram á að þessi leið sé sú besta til að koma í veg fyrir misnotkun og ofbeldi gegn vændisfólki með tilliti til lögmáls um skaðaminnkun á grundvelli afglæpavæðingar. Landsdeild UN Women á Íslandi sendi frá sér tilkynningu þess efnis að UN Women hafi ekki tekið formlega afstöðu varðandi afglæpavæðingu vændis. Tilkynningin er vegna ummæla Harðar Helga Helgasonar, formanns Íslandsdeildar Amnesty, þess efnis að UN Women væri með sambærilega stefnu og Amnesty. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
„Það er leitt að sjá að ein tillaga sem er lögð fram valdi því að félagar sjái ekki samleið með félaginu lengur,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Mikill styr hefur staðið um Amnesty International eftir að alþjóðahreyfing Amnesty samþykkti umdeilda stefnu þar sem samtökin styðja við lögleiðingu vændis sem lið í baráttu gegn mansali og kúgun vændisfólks. „Ég held að félagar séu frekar að mótmæla þessari tilteknu afstöðu þó að þeir séu í grunninn hlynntir stefnu Amnesty. Það væri mjög leitt ef þetta hefði þær afleiðingar að samtökin misstu einhvern mátt en ég held að það verði nú ekki,“ segir Anna. Íslandsdeild Amnesty sat hjá í atkvæðagreiðslunni en engu að síður hefur fjöldi fólks boðað úrsögn sína úr Íslandsdeildinni. Anna segir að úrsagnirnar séu í samræmi við það sem samtökin bjuggust við. Að hennar sögn stendur ekki til að Íslandsdeildin geri tillöguna að sérstöku baráttumáli. „Þó að alþjóðastjórnin muni vinna að afglæpavæðingu vændis þá er ekkert sem Íslandsdeildin mun krefjast hér á landi í þeim efnum.“ Hún er þeirrar skoðunar að umræðan byggist að einhverju leyti á misskilningi. „Þó að fólk geri sér almennt grein fyrir því að tillagan snúist um að afglæpavæða vændisiðnaðinn er markmið hennar, og það er alveg skýrt, að koma í veg fyrir mannréttindabrot á fólki sem er í vændisiðnaðinum.“Í tillögu Amnesty er gert ráð fyrir að samhliða lögleiðingu skuldbindi ríki sig til að berjast gegn mansali, tryggja réttindi vændisfólks, uppræta kynferðislega misnotkun á börnum og tryggja stöðu vændisfólks gagnvart lögum og fyrir ofbeldi. „Við erum ekki að tala þarna um fólk sem er í ánauð, mansali eða er misnotað á einhvern annan hátt,“ segir Anna. „Þarna er einungis fjallað um að afglæpavæða þann iðnað þar sem fólk tekur þá ákvörðun sjálft að stunda vændi.“ Anna segir að tillagan hafi ekki verið unnin með stuttum fyrirvara heldur sé hún vel ígrunduð. Alþjóðahreyfing Amnesty bendir á að rannsóknir og gögn sýni fram á að þessi leið sé sú besta til að koma í veg fyrir misnotkun og ofbeldi gegn vændisfólki með tilliti til lögmáls um skaðaminnkun á grundvelli afglæpavæðingar. Landsdeild UN Women á Íslandi sendi frá sér tilkynningu þess efnis að UN Women hafi ekki tekið formlega afstöðu varðandi afglæpavæðingu vændis. Tilkynningin er vegna ummæla Harðar Helga Helgasonar, formanns Íslandsdeildar Amnesty, þess efnis að UN Women væri með sambærilega stefnu og Amnesty.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira