Ásmundur: Þetta verður smá púsluspil Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 18:22 „Það er bara mjög stutt síðan. Þetta gerðist á síðustu 2-3 dögum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, nýráðinn þjálfari ÍBV, í samtali við Akraborgina í dag aðspurður um aðdragandann að ráðningunni hjá Eyjamönnum. Ásmundur, sem var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum, var í dag ráðinn ÍBV út tímabilið. Jóhannes Harðarson verður í persónulegu leyfi út sumarið. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er búið að vera smá rússíbanareið síðustu vikur. Síðasti leikur sem ég stýrði Fylki var einmitt mér,“ sagði Ásmundur en hann var rekinn eftir 4-0 bikartap Fylkis á Hásteinsvelli. „Ekki óraði mig fyrir því í framhaldinu að þetta yrði niðurstaðan, en um leið og þessi möguleiki kom upp þá heillaði ahnn verulega.“ „Ég hef fylgst með Eyjaliðinu vaxa og dafna undanfarnar vikur. Það býr mikið í þessum hóp þannig það verður spennandi að byggja ofan á þetta góða starf sem unnið er hér.“Aldrei sáttur við að vera rekinn Ingi Sigurðsson hefur stýrt Eyjaliðinu í undanförnum leikjum, en undir hans stjórn vann liðið tvo deildarleiki og einn bikarleik með markatölunni 10-0. Það kom ekki til greina að hann yrði áfram. „Mér skylst að það var ekki möguleiki í stöðinni. Þeir vildu fá mann í brúnna til að stýra þessu,“ sagði Ásmundur sem er ekki sáttur við brottreksturinn frá Fylki. „Maður er aldrei sáttur við það, en þessi bolti er bara svona. Maður býr við þetta og áttar sig á því að enginn er eilífur í þessu. Ef mönnum finnst þurfa að gera breytingar verða þeir að gera þær og standa og falla með þeim.“Býr í Kópavogi Ásmundur verður á milli lands og Eyja nú eftir að hann gerðist þjálfari liðsins, en hann þarf að hagræða hlutum í kringum þjálfarastarfið. „Þetta verður smá púsluspil. Ég bý í Kópavogi og sinni einhverjum störfum í bænum. Ég sagði strax við Eyjamenn að þetta yrði púsluspil, en ég fann að hér var mikill hugur að láta þetta ganga upp. Ég mun njóta aðstoðar þeirra manna sem hafa látið þetta ganga undanfarið,“ sagði Ásmundur, en kemur til greina að hann verði áfram eftir tímabilið? „Það var bara sameiginleg ákvörðun að gera þetta svona núna og það er mjög skynsamlegt að horfa á þetta þannig fyrst. Svo kemur í ljós hvort það verði áhugi beggja aðila fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
„Það er bara mjög stutt síðan. Þetta gerðist á síðustu 2-3 dögum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, nýráðinn þjálfari ÍBV, í samtali við Akraborgina í dag aðspurður um aðdragandann að ráðningunni hjá Eyjamönnum. Ásmundur, sem var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum, var í dag ráðinn ÍBV út tímabilið. Jóhannes Harðarson verður í persónulegu leyfi út sumarið. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er búið að vera smá rússíbanareið síðustu vikur. Síðasti leikur sem ég stýrði Fylki var einmitt mér,“ sagði Ásmundur en hann var rekinn eftir 4-0 bikartap Fylkis á Hásteinsvelli. „Ekki óraði mig fyrir því í framhaldinu að þetta yrði niðurstaðan, en um leið og þessi möguleiki kom upp þá heillaði ahnn verulega.“ „Ég hef fylgst með Eyjaliðinu vaxa og dafna undanfarnar vikur. Það býr mikið í þessum hóp þannig það verður spennandi að byggja ofan á þetta góða starf sem unnið er hér.“Aldrei sáttur við að vera rekinn Ingi Sigurðsson hefur stýrt Eyjaliðinu í undanförnum leikjum, en undir hans stjórn vann liðið tvo deildarleiki og einn bikarleik með markatölunni 10-0. Það kom ekki til greina að hann yrði áfram. „Mér skylst að það var ekki möguleiki í stöðinni. Þeir vildu fá mann í brúnna til að stýra þessu,“ sagði Ásmundur sem er ekki sáttur við brottreksturinn frá Fylki. „Maður er aldrei sáttur við það, en þessi bolti er bara svona. Maður býr við þetta og áttar sig á því að enginn er eilífur í þessu. Ef mönnum finnst þurfa að gera breytingar verða þeir að gera þær og standa og falla með þeim.“Býr í Kópavogi Ásmundur verður á milli lands og Eyja nú eftir að hann gerðist þjálfari liðsins, en hann þarf að hagræða hlutum í kringum þjálfarastarfið. „Þetta verður smá púsluspil. Ég bý í Kópavogi og sinni einhverjum störfum í bænum. Ég sagði strax við Eyjamenn að þetta yrði púsluspil, en ég fann að hér var mikill hugur að láta þetta ganga upp. Ég mun njóta aðstoðar þeirra manna sem hafa látið þetta ganga undanfarið,“ sagði Ásmundur, en kemur til greina að hann verði áfram eftir tímabilið? „Það var bara sameiginleg ákvörðun að gera þetta svona núna og það er mjög skynsamlegt að horfa á þetta þannig fyrst. Svo kemur í ljós hvort það verði áhugi beggja aðila fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira