Fyrrum forseti Bandaríkjanna, George Bush eldri, var mættur til að fylgjast með sínum mönnum í hafnaboltanum í gær.
Þá kastaði hann fyrsta boltanum fyrir leik hans liðs, Houston Astros, gegn Kansas City Royals. Liðin voru þarna að mætast í þriðja leik í úrslitakeppninni.
Bush eldri er orðinn 91 árs gamall og er í hjólastól. Hann var einnig með hálskraga en lét veikindin ekki stöðva sig frá því að taka þátt.
Bush hefur stutt Astros til fjölda ára og átti um tíma sæti á besta stað.
Hans menn brugðust síðan ekki og unnu leikinn.

