Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2015 11:40 John Travolta er einn af frægustu meðlimum Vísindakirkjunnar. Getty Heimildarmynd um Vísindakirkjuna, sem nefnist Going Clear: Scientology and the Prison of Belief, var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gær og hefur hlotið mikið lof áhorfenda. Myndin er byggð á samnefndri bók Pulitzer-verðlaunahafans Lawrence Wright en leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Alex Gibney. Myndin byrjar á frásögn Óskarverðlaunaleikstjórans Paul Haggis, sem hlaut Óskarinn fyrir kvikmyndina Crash, þar sem hann lýsir því hvernig hann gekk í Vísindakirkjuna á áttunda áratug síðustu aldar, þá ástsjúkur og leitandi ungur maður. Leikstjórinn Gibney ræðir einnig ræðir einnig við nokkra einstaklinga sem gegndu áður ábyrgðarstöðu innan krikjunnar en þeir reyna að útskýra fyrir áhorfendum hvers vegna Vísindakirkjan leggur svo mikið á sig til að laða frægt fólk inn í söfnuðinn. Á meðal frægustu fylgjenda kirkjunnar eru leikararnir Tom Cruise og John Travolta en myndinni er getgátur um að Travolta sé nauðbeygður til að vera í kirkjunni sökum þess hve mikið hún veit um hann. Eitt af helstu markmiðum kirkjunnar út á við er að losa einstaklinga við sálræn ör og er það gert í gengum viðtalsferli sem er kallað auditing en í gegnum þetta viðtalsferli á Vísindakirkjan að hafa fengið upplýsingar um Travolta sem enginn veit og hann sagður ekki þora því að ganga úr söfnuðinum af ótta við að þær kæmust í umferð. Tom Cruise er sagður hafa reynt að fjarlægjast kirkjuna á tíunda áratug síðustu aldar en í myndinni er því fleygt fram að kirkjan hafi unnið markvisst í því að eyðileggja hjónaband hans og Nicole Kidman en leikkonan er sögð hafa haft miklar efasemdir í garð kirkjunnar. Þá er reynt að svara þeirri spurningu af hverju fólk gengur í þennan söfnuð en í myndinni kemur fram að kirkjan kynni sig sem verkfæri til að hjálpa einstaklingum að lifa betra og innihaldsríkara lífi. Þeir sem ganga í kirkjuna fá ekki að vita í upphafi hver trúin í rauninni er og fá fæstir að vita það. Þegar þú hefur hins vegar náð að hreinsa þig af sálrænum örum en takmarkið er að ná fullkomnun og geta hafið sig yfir efni, orku, tíma og rúm. Þá er viðkomandi orðinn Operating Thetan og fær þá að rýna í handskrifaðan texta stofnanda kirkjunnar, L. Ron Hubbard, þar sem hann útskýrir sögu mannkynsins. Þegar Paul Haggis fékk að lesa þessi skrif hélt hann að það væri einhverskonar próf. „Kannski var verið að kanna hvort ég væri geðveikur? Ef ég trúi þessu, þá reka þeir þig út?“ Tengdar fréttir Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Heimildarmynd um Vísindakirkjuna, sem nefnist Going Clear: Scientology and the Prison of Belief, var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gær og hefur hlotið mikið lof áhorfenda. Myndin er byggð á samnefndri bók Pulitzer-verðlaunahafans Lawrence Wright en leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Alex Gibney. Myndin byrjar á frásögn Óskarverðlaunaleikstjórans Paul Haggis, sem hlaut Óskarinn fyrir kvikmyndina Crash, þar sem hann lýsir því hvernig hann gekk í Vísindakirkjuna á áttunda áratug síðustu aldar, þá ástsjúkur og leitandi ungur maður. Leikstjórinn Gibney ræðir einnig ræðir einnig við nokkra einstaklinga sem gegndu áður ábyrgðarstöðu innan krikjunnar en þeir reyna að útskýra fyrir áhorfendum hvers vegna Vísindakirkjan leggur svo mikið á sig til að laða frægt fólk inn í söfnuðinn. Á meðal frægustu fylgjenda kirkjunnar eru leikararnir Tom Cruise og John Travolta en myndinni er getgátur um að Travolta sé nauðbeygður til að vera í kirkjunni sökum þess hve mikið hún veit um hann. Eitt af helstu markmiðum kirkjunnar út á við er að losa einstaklinga við sálræn ör og er það gert í gengum viðtalsferli sem er kallað auditing en í gegnum þetta viðtalsferli á Vísindakirkjan að hafa fengið upplýsingar um Travolta sem enginn veit og hann sagður ekki þora því að ganga úr söfnuðinum af ótta við að þær kæmust í umferð. Tom Cruise er sagður hafa reynt að fjarlægjast kirkjuna á tíunda áratug síðustu aldar en í myndinni er því fleygt fram að kirkjan hafi unnið markvisst í því að eyðileggja hjónaband hans og Nicole Kidman en leikkonan er sögð hafa haft miklar efasemdir í garð kirkjunnar. Þá er reynt að svara þeirri spurningu af hverju fólk gengur í þennan söfnuð en í myndinni kemur fram að kirkjan kynni sig sem verkfæri til að hjálpa einstaklingum að lifa betra og innihaldsríkara lífi. Þeir sem ganga í kirkjuna fá ekki að vita í upphafi hver trúin í rauninni er og fá fæstir að vita það. Þegar þú hefur hins vegar náð að hreinsa þig af sálrænum örum en takmarkið er að ná fullkomnun og geta hafið sig yfir efni, orku, tíma og rúm. Þá er viðkomandi orðinn Operating Thetan og fær þá að rýna í handskrifaðan texta stofnanda kirkjunnar, L. Ron Hubbard, þar sem hann útskýrir sögu mannkynsins. Þegar Paul Haggis fékk að lesa þessi skrif hélt hann að það væri einhverskonar próf. „Kannski var verið að kanna hvort ég væri geðveikur? Ef ég trúi þessu, þá reka þeir þig út?“
Tengdar fréttir Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25