Ráðherra strand með fiskveiðifrumvarpið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Stjórnarflokkarnir eru ekki á einu málu um hvernig hér skuli haga stjórnun fiskveiða. Fréttablaðið/Vilhelm Mikill ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannessonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið var tilbúið fyrir jól en hefur ekki farið fyrir ríkisstjórn enn þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að ágreiningur stjórnarflokkanna skýri það að málið sé ekki komið lengra. Innan Sjálfstæðisflokksins er óánægja með það að enn á ný standi til að hrófla við fiskveiðistjórnunarkerfi sem flokkurinn telur að virki vel í grundvallaratriðum. Slíkt eigi ekki að gera nema víðfeðm sátt ríki um breytingarnar, sem sé ekki fyrir hendi nú. Engin þörf sé á breytingum á kerfinu, þó að taka verði ákvörðun varðandi veiðigjöld. Ágreiningurinn snúist því um hvort aðeins eigi að samþykkja ramma utan um veiðigjöld eða að leggja fram heildstæðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það má því segja að ágreiningurinn snúist um mun á stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum.Jón GunnarssonFrumvarpið gerir ráð fyrir því að komið verði upp kvótaþingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það þýðir að öll viðskipti með kvóta verða á markaði, en þó er gert ráð fyrir einhverjum hjáleiðum vegna minni viðskipta. Þá er gert ráð fyrir því að samið verði um nýtingu veiðiréttar til lengri tíma og hafa 23 ár verið nefnd í því samhengi. Drög að frumvarpinu voru kynnt á sameiginlegum þingflokki stjórnarflokkanna í lok nóvember. Síðan hefur hvorki gengið né rekið í málinu og er það nú strand. Náist ekki að leysa þann ágreining er mögulegt að ekki verði samþykkt frumvarp um fiskveiðistjórnun fyrir sumarið, en bráðabirgðaákvæði um veiðigjöld framlengd þess í stað. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vonast til að svo verði ekki. „Í sjálfu sér vonast ég til þess að það náist einhver niðurstaða í að ljúka þessum málum. Allavega þurfum við að klára að ramma inn löggjöf utan um veiðigjöldin. Ég tel að við höfum í dag mjög öflugan grunn til að ganga frá því endanlega til lengri tíma, þannig að það þurfi ekki að vera í bráðabirgðaákvæðum.“ „Hverjar aðrar breytingar verða gerðar get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Mikill ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannessonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið var tilbúið fyrir jól en hefur ekki farið fyrir ríkisstjórn enn þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að ágreiningur stjórnarflokkanna skýri það að málið sé ekki komið lengra. Innan Sjálfstæðisflokksins er óánægja með það að enn á ný standi til að hrófla við fiskveiðistjórnunarkerfi sem flokkurinn telur að virki vel í grundvallaratriðum. Slíkt eigi ekki að gera nema víðfeðm sátt ríki um breytingarnar, sem sé ekki fyrir hendi nú. Engin þörf sé á breytingum á kerfinu, þó að taka verði ákvörðun varðandi veiðigjöld. Ágreiningurinn snúist því um hvort aðeins eigi að samþykkja ramma utan um veiðigjöld eða að leggja fram heildstæðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það má því segja að ágreiningurinn snúist um mun á stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum.Jón GunnarssonFrumvarpið gerir ráð fyrir því að komið verði upp kvótaþingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það þýðir að öll viðskipti með kvóta verða á markaði, en þó er gert ráð fyrir einhverjum hjáleiðum vegna minni viðskipta. Þá er gert ráð fyrir því að samið verði um nýtingu veiðiréttar til lengri tíma og hafa 23 ár verið nefnd í því samhengi. Drög að frumvarpinu voru kynnt á sameiginlegum þingflokki stjórnarflokkanna í lok nóvember. Síðan hefur hvorki gengið né rekið í málinu og er það nú strand. Náist ekki að leysa þann ágreining er mögulegt að ekki verði samþykkt frumvarp um fiskveiðistjórnun fyrir sumarið, en bráðabirgðaákvæði um veiðigjöld framlengd þess í stað. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vonast til að svo verði ekki. „Í sjálfu sér vonast ég til þess að það náist einhver niðurstaða í að ljúka þessum málum. Allavega þurfum við að klára að ramma inn löggjöf utan um veiðigjöldin. Ég tel að við höfum í dag mjög öflugan grunn til að ganga frá því endanlega til lengri tíma, þannig að það þurfi ekki að vera í bráðabirgðaákvæðum.“ „Hverjar aðrar breytingar verða gerðar get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira