Ráðherra strand með fiskveiðifrumvarpið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Stjórnarflokkarnir eru ekki á einu málu um hvernig hér skuli haga stjórnun fiskveiða. Fréttablaðið/Vilhelm Mikill ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannessonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið var tilbúið fyrir jól en hefur ekki farið fyrir ríkisstjórn enn þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að ágreiningur stjórnarflokkanna skýri það að málið sé ekki komið lengra. Innan Sjálfstæðisflokksins er óánægja með það að enn á ný standi til að hrófla við fiskveiðistjórnunarkerfi sem flokkurinn telur að virki vel í grundvallaratriðum. Slíkt eigi ekki að gera nema víðfeðm sátt ríki um breytingarnar, sem sé ekki fyrir hendi nú. Engin þörf sé á breytingum á kerfinu, þó að taka verði ákvörðun varðandi veiðigjöld. Ágreiningurinn snúist því um hvort aðeins eigi að samþykkja ramma utan um veiðigjöld eða að leggja fram heildstæðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það má því segja að ágreiningurinn snúist um mun á stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum.Jón GunnarssonFrumvarpið gerir ráð fyrir því að komið verði upp kvótaþingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það þýðir að öll viðskipti með kvóta verða á markaði, en þó er gert ráð fyrir einhverjum hjáleiðum vegna minni viðskipta. Þá er gert ráð fyrir því að samið verði um nýtingu veiðiréttar til lengri tíma og hafa 23 ár verið nefnd í því samhengi. Drög að frumvarpinu voru kynnt á sameiginlegum þingflokki stjórnarflokkanna í lok nóvember. Síðan hefur hvorki gengið né rekið í málinu og er það nú strand. Náist ekki að leysa þann ágreining er mögulegt að ekki verði samþykkt frumvarp um fiskveiðistjórnun fyrir sumarið, en bráðabirgðaákvæði um veiðigjöld framlengd þess í stað. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vonast til að svo verði ekki. „Í sjálfu sér vonast ég til þess að það náist einhver niðurstaða í að ljúka þessum málum. Allavega þurfum við að klára að ramma inn löggjöf utan um veiðigjöldin. Ég tel að við höfum í dag mjög öflugan grunn til að ganga frá því endanlega til lengri tíma, þannig að það þurfi ekki að vera í bráðabirgðaákvæðum.“ „Hverjar aðrar breytingar verða gerðar get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Mikill ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannessonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið var tilbúið fyrir jól en hefur ekki farið fyrir ríkisstjórn enn þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að ágreiningur stjórnarflokkanna skýri það að málið sé ekki komið lengra. Innan Sjálfstæðisflokksins er óánægja með það að enn á ný standi til að hrófla við fiskveiðistjórnunarkerfi sem flokkurinn telur að virki vel í grundvallaratriðum. Slíkt eigi ekki að gera nema víðfeðm sátt ríki um breytingarnar, sem sé ekki fyrir hendi nú. Engin þörf sé á breytingum á kerfinu, þó að taka verði ákvörðun varðandi veiðigjöld. Ágreiningurinn snúist því um hvort aðeins eigi að samþykkja ramma utan um veiðigjöld eða að leggja fram heildstæðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það má því segja að ágreiningurinn snúist um mun á stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum.Jón GunnarssonFrumvarpið gerir ráð fyrir því að komið verði upp kvótaþingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það þýðir að öll viðskipti með kvóta verða á markaði, en þó er gert ráð fyrir einhverjum hjáleiðum vegna minni viðskipta. Þá er gert ráð fyrir því að samið verði um nýtingu veiðiréttar til lengri tíma og hafa 23 ár verið nefnd í því samhengi. Drög að frumvarpinu voru kynnt á sameiginlegum þingflokki stjórnarflokkanna í lok nóvember. Síðan hefur hvorki gengið né rekið í málinu og er það nú strand. Náist ekki að leysa þann ágreining er mögulegt að ekki verði samþykkt frumvarp um fiskveiðistjórnun fyrir sumarið, en bráðabirgðaákvæði um veiðigjöld framlengd þess í stað. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vonast til að svo verði ekki. „Í sjálfu sér vonast ég til þess að það náist einhver niðurstaða í að ljúka þessum málum. Allavega þurfum við að klára að ramma inn löggjöf utan um veiðigjöldin. Ég tel að við höfum í dag mjög öflugan grunn til að ganga frá því endanlega til lengri tíma, þannig að það þurfi ekki að vera í bráðabirgðaákvæðum.“ „Hverjar aðrar breytingar verða gerðar get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira