Ráðherra strand með fiskveiðifrumvarpið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Stjórnarflokkarnir eru ekki á einu málu um hvernig hér skuli haga stjórnun fiskveiða. Fréttablaðið/Vilhelm Mikill ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannessonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið var tilbúið fyrir jól en hefur ekki farið fyrir ríkisstjórn enn þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að ágreiningur stjórnarflokkanna skýri það að málið sé ekki komið lengra. Innan Sjálfstæðisflokksins er óánægja með það að enn á ný standi til að hrófla við fiskveiðistjórnunarkerfi sem flokkurinn telur að virki vel í grundvallaratriðum. Slíkt eigi ekki að gera nema víðfeðm sátt ríki um breytingarnar, sem sé ekki fyrir hendi nú. Engin þörf sé á breytingum á kerfinu, þó að taka verði ákvörðun varðandi veiðigjöld. Ágreiningurinn snúist því um hvort aðeins eigi að samþykkja ramma utan um veiðigjöld eða að leggja fram heildstæðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það má því segja að ágreiningurinn snúist um mun á stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum.Jón GunnarssonFrumvarpið gerir ráð fyrir því að komið verði upp kvótaþingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það þýðir að öll viðskipti með kvóta verða á markaði, en þó er gert ráð fyrir einhverjum hjáleiðum vegna minni viðskipta. Þá er gert ráð fyrir því að samið verði um nýtingu veiðiréttar til lengri tíma og hafa 23 ár verið nefnd í því samhengi. Drög að frumvarpinu voru kynnt á sameiginlegum þingflokki stjórnarflokkanna í lok nóvember. Síðan hefur hvorki gengið né rekið í málinu og er það nú strand. Náist ekki að leysa þann ágreining er mögulegt að ekki verði samþykkt frumvarp um fiskveiðistjórnun fyrir sumarið, en bráðabirgðaákvæði um veiðigjöld framlengd þess í stað. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vonast til að svo verði ekki. „Í sjálfu sér vonast ég til þess að það náist einhver niðurstaða í að ljúka þessum málum. Allavega þurfum við að klára að ramma inn löggjöf utan um veiðigjöldin. Ég tel að við höfum í dag mjög öflugan grunn til að ganga frá því endanlega til lengri tíma, þannig að það þurfi ekki að vera í bráðabirgðaákvæðum.“ „Hverjar aðrar breytingar verða gerðar get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“ Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Mikill ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um frumvarp Sigurðar Inga Jóhannessonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið var tilbúið fyrir jól en hefur ekki farið fyrir ríkisstjórn enn þá. Heimildir Fréttablaðsins herma að ágreiningur stjórnarflokkanna skýri það að málið sé ekki komið lengra. Innan Sjálfstæðisflokksins er óánægja með það að enn á ný standi til að hrófla við fiskveiðistjórnunarkerfi sem flokkurinn telur að virki vel í grundvallaratriðum. Slíkt eigi ekki að gera nema víðfeðm sátt ríki um breytingarnar, sem sé ekki fyrir hendi nú. Engin þörf sé á breytingum á kerfinu, þó að taka verði ákvörðun varðandi veiðigjöld. Ágreiningurinn snúist því um hvort aðeins eigi að samþykkja ramma utan um veiðigjöld eða að leggja fram heildstæðar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það má því segja að ágreiningurinn snúist um mun á stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum.Jón GunnarssonFrumvarpið gerir ráð fyrir því að komið verði upp kvótaþingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það þýðir að öll viðskipti með kvóta verða á markaði, en þó er gert ráð fyrir einhverjum hjáleiðum vegna minni viðskipta. Þá er gert ráð fyrir því að samið verði um nýtingu veiðiréttar til lengri tíma og hafa 23 ár verið nefnd í því samhengi. Drög að frumvarpinu voru kynnt á sameiginlegum þingflokki stjórnarflokkanna í lok nóvember. Síðan hefur hvorki gengið né rekið í málinu og er það nú strand. Náist ekki að leysa þann ágreining er mögulegt að ekki verði samþykkt frumvarp um fiskveiðistjórnun fyrir sumarið, en bráðabirgðaákvæði um veiðigjöld framlengd þess í stað. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vonast til að svo verði ekki. „Í sjálfu sér vonast ég til þess að það náist einhver niðurstaða í að ljúka þessum málum. Allavega þurfum við að klára að ramma inn löggjöf utan um veiðigjöldin. Ég tel að við höfum í dag mjög öflugan grunn til að ganga frá því endanlega til lengri tíma, þannig að það þurfi ekki að vera í bráðabirgðaákvæðum.“ „Hverjar aðrar breytingar verða gerðar get ég ekki sagt til um á þessari stundu.“
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira