Samningar næstum í höfn í Grikklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Skiptar skoðanir eru meðal Grikkja á nýjum neyðaraðstoðarsamningi, en skilyrðum lánardrottna var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í sumar. nordicphotos/getty „Við þokumst nær og nær. Einungis tvö eða þrjú smáatriði eru eftir,“ sagði Euclid Tsakalotos, fjármálaráðherra Grikklands, við fréttastofu Reuters í gær. Gríska ríkið vinnur nú hörðum höndum að gerð samnings við seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um nýja, 12.600 milljarða króna neyðaraðstoð fyrir ríkið. Neyðaraðstoðarsamningurinn verður til þriggja ára og er bráðnauðsynlegur fyrir Grikki ef þeir ætla að halda sér innan evrusvæðisins og forðast gjaldþrot. Neyðaraðstoðin yrði sú þriðja á fimm árum en áður hafa sömu aðilar auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánað Grikkjum.Euclid TsakalotosAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggst þó ekki vera með í nýja samningnum þar sem hinir lánardrottnar Grikkja vilja ekki fella niður hluta skulda Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt svo ríkið geti náð efnahagslegum bata. Grikkir vonast til að klára samninginn fyrir tuttugasta ágúst en þá þarf ríkið að borga 440 milljarða króna af láni frá seðlabanka Evrópu. Grikkir hafa samþykkt að stofna einkavæðingarsjóð að hvöt evrusvæðisins auk þess að uppfylla fleiri skilyrði neyðaraðstoðarsamningsins. Nýi samningurinn á þó eftir að fara í gegn um gríska þingið eftir að hann er í höfn. Þar hefur Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, mætt andstöðu nýverið þegar samþykkja þurfti lagapakka til að greiða fyrir samningaviðræðum. Andstaðan kom úr röðum samflokksmanna hans á þinginu en Tsipras þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðunnar til að fá frumvarpið samþykkt. Tsipras hótaði þingmönnum sínum í kjölfarið nýjum kosningum, en hann er mjög vinsæll í Grikklandi og myndi samkvæmt skoðanakönnunum ná endurkjöri. Fleiri góðar fréttir bárust Grikkjum í gær, en evran styrktist um 0,2 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Gerðist það eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júan, til að reyna að stemma stigu við miklu falli kínverska fjármálamarkaðarins. Útflutningur Kínverja dróst saman um 8,3 prósent í júlímánuði. Þá hafa hlutabréf í Grikklandi einnig lækkað í verði í kjölfar opnunar kauphallarinnar í Aþenu fyrr í ágúst. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
„Við þokumst nær og nær. Einungis tvö eða þrjú smáatriði eru eftir,“ sagði Euclid Tsakalotos, fjármálaráðherra Grikklands, við fréttastofu Reuters í gær. Gríska ríkið vinnur nú hörðum höndum að gerð samnings við seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um nýja, 12.600 milljarða króna neyðaraðstoð fyrir ríkið. Neyðaraðstoðarsamningurinn verður til þriggja ára og er bráðnauðsynlegur fyrir Grikki ef þeir ætla að halda sér innan evrusvæðisins og forðast gjaldþrot. Neyðaraðstoðin yrði sú þriðja á fimm árum en áður hafa sömu aðilar auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lánað Grikkjum.Euclid TsakalotosAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggst þó ekki vera með í nýja samningnum þar sem hinir lánardrottnar Grikkja vilja ekki fella niður hluta skulda Grikkja, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt svo ríkið geti náð efnahagslegum bata. Grikkir vonast til að klára samninginn fyrir tuttugasta ágúst en þá þarf ríkið að borga 440 milljarða króna af láni frá seðlabanka Evrópu. Grikkir hafa samþykkt að stofna einkavæðingarsjóð að hvöt evrusvæðisins auk þess að uppfylla fleiri skilyrði neyðaraðstoðarsamningsins. Nýi samningurinn á þó eftir að fara í gegn um gríska þingið eftir að hann er í höfn. Þar hefur Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, mætt andstöðu nýverið þegar samþykkja þurfti lagapakka til að greiða fyrir samningaviðræðum. Andstaðan kom úr röðum samflokksmanna hans á þinginu en Tsipras þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðunnar til að fá frumvarpið samþykkt. Tsipras hótaði þingmönnum sínum í kjölfarið nýjum kosningum, en hann er mjög vinsæll í Grikklandi og myndi samkvæmt skoðanakönnunum ná endurkjöri. Fleiri góðar fréttir bárust Grikkjum í gær, en evran styrktist um 0,2 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Gerðist það eftir að Kínverjar felldu gjaldmiðil sinn, júan, til að reyna að stemma stigu við miklu falli kínverska fjármálamarkaðarins. Útflutningur Kínverja dróst saman um 8,3 prósent í júlímánuði. Þá hafa hlutabréf í Grikklandi einnig lækkað í verði í kjölfar opnunar kauphallarinnar í Aþenu fyrr í ágúst.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira