Rannsóknarlögreglan enn við störf í íbúð hins grunaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2015 07:00 Rannsóknarlögreglumenn við störf að heimili mannsins um miðjan dag í gær. Lögreglan fór inn í íbúðina um stund og tók skýrslu af sambýlismanninum. vísir/valli Nágrannar nígeríska karlmannsins sem grunaður er um að hafa haft óvarin kynmök við konur á Íslandi vitandi að hann væri smitaður af HIV-veirunni hafa margir orðið varir við mikinn umgang um íbúð hans síðustu mánuði. Að sögn nágrannanna sést oft til ungra kvenna fara inn í íbúðina. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í um eitt ár. Hann er búsettur ásamt sambýlismanni í fjölbýlishúsi í eigu Reykjavíkurborgar í Hlíðunum og hefur búið þar í um sjö mánuði. Lögreglan rannsakar nú málið og voru rannsóknarlögreglumenn við störf að heimili mannsins um miðjan dag í gær. Lögreglan fór inn í íbúðina um stund og tók skýrslu af sambýlismanninum. Lögreglan segir rannsóknina snúa meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa átt samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar. Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að minnsta kosti ein kona smituð. Sambýlismaður hins grunaða vissi ekki að maðurinn væri smitaður af HIV-veirunni. Hann segist ekki hafa þekkt manninn vel en staðfestir að ungar konur hafi verið tíðir gestir og að hann neyti fíkniefna. Haraldur BriemUpp komst um málið eftir að erlend kona, fyrrverandi kærasta mannsins, hafði samband við íslenska stúlku sem hún vissi að hann hefði átt kynferðislegt samneyti við. Stúlkan leitaði til læknis þann 13. júlí síðastliðinn sem tilkynnti um málið til embættis sóttvarnalæknis. „Eftir það fóru hlutirnir af stað. Það er algjörlega eðlilegt að svona hlutir taki tíma og það hefur verið unnið hratt í málinu,“ segir Haraldur Briem, fráfarandi sóttvarnalæknir, og bætir við að samkvæmt lögum sé skylda á mönnum að tilkynna lækni ef grunur vaknar um að einstaklingur sé haldinn alvarlegum sjúkdómi. „Nú gengur þetta út á að ná til allra sem geta hafa smitast,“ segir Haraldur. Malsor Tafa Nágranni„Við hjónin kvörtuðum nokkrum sinnum vegna hans. Það var stanslaus umgangur þarna og alltaf mjög mikil læti,“ segir Malsor Tafa, nágranni mannsins. Malsor er hælisleitandi frá Kósóvó og býr ásamt fjölskyldu sinni í íbúð við hliðina á íbúð mannsins. „Það hefur verið ömurlegt að búa hérna með börn. Ég vissi alltaf að það væri eitthvað skrítið í gangi.“ Að sögn Malsors var umgangur um íbúðina á hverjum degi. Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður mannsins, segir að hann haldi því fram að hafa ekki vitað að hann væri með veiruna. Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira
Nágrannar nígeríska karlmannsins sem grunaður er um að hafa haft óvarin kynmök við konur á Íslandi vitandi að hann væri smitaður af HIV-veirunni hafa margir orðið varir við mikinn umgang um íbúð hans síðustu mánuði. Að sögn nágrannanna sést oft til ungra kvenna fara inn í íbúðina. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í um eitt ár. Hann er búsettur ásamt sambýlismanni í fjölbýlishúsi í eigu Reykjavíkurborgar í Hlíðunum og hefur búið þar í um sjö mánuði. Lögreglan rannsakar nú málið og voru rannsóknarlögreglumenn við störf að heimili mannsins um miðjan dag í gær. Lögreglan fór inn í íbúðina um stund og tók skýrslu af sambýlismanninum. Lögreglan segir rannsóknina snúa meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa átt samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar. Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að minnsta kosti ein kona smituð. Sambýlismaður hins grunaða vissi ekki að maðurinn væri smitaður af HIV-veirunni. Hann segist ekki hafa þekkt manninn vel en staðfestir að ungar konur hafi verið tíðir gestir og að hann neyti fíkniefna. Haraldur BriemUpp komst um málið eftir að erlend kona, fyrrverandi kærasta mannsins, hafði samband við íslenska stúlku sem hún vissi að hann hefði átt kynferðislegt samneyti við. Stúlkan leitaði til læknis þann 13. júlí síðastliðinn sem tilkynnti um málið til embættis sóttvarnalæknis. „Eftir það fóru hlutirnir af stað. Það er algjörlega eðlilegt að svona hlutir taki tíma og það hefur verið unnið hratt í málinu,“ segir Haraldur Briem, fráfarandi sóttvarnalæknir, og bætir við að samkvæmt lögum sé skylda á mönnum að tilkynna lækni ef grunur vaknar um að einstaklingur sé haldinn alvarlegum sjúkdómi. „Nú gengur þetta út á að ná til allra sem geta hafa smitast,“ segir Haraldur. Malsor Tafa Nágranni„Við hjónin kvörtuðum nokkrum sinnum vegna hans. Það var stanslaus umgangur þarna og alltaf mjög mikil læti,“ segir Malsor Tafa, nágranni mannsins. Malsor er hælisleitandi frá Kósóvó og býr ásamt fjölskyldu sinni í íbúð við hliðina á íbúð mannsins. „Það hefur verið ömurlegt að búa hérna með börn. Ég vissi alltaf að það væri eitthvað skrítið í gangi.“ Að sögn Malsors var umgangur um íbúðina á hverjum degi. Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður mannsins, segir að hann haldi því fram að hafa ekki vitað að hann væri með veiruna.
Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira