Hinn íslenski Hulk hannar Henson-boli Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Hafþór Júlíus Björnsson er hér í bol sem hefur verið vinsæll í sölu hjá honum. Hann er með mörg járn í eldinum og ætlar sér að vinna keppnina um Sterkasta mann heims á næsta ári. Vísir/Valli „Þetta er alltaf að stækka með hverjum mánuðinum, þess vegna ákvað ég að stofna þetta, til þess að halda betur utan um hlutina,“ segir aflraunamaðurinn og heljarmennið Hafþór Júlíus Björnsson sem stofnaði sitt eigið fyrirtæki á dögunum en það ber hið virðulega nafn Thor‘s Power ehf. Hafþór Júlíus byrjaði fyrir um ári að selja boli sjálfstætt í gegnum heimasíðu sína. „Ég er með heimasíðu og hef verið að selja ýmsan varning þar eins og boli, lyklakippur og bolla. Ég hef líka verið með fjarþjálfun og því gott að vera með fyrirtæki til að halda utan um þetta,“ segir Hafþór Júlíus. Hann segir bolina vinsæla og að hann geti alveg ímyndað sér að opna verslun á næstunni. „Ég hef verið að hugsa ýmislegt og það gæti alveg endað með því að maður opni verslun.“ Hann hefur ekki nákvæma tölu yfir hve marga boli hann selur á viku en segist þó selja einhverja boli á hverjum degi. Fyrir ári síðan byrjaði hann að selja boli sem á stóð Team Iceland Strongman en nú hafa bolir með merkingum tengdum Game of Thrones orðið vinsælli, enda Hafþór Júlíus átt stórleik í þáttunum. „Ég hef gaman af því að hanna þessa boli. Þetta eru líka bolir merktir frösum frá mér það sem ég hef sagt aflraunakeppnum og Game of Thrones,“ segir Hafþór Júlíus, sem var einmitt að koma frá Kostaríka, þar sem hann hitti aðdáendur sína. Flestir bolirnir seljast mest erlendis en Hafþór Júlíus hannar þá í samvinnu við Henson, sem framleiðir þá. „Ég var líka að fá umboð fyrir mjög góðum innleggjum og gómum frá VOXX þannig að það eru alltaf að bætast við vörur,“ segir Hafþór Júlíus spurður út í fleiri vörur. Þessa dagana er Hafþór að undirbúa sig fyrir tökur á nýrri þáttaröð af Game of Thrones og segist hann aldrei hafa verið jafn þétt bókaður í tökur. „Ég verð heima næstu tvær vikurnar en fer í ágúst í tökur og verð í tökum í viku og viku í senn alveg fram í desember. Ég hef aldrei verið í jafn mikið í tökum og núna,“ segir Hafþór Júlíus sem mun vera meira áberandi í næsta þáttaröð en áður. Tökurnar fara að mestu fram á Írlandi og á Spáni. Fyrir utan það að leika í einni vinsælustu þáttaröð heims og að selja ýmsan varning er Hafþór Júlíus enn á fullu í aflraunum og ætlar sér stóra hluti og ætlar sér að verða sterkasti maður heims á næsta ári. „Ég er búinn að ákveða að fara í æfingabúðir í þrjá mánuði fyrir næstu keppni um Sterkasta mann heims. Ef maður ætlar sér að vinna þessa keppni verður maður að loka sig af og æfa. Það hefur verið svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki náð að æfa eins mikið og ég vildi,“ segir Hafþór Júlíus staðráðinn í að sigra keppnina á næsta ári. Hann hefur unnið keppnina Sterkasti maður Íslands fimm sinnum og vann að auki allar greinar mótsins árið 2013. Þá hefur hann tvisvar í röð unnið keppnina Sterkasti maður Evrópu. „Ég reyni að æfa á hverjum degi en ferðalögin geta stundum sett strik í reikninginn. Þessa dagana er ég að æfa fimm sinnum í viku og þá í tvo tíma á dag,“ bætir Hafþór Júlíus en hann vegur hvorki meira né minna en 172 kíló þessa dagana. Game of Thrones Tíska og hönnun Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
„Þetta er alltaf að stækka með hverjum mánuðinum, þess vegna ákvað ég að stofna þetta, til þess að halda betur utan um hlutina,“ segir aflraunamaðurinn og heljarmennið Hafþór Júlíus Björnsson sem stofnaði sitt eigið fyrirtæki á dögunum en það ber hið virðulega nafn Thor‘s Power ehf. Hafþór Júlíus byrjaði fyrir um ári að selja boli sjálfstætt í gegnum heimasíðu sína. „Ég er með heimasíðu og hef verið að selja ýmsan varning þar eins og boli, lyklakippur og bolla. Ég hef líka verið með fjarþjálfun og því gott að vera með fyrirtæki til að halda utan um þetta,“ segir Hafþór Júlíus. Hann segir bolina vinsæla og að hann geti alveg ímyndað sér að opna verslun á næstunni. „Ég hef verið að hugsa ýmislegt og það gæti alveg endað með því að maður opni verslun.“ Hann hefur ekki nákvæma tölu yfir hve marga boli hann selur á viku en segist þó selja einhverja boli á hverjum degi. Fyrir ári síðan byrjaði hann að selja boli sem á stóð Team Iceland Strongman en nú hafa bolir með merkingum tengdum Game of Thrones orðið vinsælli, enda Hafþór Júlíus átt stórleik í þáttunum. „Ég hef gaman af því að hanna þessa boli. Þetta eru líka bolir merktir frösum frá mér það sem ég hef sagt aflraunakeppnum og Game of Thrones,“ segir Hafþór Júlíus, sem var einmitt að koma frá Kostaríka, þar sem hann hitti aðdáendur sína. Flestir bolirnir seljast mest erlendis en Hafþór Júlíus hannar þá í samvinnu við Henson, sem framleiðir þá. „Ég var líka að fá umboð fyrir mjög góðum innleggjum og gómum frá VOXX þannig að það eru alltaf að bætast við vörur,“ segir Hafþór Júlíus spurður út í fleiri vörur. Þessa dagana er Hafþór að undirbúa sig fyrir tökur á nýrri þáttaröð af Game of Thrones og segist hann aldrei hafa verið jafn þétt bókaður í tökur. „Ég verð heima næstu tvær vikurnar en fer í ágúst í tökur og verð í tökum í viku og viku í senn alveg fram í desember. Ég hef aldrei verið í jafn mikið í tökum og núna,“ segir Hafþór Júlíus sem mun vera meira áberandi í næsta þáttaröð en áður. Tökurnar fara að mestu fram á Írlandi og á Spáni. Fyrir utan það að leika í einni vinsælustu þáttaröð heims og að selja ýmsan varning er Hafþór Júlíus enn á fullu í aflraunum og ætlar sér stóra hluti og ætlar sér að verða sterkasti maður heims á næsta ári. „Ég er búinn að ákveða að fara í æfingabúðir í þrjá mánuði fyrir næstu keppni um Sterkasta mann heims. Ef maður ætlar sér að vinna þessa keppni verður maður að loka sig af og æfa. Það hefur verið svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki náð að æfa eins mikið og ég vildi,“ segir Hafþór Júlíus staðráðinn í að sigra keppnina á næsta ári. Hann hefur unnið keppnina Sterkasti maður Íslands fimm sinnum og vann að auki allar greinar mótsins árið 2013. Þá hefur hann tvisvar í röð unnið keppnina Sterkasti maður Evrópu. „Ég reyni að æfa á hverjum degi en ferðalögin geta stundum sett strik í reikninginn. Þessa dagana er ég að æfa fimm sinnum í viku og þá í tvo tíma á dag,“ bætir Hafþór Júlíus en hann vegur hvorki meira né minna en 172 kíló þessa dagana.
Game of Thrones Tíska og hönnun Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira