Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Snærós Sindradóttir skrifar 23. júlí 2015 07:00 Þórólfur Matthíasson „Þeir búa til kerfi sem er greinilega til þess ætlað að knýja þá á kné sem eru í samkeppni við MS,“ þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan er ákvörðun Verðlagsnefndar búvara að heildsöluverð gerilsneyddar mjólkur í lausu máli, sem er ekki inn pökkuð, sé 105 krónur en mjólk í fernu kosti 121 krónu. Í grein í Fréttablaðinu í dag fullyrðir Þórólfur að mismunurinn dugi ekki fyrir innpökkunarkostnaði og því sé verið að ofrukka samkeppnisaðila MS, sem þurfa að eiga í viðskiptum við stórfyrirtækið.Ari Edwald„Þetta er opinber nefnd sem setur verðlag og þarna er hún að gera það skakkt. Þetta er bara til þess að þrýsta Ólafi út af markaðnum,“ segir Þórólfur og á þar við Ólaf M. Magnússon framkvæmdastjóra mjólkurbúsins Kú. Kú hefur kært verðlagshækkun nefndarinnar og segir að með ákvörðuninni sé Verðlagsnefnd búvara að leggja 17,44 prósenta samkeppnisskatt sem renni til MS. Hækkun á mjólkurafurðum um 3,58 prósent og á smjöri um 11,6 prósent hefur verið gríðarlega gagnrýnd síðan ákvörðunin var tekin þann 17. júlí síðastliðinn. Í gær sendu Samtök verslunar og þjónustu frá sér ályktun gegn hækkuninni. Ari Edwald er varaformaður samtakanna en jafnframt forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hann segist ósammála ályktun samtakanna og hafi sjálfur verið í minnihluta við atkvæðagreiðslu um hana. „Ég held að þessi umræða sem er búin að vera um landbúnaðarmál og mjólkurframleiðsluna síðustu daga sé ákaflega yfirborðskennd.“ Hann segir að þeir sem gagnrýni hækkunina vilji mjólk á almennan samkeppnismarkað. „Aðalatriðið er það ef menn ætla ekki að hafa opinbera íhlutun um verðlagningu, hvað ætti þá að taka við? Það er alveg ljóst að við þær aðstæður væri ekki landbúnaður á Íslandi eins og við þekkjum hann.“ Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Þeir búa til kerfi sem er greinilega til þess ætlað að knýja þá á kné sem eru í samkeppni við MS,“ þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan er ákvörðun Verðlagsnefndar búvara að heildsöluverð gerilsneyddar mjólkur í lausu máli, sem er ekki inn pökkuð, sé 105 krónur en mjólk í fernu kosti 121 krónu. Í grein í Fréttablaðinu í dag fullyrðir Þórólfur að mismunurinn dugi ekki fyrir innpökkunarkostnaði og því sé verið að ofrukka samkeppnisaðila MS, sem þurfa að eiga í viðskiptum við stórfyrirtækið.Ari Edwald„Þetta er opinber nefnd sem setur verðlag og þarna er hún að gera það skakkt. Þetta er bara til þess að þrýsta Ólafi út af markaðnum,“ segir Þórólfur og á þar við Ólaf M. Magnússon framkvæmdastjóra mjólkurbúsins Kú. Kú hefur kært verðlagshækkun nefndarinnar og segir að með ákvörðuninni sé Verðlagsnefnd búvara að leggja 17,44 prósenta samkeppnisskatt sem renni til MS. Hækkun á mjólkurafurðum um 3,58 prósent og á smjöri um 11,6 prósent hefur verið gríðarlega gagnrýnd síðan ákvörðunin var tekin þann 17. júlí síðastliðinn. Í gær sendu Samtök verslunar og þjónustu frá sér ályktun gegn hækkuninni. Ari Edwald er varaformaður samtakanna en jafnframt forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hann segist ósammála ályktun samtakanna og hafi sjálfur verið í minnihluta við atkvæðagreiðslu um hana. „Ég held að þessi umræða sem er búin að vera um landbúnaðarmál og mjólkurframleiðsluna síðustu daga sé ákaflega yfirborðskennd.“ Hann segir að þeir sem gagnrýni hækkunina vilji mjólk á almennan samkeppnismarkað. „Aðalatriðið er það ef menn ætla ekki að hafa opinbera íhlutun um verðlagningu, hvað ætti þá að taka við? Það er alveg ljóst að við þær aðstæður væri ekki landbúnaður á Íslandi eins og við þekkjum hann.“
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira