Merkel segir nýja samninginn síðasta séns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Angela Merkel tekur niðurstöðum gærdagsins eflaust fagnandi eftir strembna viku. vísir/epa Þýska þingið samþykkti í gær að hefja formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland. Fyrr í vikunni samþykktu leiðtogar ríkja evrusvæðisins drög að nýjum samningi fyrir Grikki. Tillagan var samþykkt á þýska þinginu með gífurlegum meirihluta. Alls voru 439 þingmenn með, 119 á móti og 40 sátu hjá. Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Þýskalandskanslari, Angela Merkel, þingmenn við glundroða ef þingið stæði ekki á bak við samninginn. Hún sagði samninginn erfiðan fyrir alla sem eiga hlut að máli en að hann væri síðasti séns til að leysa fjármálakreppu Grikklands. Fyrr í gærdag samþykkti austurríska þingið einnig að hefja formlegar viðræður. Samningurinn sem um ræðir gengur út á að veita Grikkjum rúmlega áttatíu milljarða evra lán gegn því að Grikkir skeri niður í ríkisrekstri og hækki skatta. Samningurinn hefur vakið miklar deilur. Hann gengur þvert á vilja þjóðarinnar sem hafnaði sambærilegum niðurskurðarkröfum í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi mánaðar. Þar að auki hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þvertekið fyrir þátttöku í nokkurs konar neyðaraðstoð nema hún feli í sér niðurfellingu á hluta skulda Grikklands. Angela Merkel, auk annarra þjóðhöfðingja ríkja evrusvæðisins, hefur hins vegar neitað öllum slíkum hugmyndum. Mikið hefur mætt á Merkel í vikunni. Á mánudaginn sagðist hún andvíg hjónaböndum samkynja para en þó fylgjandi staðfestri sambúð. Í fyrradag grætti hún svo palestínska flóttastúlku þegar hún sagðist ekki geta komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi. Stúlkan hafði áður glaðbeitt sagst vilja búa áfram í Þýskalandi með fjölskyldu sinni eins og undanfarin fjögur ár og vilja þar fara í háskóla en sagðist ekki getað verið viss um hvað framtíð hennar bæri í skauti sér þar sem áframhaldandi vist fjölskyldunnar í Þýskalandi fengist ekki tryggð. Grikkland Tengdar fréttir Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær að hefja formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland. Fyrr í vikunni samþykktu leiðtogar ríkja evrusvæðisins drög að nýjum samningi fyrir Grikki. Tillagan var samþykkt á þýska þinginu með gífurlegum meirihluta. Alls voru 439 þingmenn með, 119 á móti og 40 sátu hjá. Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Þýskalandskanslari, Angela Merkel, þingmenn við glundroða ef þingið stæði ekki á bak við samninginn. Hún sagði samninginn erfiðan fyrir alla sem eiga hlut að máli en að hann væri síðasti séns til að leysa fjármálakreppu Grikklands. Fyrr í gærdag samþykkti austurríska þingið einnig að hefja formlegar viðræður. Samningurinn sem um ræðir gengur út á að veita Grikkjum rúmlega áttatíu milljarða evra lán gegn því að Grikkir skeri niður í ríkisrekstri og hækki skatta. Samningurinn hefur vakið miklar deilur. Hann gengur þvert á vilja þjóðarinnar sem hafnaði sambærilegum niðurskurðarkröfum í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi mánaðar. Þar að auki hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þvertekið fyrir þátttöku í nokkurs konar neyðaraðstoð nema hún feli í sér niðurfellingu á hluta skulda Grikklands. Angela Merkel, auk annarra þjóðhöfðingja ríkja evrusvæðisins, hefur hins vegar neitað öllum slíkum hugmyndum. Mikið hefur mætt á Merkel í vikunni. Á mánudaginn sagðist hún andvíg hjónaböndum samkynja para en þó fylgjandi staðfestri sambúð. Í fyrradag grætti hún svo palestínska flóttastúlku þegar hún sagðist ekki geta komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi. Stúlkan hafði áður glaðbeitt sagst vilja búa áfram í Þýskalandi með fjölskyldu sinni eins og undanfarin fjögur ár og vilja þar fara í háskóla en sagðist ekki getað verið viss um hvað framtíð hennar bæri í skauti sér þar sem áframhaldandi vist fjölskyldunnar í Þýskalandi fengist ekki tryggð.
Grikkland Tengdar fréttir Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00