Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Snærós Sindradóttir skrifar 18. júlí 2015 07:00 Varða sem Vana Ilieva frá Búlgaríu hlóð með foreldrum sínum 14. júní 2013 er ekki lengur á svæðinu. Henni var ekið burt með öðru grjóti á fimmtudag. vísir/vilhelm „Þetta er hryllingur og þetta á að fjarlægja alls staðar,“ segir Vilborg Anna Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Unnið hefur verið að því síðustu daga að fjarlægja örvörður nálægt Þingvöllum og girða fyrir svæðið. „Þetta er þannig að fólk fer í ferðalag og því finnst það þurfa að skilja eitthvað eftir sig til að segja „ég var hér“. Þetta skemmir náttúruna hvar sem það er. Ég þekki engan sem er meðmæltur þessu ógeði,“ bætir Vilborg við. Ari Arnórsson leiðsögumaður tekur í sama streng og Vilborg. Hann tók þátt í að fjarlægja, að eigin sögn, tugi tonna af grjóti af svæðinu fyrr í vikunni.Nýja skiltið á svæðinu er skýrt. Þarna er bannað að hlaða upp steinum.vísir/Andri„Þarna á ekki að vera neitt efni eftir fyrir túrista.“ Aðspurður hvort vörðurnar séu þetta slæmar og hvort þær gefi lífinu ekki lit segir Ari: „Það gerir lífið skemmtilegra að krota yfirskegg á Mónu Lísu en það þýðir ekki að öðrum sem langar að sjá Mónu Lísu eins og hún var upprunalega gerð finnist það. Þetta er sami hluturinn. Þetta er graffítí.“ Vegagerðin vann í gær að því að girða fyrir svæðið, sem er um þrjú hundruð metra breitt og 250 metra langt. Þá var komið upp skiltum sem banna að hlaðnar verði fleiri örvörður. Fréttablaðið hafði samband við Ásmund Ásmundsson myndhöggvara og spurði hann álits á vörðunum. „Er þetta ekki bara sjálfsagður hlutur. Þegar það koma útlendingar þá þurfa þeir að kúka og þetta er eins og að kúka, ákveðin tjáning með frumstæðum hætti. Augljóslega er þetta ekki skemmdarverk. Það er fólk sem kemur hingað og skapar einhverjar fallegar vörður fyrir Íslendinga að njóta. Það er fáránlegt að kalla þetta skemmdarverk.“ Ásmundur segir að málið og umræða um það sé ekki ósvipuð umræðunni um kúkinn sem ferðamenn skilja eftir sig á Þingvöllum. „Það er mjög gott fyrir Íslendinga að þrífa skítinn eftir útlendinga. Bæði að hreinsa klósettpappír og kúk. Það er spurning hvort þetta hatur á vörðunum sé ekki dulbúið útlendingahatur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta er hryllingur og þetta á að fjarlægja alls staðar,“ segir Vilborg Anna Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Unnið hefur verið að því síðustu daga að fjarlægja örvörður nálægt Þingvöllum og girða fyrir svæðið. „Þetta er þannig að fólk fer í ferðalag og því finnst það þurfa að skilja eitthvað eftir sig til að segja „ég var hér“. Þetta skemmir náttúruna hvar sem það er. Ég þekki engan sem er meðmæltur þessu ógeði,“ bætir Vilborg við. Ari Arnórsson leiðsögumaður tekur í sama streng og Vilborg. Hann tók þátt í að fjarlægja, að eigin sögn, tugi tonna af grjóti af svæðinu fyrr í vikunni.Nýja skiltið á svæðinu er skýrt. Þarna er bannað að hlaða upp steinum.vísir/Andri„Þarna á ekki að vera neitt efni eftir fyrir túrista.“ Aðspurður hvort vörðurnar séu þetta slæmar og hvort þær gefi lífinu ekki lit segir Ari: „Það gerir lífið skemmtilegra að krota yfirskegg á Mónu Lísu en það þýðir ekki að öðrum sem langar að sjá Mónu Lísu eins og hún var upprunalega gerð finnist það. Þetta er sami hluturinn. Þetta er graffítí.“ Vegagerðin vann í gær að því að girða fyrir svæðið, sem er um þrjú hundruð metra breitt og 250 metra langt. Þá var komið upp skiltum sem banna að hlaðnar verði fleiri örvörður. Fréttablaðið hafði samband við Ásmund Ásmundsson myndhöggvara og spurði hann álits á vörðunum. „Er þetta ekki bara sjálfsagður hlutur. Þegar það koma útlendingar þá þurfa þeir að kúka og þetta er eins og að kúka, ákveðin tjáning með frumstæðum hætti. Augljóslega er þetta ekki skemmdarverk. Það er fólk sem kemur hingað og skapar einhverjar fallegar vörður fyrir Íslendinga að njóta. Það er fáránlegt að kalla þetta skemmdarverk.“ Ásmundur segir að málið og umræða um það sé ekki ósvipuð umræðunni um kúkinn sem ferðamenn skilja eftir sig á Þingvöllum. „Það er mjög gott fyrir Íslendinga að þrífa skítinn eftir útlendinga. Bæði að hreinsa klósettpappír og kúk. Það er spurning hvort þetta hatur á vörðunum sé ekki dulbúið útlendingahatur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira