Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Snærós Sindradóttir skrifar 18. júlí 2015 07:00 Varða sem Vana Ilieva frá Búlgaríu hlóð með foreldrum sínum 14. júní 2013 er ekki lengur á svæðinu. Henni var ekið burt með öðru grjóti á fimmtudag. vísir/vilhelm „Þetta er hryllingur og þetta á að fjarlægja alls staðar,“ segir Vilborg Anna Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Unnið hefur verið að því síðustu daga að fjarlægja örvörður nálægt Þingvöllum og girða fyrir svæðið. „Þetta er þannig að fólk fer í ferðalag og því finnst það þurfa að skilja eitthvað eftir sig til að segja „ég var hér“. Þetta skemmir náttúruna hvar sem það er. Ég þekki engan sem er meðmæltur þessu ógeði,“ bætir Vilborg við. Ari Arnórsson leiðsögumaður tekur í sama streng og Vilborg. Hann tók þátt í að fjarlægja, að eigin sögn, tugi tonna af grjóti af svæðinu fyrr í vikunni.Nýja skiltið á svæðinu er skýrt. Þarna er bannað að hlaða upp steinum.vísir/Andri„Þarna á ekki að vera neitt efni eftir fyrir túrista.“ Aðspurður hvort vörðurnar séu þetta slæmar og hvort þær gefi lífinu ekki lit segir Ari: „Það gerir lífið skemmtilegra að krota yfirskegg á Mónu Lísu en það þýðir ekki að öðrum sem langar að sjá Mónu Lísu eins og hún var upprunalega gerð finnist það. Þetta er sami hluturinn. Þetta er graffítí.“ Vegagerðin vann í gær að því að girða fyrir svæðið, sem er um þrjú hundruð metra breitt og 250 metra langt. Þá var komið upp skiltum sem banna að hlaðnar verði fleiri örvörður. Fréttablaðið hafði samband við Ásmund Ásmundsson myndhöggvara og spurði hann álits á vörðunum. „Er þetta ekki bara sjálfsagður hlutur. Þegar það koma útlendingar þá þurfa þeir að kúka og þetta er eins og að kúka, ákveðin tjáning með frumstæðum hætti. Augljóslega er þetta ekki skemmdarverk. Það er fólk sem kemur hingað og skapar einhverjar fallegar vörður fyrir Íslendinga að njóta. Það er fáránlegt að kalla þetta skemmdarverk.“ Ásmundur segir að málið og umræða um það sé ekki ósvipuð umræðunni um kúkinn sem ferðamenn skilja eftir sig á Þingvöllum. „Það er mjög gott fyrir Íslendinga að þrífa skítinn eftir útlendinga. Bæði að hreinsa klósettpappír og kúk. Það er spurning hvort þetta hatur á vörðunum sé ekki dulbúið útlendingahatur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Þetta er hryllingur og þetta á að fjarlægja alls staðar,“ segir Vilborg Anna Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Unnið hefur verið að því síðustu daga að fjarlægja örvörður nálægt Þingvöllum og girða fyrir svæðið. „Þetta er þannig að fólk fer í ferðalag og því finnst það þurfa að skilja eitthvað eftir sig til að segja „ég var hér“. Þetta skemmir náttúruna hvar sem það er. Ég þekki engan sem er meðmæltur þessu ógeði,“ bætir Vilborg við. Ari Arnórsson leiðsögumaður tekur í sama streng og Vilborg. Hann tók þátt í að fjarlægja, að eigin sögn, tugi tonna af grjóti af svæðinu fyrr í vikunni.Nýja skiltið á svæðinu er skýrt. Þarna er bannað að hlaða upp steinum.vísir/Andri„Þarna á ekki að vera neitt efni eftir fyrir túrista.“ Aðspurður hvort vörðurnar séu þetta slæmar og hvort þær gefi lífinu ekki lit segir Ari: „Það gerir lífið skemmtilegra að krota yfirskegg á Mónu Lísu en það þýðir ekki að öðrum sem langar að sjá Mónu Lísu eins og hún var upprunalega gerð finnist það. Þetta er sami hluturinn. Þetta er graffítí.“ Vegagerðin vann í gær að því að girða fyrir svæðið, sem er um þrjú hundruð metra breitt og 250 metra langt. Þá var komið upp skiltum sem banna að hlaðnar verði fleiri örvörður. Fréttablaðið hafði samband við Ásmund Ásmundsson myndhöggvara og spurði hann álits á vörðunum. „Er þetta ekki bara sjálfsagður hlutur. Þegar það koma útlendingar þá þurfa þeir að kúka og þetta er eins og að kúka, ákveðin tjáning með frumstæðum hætti. Augljóslega er þetta ekki skemmdarverk. Það er fólk sem kemur hingað og skapar einhverjar fallegar vörður fyrir Íslendinga að njóta. Það er fáránlegt að kalla þetta skemmdarverk.“ Ásmundur segir að málið og umræða um það sé ekki ósvipuð umræðunni um kúkinn sem ferðamenn skilja eftir sig á Þingvöllum. „Það er mjög gott fyrir Íslendinga að þrífa skítinn eftir útlendinga. Bæði að hreinsa klósettpappír og kúk. Það er spurning hvort þetta hatur á vörðunum sé ekki dulbúið útlendingahatur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira