Ræder-listi Snoop Dogg: Djúpsteiktur kjúklingur og sígarettur en engar limosínur Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Bandaríski rapparinn ætlar að stýra risapartíi í Laugardalshöllinni í kvöld. Vísir/Getty Bandaríski rapparinn Snoop Dogg sem treður upp í Laugardalshöllinni í kvöld undir nafninu DJ Snoopadelic, sendir allajafnan ítarlegan lista á tónleikahaldara með ýmsum kröfum. Á svokölluðum „ræder-lista“, sem kappinn hefur sent á tónleikahaldara og Fréttablaðið hefur undir höndum er ætlast til þess að ákveðnir hlutir séu til staðar svo að allt fari vel fram. Á listanum kemur fram að Snoop vilji fá nokkrar gæðategundir af ýmsu áfengi. Hann biður um fjórar flöskur af ísköldu Moet Rosay kampavíni, tvær flöskur af ísköldu Ciroc Vodka, tvær flöskur af ísköldu Patrón tekíla og tvær flöskur af Hennesy XO koníaki. Allar flöskurnar skulu vera að minnsta kosti 750 ml.Ciroc VodkaDjúpsteiktan kjúkling á disk Snoop Ofan á allt þetta fer Snoop fram á að fá 24 flöskur af ísköldum Red Bull orkudrykk, 36 flöskur af ísköldum Premium bjór og 24 flöskur af ísköldu vatni. Þá eru ávaxtasafar eins og ananas- og appelsínusafar einnig á listanum. Hvað varðar snæðing, þá vill rapparinn samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fá djúpsteiktan kjúkling og er það mjög mikilvæg máltíð. Að auki vill hann hafa val um tvo aðra rétti sem að jafnaði eru ýmist steiktur fiskur, BBQ-rif, lasanja eða nautakjöt. Kappinn gerir einnig ráð fyrir að grípa í sígaretturnar hér á landi og gerir kröfur um að sex pakkar af Marlboro Lights séu til staðar fyrir hann. Að ógleymdum nýjum, hreinum og hvítum handklæðum þegar Snoop þarf á þeim að halda. Það verður líklega eitthvað drukkið af Hennesy XO koníaki í kvöld.Vill aðeins ferðast á Mercedes Vito „Það kom maður á hans vegum á mánudag til landsins, sem er að taka út svæðið. Snoop sendir fólk á undan sér til að kanna hvort allt sé ekki örugglega nógu gott og hvort allt sé til staðar,“ segir Kristinn Bjarnason, einn skipuleggjenda tónleikana. Hann neitar þó að tjá sig frekar um kröfur kappans. Snoop lendir hér á landi í dag. Slíkur reynslubolti og kanóna gerir að sjálfsögðu miklar kröfur hvað varðar samgöngur enda hefur hann ferðast um allan heim í fjölda ára. Kröfurnar eiga einnig við um samgönguhætti hér á landi, því hann vill eingöngu ferðast á milli staða á svartri extra stórri Mercedes Vito lúxus sendibifreið og tekur fram að hann vilji ekki sjá limósínur. Snoop vill skála í Moet Rosay kampavíni.Engin leikjatölvukrafa Það sem kemur hvað helst á óvart er að hann gerir ekki kröfu um leikjatölvu í þetta skiptið því undanfarin ár hefur kappinn viljað geta gripið í Play Station-tölvu eða Xbox-tölvu á tónleikaferðalögum sínum. Laugardalshöllinni hefur nú verið breytt í heljarinnar klúbb og mun Snoop stýra tæplega þriggja klukkustunda partíi. „Það er búið að setja upp brjálað hljóðkerfi og ljósakerfi sem ekki hefur verið sett upp áður í Höllinni. Þetta verður hipphopp-tónlistarveisla sumarsins, sem verður á heimsmælikvarða og upplifun sem enginn má missa af,“ segir Kristinn fullur tilhlökkunar. Ásamt Snoop Dogg koma fram Blaz Roca, Úlfur Úlfur, DJ Benni B-Ruff, Shades of Reykjavík og KSF ásamt Alvia Islandia. Miðasala fer fram á midi.is. Tengdar fréttir Hitar upp fyrir Snoop með áratugar millibili Erpur Eyvindarson kemur fram í Laugardalshöll á undan Snoop Dogg þann 16. júlí. Níu ár og 364 dagar verða þá liðnir frá því að Erpur kom fram á undan Snoop Dogg í Egilshöll. 10. júlí 2015 12:00 Sá fyrir mér rútuferð Norður nefnist nýlega útkomin ljóðabók eftir Eyþór Árnason, sviðsstjóra í Hörpu. Þegar hringt er í hann til að spjalla um bókina er hann auðvitað kominn norður. 16. júlí 2015 13:00 Snoop Dogg kominn til landsins Bandaríski rapparinn lenti í Keflavík í morgun. 16. júlí 2015 09:45 Stígur á svið með Snoop Dogg Unnur Eggerts sér um dansinn ásamt vinkonum sínum á tónleikum rapparans. 11. júlí 2015 10:30 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Bandaríski rapparinn Snoop Dogg sem treður upp í Laugardalshöllinni í kvöld undir nafninu DJ Snoopadelic, sendir allajafnan ítarlegan lista á tónleikahaldara með ýmsum kröfum. Á svokölluðum „ræder-lista“, sem kappinn hefur sent á tónleikahaldara og Fréttablaðið hefur undir höndum er ætlast til þess að ákveðnir hlutir séu til staðar svo að allt fari vel fram. Á listanum kemur fram að Snoop vilji fá nokkrar gæðategundir af ýmsu áfengi. Hann biður um fjórar flöskur af ísköldu Moet Rosay kampavíni, tvær flöskur af ísköldu Ciroc Vodka, tvær flöskur af ísköldu Patrón tekíla og tvær flöskur af Hennesy XO koníaki. Allar flöskurnar skulu vera að minnsta kosti 750 ml.Ciroc VodkaDjúpsteiktan kjúkling á disk Snoop Ofan á allt þetta fer Snoop fram á að fá 24 flöskur af ísköldum Red Bull orkudrykk, 36 flöskur af ísköldum Premium bjór og 24 flöskur af ísköldu vatni. Þá eru ávaxtasafar eins og ananas- og appelsínusafar einnig á listanum. Hvað varðar snæðing, þá vill rapparinn samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fá djúpsteiktan kjúkling og er það mjög mikilvæg máltíð. Að auki vill hann hafa val um tvo aðra rétti sem að jafnaði eru ýmist steiktur fiskur, BBQ-rif, lasanja eða nautakjöt. Kappinn gerir einnig ráð fyrir að grípa í sígaretturnar hér á landi og gerir kröfur um að sex pakkar af Marlboro Lights séu til staðar fyrir hann. Að ógleymdum nýjum, hreinum og hvítum handklæðum þegar Snoop þarf á þeim að halda. Það verður líklega eitthvað drukkið af Hennesy XO koníaki í kvöld.Vill aðeins ferðast á Mercedes Vito „Það kom maður á hans vegum á mánudag til landsins, sem er að taka út svæðið. Snoop sendir fólk á undan sér til að kanna hvort allt sé ekki örugglega nógu gott og hvort allt sé til staðar,“ segir Kristinn Bjarnason, einn skipuleggjenda tónleikana. Hann neitar þó að tjá sig frekar um kröfur kappans. Snoop lendir hér á landi í dag. Slíkur reynslubolti og kanóna gerir að sjálfsögðu miklar kröfur hvað varðar samgöngur enda hefur hann ferðast um allan heim í fjölda ára. Kröfurnar eiga einnig við um samgönguhætti hér á landi, því hann vill eingöngu ferðast á milli staða á svartri extra stórri Mercedes Vito lúxus sendibifreið og tekur fram að hann vilji ekki sjá limósínur. Snoop vill skála í Moet Rosay kampavíni.Engin leikjatölvukrafa Það sem kemur hvað helst á óvart er að hann gerir ekki kröfu um leikjatölvu í þetta skiptið því undanfarin ár hefur kappinn viljað geta gripið í Play Station-tölvu eða Xbox-tölvu á tónleikaferðalögum sínum. Laugardalshöllinni hefur nú verið breytt í heljarinnar klúbb og mun Snoop stýra tæplega þriggja klukkustunda partíi. „Það er búið að setja upp brjálað hljóðkerfi og ljósakerfi sem ekki hefur verið sett upp áður í Höllinni. Þetta verður hipphopp-tónlistarveisla sumarsins, sem verður á heimsmælikvarða og upplifun sem enginn má missa af,“ segir Kristinn fullur tilhlökkunar. Ásamt Snoop Dogg koma fram Blaz Roca, Úlfur Úlfur, DJ Benni B-Ruff, Shades of Reykjavík og KSF ásamt Alvia Islandia. Miðasala fer fram á midi.is.
Tengdar fréttir Hitar upp fyrir Snoop með áratugar millibili Erpur Eyvindarson kemur fram í Laugardalshöll á undan Snoop Dogg þann 16. júlí. Níu ár og 364 dagar verða þá liðnir frá því að Erpur kom fram á undan Snoop Dogg í Egilshöll. 10. júlí 2015 12:00 Sá fyrir mér rútuferð Norður nefnist nýlega útkomin ljóðabók eftir Eyþór Árnason, sviðsstjóra í Hörpu. Þegar hringt er í hann til að spjalla um bókina er hann auðvitað kominn norður. 16. júlí 2015 13:00 Snoop Dogg kominn til landsins Bandaríski rapparinn lenti í Keflavík í morgun. 16. júlí 2015 09:45 Stígur á svið með Snoop Dogg Unnur Eggerts sér um dansinn ásamt vinkonum sínum á tónleikum rapparans. 11. júlí 2015 10:30 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Hitar upp fyrir Snoop með áratugar millibili Erpur Eyvindarson kemur fram í Laugardalshöll á undan Snoop Dogg þann 16. júlí. Níu ár og 364 dagar verða þá liðnir frá því að Erpur kom fram á undan Snoop Dogg í Egilshöll. 10. júlí 2015 12:00
Sá fyrir mér rútuferð Norður nefnist nýlega útkomin ljóðabók eftir Eyþór Árnason, sviðsstjóra í Hörpu. Þegar hringt er í hann til að spjalla um bókina er hann auðvitað kominn norður. 16. júlí 2015 13:00
Stígur á svið með Snoop Dogg Unnur Eggerts sér um dansinn ásamt vinkonum sínum á tónleikum rapparans. 11. júlí 2015 10:30